05. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

RADDIR ÍSLENSKRA LÆKNA ERLENDIS Á TÍMUM COVID-19

Ungir og aldnir bangsar voru dregnir fram í dagsljósið og tyllt út í glugga meðan pestin geisaði á Fróni. - Prjónar, heimaleikfimi, alabastursnámskeið, tónlist, bakstur, göngutúrar, netfélagslíf og símafundir - mikil samvera í allri þessari einangrun, sóttkví og samkomubanni. Ömmur og afar breyttust í tæknitröll á nóinu, og margir hafa notið þess að lífið hefur snúist á 33 snúningum, mengun dvínað og neyslufíkn dalað.

Allt frá því að Hrafn Sveinbjarnarson læknir á Hrafnseyri við Arnarfjörð fór á 12. öld í framhaldsnám í þvagfæraskurðlækningum til Salernó hafa íslenskir læknar sótt sér menntun út fyrir landsteinana.  

Árið 2020 eru 823 læknar yngri en 70 ára með íslenska kennitölu búsettir erlendis. Þeir eru dreifðir um 24 lönd. Þarna eigum við marga góða hauka í horni.

Við Íslendingar erum svo heppin að heimsfaraldurinn er að mestu um garð genginn hér, að sinni segja læknar. Kúrfan er lengur að ná jafnvægi og renna sitt skeið í stærri samfélögum og þar sem annarri aðferð hefur verið fylgt í sóttvörnum. Læknablaðið sendi línu til nokkurra íslenskra lækna sem eru við nám og störf erlendis til að fá fréttir af þeirra líðan, daglega starfi og hvaða breytingar COVID-19 hefur haft í för með sér fyrir þá og þeirra vinnustað og sjúklinga. – VS 

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica