„Stefna okkar er að halda áfram að stækka“

Á forsíðunni eru þeir Steinarr Björnsson og Þórður Ægir Bjarnason að framkvæma aðgerð við nárakviðsliti. Speglunaraðgerðirnar gera þeir með þrívíddartækni og eru þessvegna með þrívíddargleraugun á sér. Þeir reka Klíníkina Kirurgicentrum Skåne í Malmö í Svíþjóð, ásamt félaga sínum Þórarni Kristmundssyni.

Nóvember blaðið

11. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Oddur Ingimarsson

Heimilisofbeldi er algengt og alvarlegt lýðheilsuvandamál. Oddur Ingimarsson

Heimilisofbeldi er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem hefur víðtæk neikvæð áhrif á andlega, líkamlega og félagslega heilsu þolenda auk barna á heimilinu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl heimilisofbeldis hjá konum við einkenni áfallastreituröskunar (PTSD), þunglyndi, kvíða, skert lífsgæði og minni hamingju.

Kristín Haraldsdóttir, Hafþór Ingi Ragnarsson

Að sækja um sérnám í Bandaríkjunum: Reynsla tveggja deildarlækna á skurðsviði. Kristín Haraldsdóttir, Hafþór Ingi Ragnarsson

Draumurinn um að verða fullnuma sérfræðilæknir í skurðlækningum á Íslandi rætist ekki án þess að leggja land undir fót. Almennt má gera ráð fyrir að flestir sem stefna á sérnám í Bandaríkjunum taki þá ákvörðun snemma í sínu námi og hefji undirbúning vegna þess, með rannsóknarvinnu, skiptinámi og próftöku fyrir United States Medical Licensing Examination (USMLE), svonefnd Step-próf, og svo framvegis.

Fræðigreinar

Rannveig Sigurvinsdóttir, Erla Katrín Jónsdóttir, Karen Birna Þorvaldsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Rannsókn. Heimilisofbeldi á Íslandi: Kynjamunur, tengsl við áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíða, streitu, hamingju og félagslegan stuðning

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tíðni heimilisofbeldis á Íslandi meðal kvenna og karla á aldrinum 18 til 80 ára, og rannsaka tengsl heimilisofbeldis við einkenni áfalla-streituröskunar, þunglyndis, kvíða og streitu, og hvernig það tengist hamingju og félagslegum stuðningi. 

Karl F. Gunnarsson, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, Marianne E. Klinke, Hjalti Már Björnsson

Rannsókn. Höfuðáverkar á Íslandi: Greining á komum á Landspítala vegna höfuðáverka árin 2010-2023

Höfuðáverkar eru meðal algengustu ástæðna fyrir komu á bráðamóttöku og geta haft víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga og heilbrigðiskerfi. Markmið rannsóknarinnar var að greina tíðni, orsakir, alvarleika og kynjamun í höfuðáverkum á Landspítala á tímabilinu 2010-2023.

Auður Gunnarsdóttir, Elsa Björk Valsdóttir

Sjúkratilfelli. Svæsin graftarmyndandi svitakirtlabólga meðhöndluð með frumusnauðu fiskroði

Í þessu tilfelli er fjallað um sjúkling með svæsinn sjúkdóm á báðum rasskinnum sem var fyrir á fullum skömmtum af líftæknilyfi. Ákveðið var að reyna meðferð með sárahreinsun og frumusnauðu fiskroði til að forðast umfangsmikla skurðaðgerð. Meðferð gekk vel, sjúklingur er einkennalaus hægra megin 21 mánuði eftir aðgerð og með minniháttar einkenni vinstra megin 7 mánuðum eftir seinni aðgerð þar. Hann er mjög sáttur við ástand sitt.


nóvemberblað

Umræða og fréttir

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Lagasetning á nýundirritaða samninga

„Við erum ekki orðlaus, heldur slegin yfir þessu samráðsleysi. Segja má að þetta séu bara ofríkisstilburðir, ég veit ekki til þess að aðrar stéttir hafi lent í viðlíka framkomu í samskiptum sínum við ríkið,“ segir Ragnar Freyr.

Sigrún Reykdal

Klínísk skoðun og aðferðafræði. Klínísk gagnsemi af smásjárskoðun á blóðstrokum

Skoðun á blóðstroki er mikilvægur þáttur í greiningu blóðsjúkdóma, auk þess sem greina má merki um til dæmis efnaskiptasjúkdóma, næringarskort, bólgusjúkdóma og ýmsar sýkingar út frá blóðstroki.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Fyrsti læknirinn sem gegnir embætti heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) í Stykkishólmi 2.-3.október staðfesti formannskjör Steinunnar Þórðardóttur. Tryggvi Helgason barnalæknir var fundarstjóri sagði afar ánægjulegt að bjóða núverandi heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, velkominn; fyrsta lækninn sem gegni því embættis

Olga Björt Þórðardóttir

Byltum fjölgar þrátt fyrir framfarir í læknisfræði

Byltur hjá eldra fólki eru eitt algengasta og alvarlegasta heilsufarsvandamál meðal aldraðra. Um 30% fólks yfir sextugt dettur á hverju ári og hlutfallið eykst með aldri. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, allt frá beinbrotum og hræðslu við að hreyfa sig, til skerts sjálfstæðis og minni lífsgæða. Samt eru byltur ekki óhjákvæmilegar. Með markvissum aðgerðum sem taka mið af bæði líkamlegum og hugrænum þáttum er hægt að draga verulega úr áhættu.

Anna Björg Jónsdóttir

Evrópuþing öldrunarlækna í Hörpu 24.-26. september

Evrópuþingið í ár var sérlega vel sótt af tæplega 2000 þátttakendum frá 71 landi og endaði sem annað fjölmennasta þingið til þessa. Það ríkti almenn gleði og ánægja meðal gesta þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið það allra besta og margir skelltu sér bæði í morgunsund í Sundhöll Reykjavíkur og morgunskokk í miðborg Reykjavíkur.

Hildur Jónsdóttir

Úr penna stjórnarmanna LÍ. Hver gerir hvað? Hildur Jónsdóttir

Læknisþjónusta á Íslandi er veitt á fjölda ólíkra staða um allt land og eru aðstæður og verkefni mismunandi.

Olga Björt Þórðardóttir

„Ástríðan mín snýst um að bæta líf barna“

Eftir rúman áratug í Svíþjóð hefur Harpa Kristinsdóttir skapað sér öfluga starfsreynslu sem barna- og ofnæmislæknir og gegnir nú lykilhlutverkum í kennslu og klínískri þjónustu. Hún segir starfið bæði gefandi og krefjandi og að ástríðan fyrir fagi sínu sé drifkrafturinn sem heldur henni á tánum – hvort sem um er að ræða störf með sjúklingum, kennslu eða þróun nýrra meðferða sem geta breytt lífi barna með alvarlegt ofnæmi. Læknablaðið ræddi við Hörpu.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

„Stefna okkar er að halda áfram að stækka“

Skurðlæknarnir og félagarnir Steinarr Björnsson, Þórður Ægir Bjarnason og Þórarinn Kristmundsson hafa rekið klíníkina Kirurgicentrum Skåne í Malmö í Svíþjóð síðan 2021. Þeir segja góða sátt ríkja í samfélaginu um fjölbreytt rekstrarform heilbrigðisstofnana og mikill velvilji sé hjá hinu opinbera að auka það enn frekar. Þeir segja frá vegferð sinni í Læknavarpinu og hér að neðan má sjá stutta samantekt úr því viðtali.

Olga Björt Þórðardóttir

Að brúa bilið milli vísinda og samkenndar

Þegar dr. Cynthia Carlsson steig á svið í Hörpu á 21. ráðstefnu Evrópusamtaka öldrunarlækna (EuGMS) í Reykjavík í september, fundu áheyrendur fljótt að hér talaði manneskja sem sameinar tvo heima: vísindi og mannúð, nýsköpun og samkennd, rannsóknarstofuna og heilsugæsluna. Sem prófessor í Alzheimer-sjúkdómnum við Wisconsin-háskólann í Madison og forstöðukona Alzheimer-stofnunarinnar í Wisconsin, hefur Cynthia varið starfsævi sinni í að leggja áherslu á þetta. Læknablaðið ræddi við hana í Hörpu.

Ólöf Bjarnadóttir

Bréf til blaðsins. Heilahristingur – ný skilgreining frá árinu 2023

Mikilvægt er að greina heilahristing við ýmsar aðstæður svo ráðleggja megi rétta meðferð. Heilahristingur eða vægur heilaskaði gerist þegar meðvitundartruflun er <30 mínútur, minniskerðing eftir áverka varir <24 klukkustundir og 30 mínútum eftir áverka er GCS>13.

Anna Margrét Halldórsdóttir, Kristján Orri Helgason

Bréf til blaðsins. Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf 18. nóvember

Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál sem nú þegar torveldar meðhöndlun sýkinga og í framtíðinni er hætta á að ekki verði hægt að meðhöndla einfaldar eða alvarlegar sýkingar með sýklalyfjum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógn sem steðji að heilbrigði mannkyns í dag.

 

Agnes Smáradóttir, Sigurdís Haraldsdóttir 

Aðsent efni. OECI vottun – leiðin að alþjóðlegri gæðavottun í greiningu og meðferð krabbameina

Á undanförnum árum hefur krabbameinsgreiningum fjölgað verulega á Íslandi, aðallega vegna hækkandi aldurs og fjölgunar þjóðarinnar, og er spáð 57% fjölgun tilfella fram til ársins 2040.1 Með auknu álagi á heilbrigðiskerfið verður sífellt mikilvægara að tryggja að þjónustan sé skilvirk, örugg og í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið. Þrátt fyrir mikinn faglegan metnað og stöðugar umbætur innan einstakra eininga, hefur skort á samræmd viðmið og yfirsýn.

María Sigurðardóttir

Doktorsvörn við Háskóla Íslands. María Sigurðardóttir

Föstudaginn 26. september 2025 varði María Sigurðardóttir doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Heilsuefling fyrir liðskiptaaðgerð: Áhrif á skurðsýkingar og heilsufar. Samvinna sjúkrahúss og heilsugæslu (Preoperative Optimization in Total Joint Arthroplasty: Infection Risk and Health Effect. Cooperation of Hospital and Primary Health Care).

Arnar Snær Ágústsson

Doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Arnar Snær Ágústsson

Föstudaginn 3. október 2025 varði Arnar Snær Ágústsson doktorsritgerð sína við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif blóðþynningar- og bólgueyðandi lyfja á horfur einstaklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein: lýðgrunduð rannsókn (Impact of anticoagulation and immunosuppressive drugs on the prognosis of patients with colorectal cancer: a population-based study).

Ingólfur Kristjánsson

Bókin Mín. Þroskasaga bókaorms Af ferðalagi, kynnum af fjölbreyttu fólki, stöðum og bókmenntalegri kynleiðréttingu. Ingólfur Kristjánsson

Að læra að lesa er að mörgu leyti hliðstætt því að læra að ganga. Þetta gefur tækifæri til þess að kanna heiminn. Sumir fara aldrei neitt. Aðrir hefja á einhverjum tímapunkti þaulhugsað ferðalag. Þeir eru líka til, menn eins og ég, sem rekur frá ströndinni og berast tilviljanakennt frá bók til bókar. 

 

Árni Johnsen

Dagur í lífi. Sólarhringsvakt í Uppsölum. Árni Johnsen

06:30 Svara tölvupóstum, sem flestir tengjast annaðhvort mínu doktorsverkefni eða rannsóknum annarra á klíníkinni. Áður en ég fékk fastráðningu sagði ég „já“ við öllum beiðnum um aðstoð með tölfræði í rannsóknum, til að festa betur rætur. Sit uppi með það núna.

Þóra Rún Úlfarsdóttir

Sérgreinin mín. Krabbameinslækningar. Fag í sífelldri þróun. Þóra Rún Úlfarsdóttir

 Í dag starfa ég sem krabbameinslæknir á Landspítalanum við Hringbraut með áherslu á krabbamein í meltingarfærum og lungum, sem og ólæknanlegum krabbameinum á höfuð- og hálssvæði. Vinnan er mjög fjölbreytt og skemmtileg en oft krefjandi.

Gunnar Þór Gunnarsson

Liprir pennar. Berlín, Virchow, segulómun, tónlist eða „þangað og heim aftur“, hjartalæknir í námsleyfi. Gunnar Þór Gunnarsson

Það var mikil tónlist í Berlín, ég náði 20-30 tónleikum með djass, samtímatónlist og klassík. Þetta varð ein allsherjar samtenging fyrir mig í tíma og rúmi, stundum ljúfsár. Það væri gaman að lýsa því öllu en hámark þessa pistils er 600 orð.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica