Janúar blaðið
01. tbl. 112. árg. 2026
Ritstjórnargreinar
Fæðuofnæmi á Íslandi: Algengi, þróun og áskoranir í greiningu. Helga Elídóttir
Íslenskir ofnæmislæknar hafa tekið þátt í alþjóðlegum faraldsfræðilegum rannsóknum á sviði fæðuofnæmis og er gerð grein fyrir þeim hér í blaðinu. Það er mikilvægt að þekkja landslag fæðuofnæmis hér á landi í samanburði við önnur lönd, stuðla að öruggri greiningu, aukinni þekkingu á fæðuofnæmi og viðbrögðum við alvarlegu ofnæmi. Það er því ánægjulegt lóð á þær vogaskálar að kynna þær rannsóknir sem hér hafa átt sér stað með von um áframhaldandi frjótt vísindastarf í ofnæmislækningum.
Afleiðingar ómeðhöndlaðs háþrýstings – nýtt ár, ný stefnumörkun. Fyrirbyggjandi aðferðir og snemmbær greining á orsökum. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir
Það er því ljóst að mikilvægt er að greina og meðhöndla háþrýsting rétt. Meðferðin er fyrst og fremst fólgin í því að bæta lífsstíl með bættu matarræði með neyslu á meira grænmeti og ávöxtum, forðast lakkrís og reykingar, draga úr saltneyslu og neyslu mettaðrar fitu, neyta áfengis í hófi, auka hreyfingu, draga úr þyngdaraukningu og greina og meðhöndla þekktar orsakir háþrýstings.
Fræðigreinar
Rannsókn. Taugaþroskaraskanir fyrirbura á Íslandi sem fæddust á árunum 2012 til 2017
Lífslíkur fyrirbura hafa aukist með framförum í meðferð og umönnun þeirra. Minnstu fyrirburarnir eru þó í aukinni hættu á taugaþroskaröskunum og einkennum þeirra, einkum athyglisbresti, einhverfu og stýrifærnivanda. Slíkur vandi getur haft áhrif á nám, tilfinningalíf og hegðun. Algengi eykst með styttri meðgöngu og kynjamunur er oft frábrugðinn því sem sést í almennu þýði. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi taugaþroskaraskana meðal minnstu fyrirbura við 6-7 ára aldur og hve mörgum var vísað á Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR).
Sjúkratilfelli. Fylgikvillar salmonellusýkingar
Yfirlitsgrein. Fæðuofnæmi á Íslandi
Efniviður eru allar þær greinar sem við höfum fundið og fjalla um óþægindi, sem einstaklingar telja sig fá af einhverri fæðu. Einnig er fjallað um niðurstöður úr mælingum á sértækum IgE-mótefnum (sIgE) fyrir einstökum fæðutegundum, húðpróf og ofnæmisþolpróf fyrir fæðu, þar sem Íslendingar koma við sögu. Fyrsta greinin var samstarfsverkefni barnalækna og heimilislækna í Svíþjóð og á Íslandi.
