Nóvember blaðið
11. tbl. 111. árg. 2025
Ritstjórnargreinar
Heimilisofbeldi er algengt og alvarlegt lýðheilsuvandamál. Oddur Ingimarsson
Heimilisofbeldi er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem hefur víðtæk neikvæð áhrif á andlega, líkamlega og félagslega heilsu þolenda auk barna á heimilinu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl heimilisofbeldis hjá konum við einkenni áfallastreituröskunar (PTSD), þunglyndi, kvíða, skert lífsgæði og minni hamingju.
Að sækja um sérnám í Bandaríkjunum: Reynsla tveggja deildarlækna á skurðsviði. Kristín Haraldsdóttir, Hafþór Ingi Ragnarsson
Draumurinn um að verða fullnuma sérfræðilæknir í skurðlækningum á Íslandi rætist ekki án þess að leggja land undir fót. Almennt má gera ráð fyrir að flestir sem stefna á sérnám í Bandaríkjunum taki þá ákvörðun snemma í sínu námi og hefji undirbúning vegna þess, með rannsóknarvinnu, skiptinámi og próftöku fyrir United States Medical Licensing Examination (USMLE), svonefnd Step-próf, og svo framvegis.
Fræðigreinar
Rannsókn. Heimilisofbeldi á Íslandi: Kynjamunur, tengsl við áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíða, streitu, hamingju og félagslegan stuðning
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tíðni heimilisofbeldis á Íslandi meðal kvenna og karla á aldrinum 18 til 80 ára, og rannsaka tengsl heimilisofbeldis við einkenni áfalla-streituröskunar, þunglyndis, kvíða og streitu, og hvernig það tengist hamingju og félagslegum stuðningi.
Rannsókn. Höfuðáverkar á Íslandi: Greining á komum á Landspítala vegna höfuðáverka árin 2010-2023
Höfuðáverkar eru meðal algengustu ástæðna fyrir komu á bráðamóttöku og geta haft víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga og heilbrigðiskerfi. Markmið rannsóknarinnar var að greina tíðni, orsakir, alvarleika og kynjamun í höfuðáverkum á Landspítala á tímabilinu 2010-2023.
Sjúkratilfelli. Svæsin graftarmyndandi svitakirtlabólga meðhöndluð með frumusnauðu fiskroði
Í þessu tilfelli er fjallað um sjúkling með svæsinn sjúkdóm á báðum rasskinnum sem var fyrir á fullum skömmtum af líftæknilyfi. Ákveðið var að reyna meðferð með sárahreinsun og frumusnauðu fiskroði til að forðast umfangsmikla skurðaðgerð. Meðferð gekk vel, sjúklingur er einkennalaus hægra megin 21 mánuði eftir aðgerð og með minniháttar einkenni vinstra megin 7 mánuðum eftir seinni aðgerð þar. Hann er mjög sáttur við ástand sitt.
