„Ég fór þangað sem fjörið var“

Forsíðumynd janúarmánaðar er af Eiríki Jónssyni lækni á svölum heimilis síns í miðbæ Reykjavíkur. Hann hefur gefið út sína fyrstu bók, Andrými – Kviksögur, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki skáldverka.

Janúar blaðið

01. tbl. 112. árg. 2026

Ritstjórnargreinar

Helga Elídóttir

Fæðuofnæmi á Íslandi: Algengi, þróun og áskoranir í greiningu. Helga Elídóttir

Íslenskir ofnæmislæknar hafa tekið þátt í alþjóðlegum faraldsfræðilegum rannsóknum á sviði fæðuofnæmis og er gerð grein fyrir þeim hér í blaðinu. Það er mikilvægt að þekkja landslag fæðuofnæmis hér á landi í samanburði við önnur lönd, stuðla að öruggri greiningu, aukinni þekkingu á fæðuofnæmi og viðbrögðum við alvarlegu ofnæmi. Það er því ánægjulegt lóð á þær vogaskálar að kynna þær rannsóknir sem hér hafa átt sér stað með von um áframhaldandi frjótt vísindastarf í ofnæmislækningum.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Afleiðingar ómeðhöndlaðs háþrýstings – nýtt ár, ný stefnumörkun. Fyrirbyggjandi aðferðir og snemmbær greining á orsökum. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Það er því ljóst að mikilvægt er að greina og meðhöndla háþrýsting rétt. Meðferðin er fyrst og fremst fólgin í því að bæta lífsstíl með bættu matarræði með neyslu á meira grænmeti og ávöxtum, forðast lakkrís og reykingar, draga úr saltneyslu og neyslu mettaðrar fitu, neyta áfengis í hófi, auka hreyfingu, draga úr þyngdaraukningu og greina og meðhöndla þekktar orsakir háþrýstings.

Fræðigreinar

Aldís Eyja Axelsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Ingólfur Einarsson, Kristín Leifsdóttir

Rannsókn. Taugaþroskaraskanir fyrirbura á Íslandi sem fæddust á árunum 2012 til 2017

Lífslíkur fyrirbura hafa aukist með framförum í meðferð og umönnun þeirra. Minnstu fyrirburarnir eru þó í aukinni hættu á taugaþroskaröskunum og einkennum þeirra, einkum athyglisbresti, einhverfu og stýrifærnivanda. Slíkur vandi getur haft áhrif á nám, tilfinningalíf og hegðun. Algengi eykst með styttri meðgöngu og kynjamunur er oft frábrugðinn því sem sést í almennu þýði. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi taugaþroskaraskana meðal minnstu fyrirbura við 6-7 ára aldur og hve mörgum var vísað á Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR).

Hákon Örn Grímsson, Kristín Huld Haraldsdóttir

Sjúkratilfelli. Fylgikvillar salmonellusýkingar

Davíð Gíslason, Michael Clausen, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir

Yfirlitsgrein. Fæðuofnæmi á Íslandi

Efniviður eru allar þær greinar sem við höfum fundið og fjalla um óþægindi, sem einstaklingar telja sig fá af einhverri fæðu. Einnig er fjallað um niðurstöður úr mælingum á sértækum IgE-mótefnum (sIgE) fyrir einstökum fæðutegundum, húðpróf og ofnæmisþolpróf fyrir fæðu, þar sem Íslendingar koma við sögu. Fyrsta greinin var samstarfsverkefni barnalækna og heimilislækna í Svíþjóð og á Íslandi.


janúarblaðið

Umræða og fréttir

Olga Björt Þórðardóttir

„Ég fór þangað sem fjörið var“

Eiríkur Jónsson var, þar til fyrir þremur árum, yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar Landspítala og hefur verið lykilmaður í þróun fagsins hér á landi, menntað kynslóðir lækna og unnið að því að færa skjólstæðingum sínum betri líðan og bætt lífsgæði. Í ár fór hann nýja og óvænta leið: gaf út sitt fyrsta rit, Andrými – kviksögur, bók sem er jafn mikil formtilraun og hún er persónulegt ferðalag. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki skáldverka. Læknablaðið hitti Eirík á fallegu heimili hans í miðborginni til að ræða bókina, lífið sem læknir, kennsluaðferðir og lífsviðhorfin sem hafa mótað starf hans.

Olga Björt Þórðardóttir

Er öryggi sjúklinga ógnað af erlendum starfskröftum?

Ný tungumálastefna Landspítala, þar sem kveðið er á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans og að starfsfólk í beinni þjónustu við sjúklinga skuli skilja og tala íslensku, hefur vakið verulegar umræður innan heilbrigðiskerfisins. Í tilkynningu spítalans í byrjun desember er lögð áhersla á að stefnan sé liður í að tryggja öryggi sjúklinga. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, segir að stefnan sé ekki nægilega útfærð því erlendir læknar gegni víða lykilhlutverkum.

Málverk afhent Læknafélagi Íslands

Stjórn Læknafélags Íslands þakkar Ólafi Jónssyni af heilum hug fyrir þessa góðu gjöf. Myndinni verður fundinn viðeigandi staður í húsakynnum félagsins í Hlíðasmára 8, Kópavogi.

Katrín Þórarinsdóttir

Fjölbreytt og fræðandi dagskrá á boðstólum á Læknadögum

Að vanda verður mikið um að vera á Læknadögum í Hörpu dagana 19.-23. janúar næstkomandi. Á hverjum degi verða sex málþing og þrír til fimm hádegisfyrirlestrar.

Steinunn Þórðardóttir

Úr penna stjórnarmanna LÍ. Í átt að öflugra faghlutverki Læknafélags Íslands. Steinunn Þórðardóttir

Á heimsvísu eru félög lækna í þeirri lykilstöðu að hafa innan vébanda sinna gríðarlega breiðan og fjölbreyttan hóp félagsfólks sem býr að þekkingu sem er lífsnauðsynleg velsæld samfélaganna sem félögin starfa í. Læknafélög eru miklu meira en stéttarfélög sem sýsla með kjarasamninga og eru læknar meðvitaðir um mikilvægi þess að faghluti félaga þeirra sé öflugur og virkur.

Olga Björt Þórðardóttir

„Við ávísum bæði fyrir sjúklinga og jörðina“

Þegar læknar ræða um sjálfbærni snúast umræðurnar oftast um orkunýtingu sjúkrahúsa, endurvinnslu efna eða kolefnisspor samgangna og innviða. Sjaldan eru lyf, sjálf undirstöðuverkfæri nútímalækninga, í aðalhlutverki þegar rætt er um umhverfislega ábyrgð. En fyrir dr. Björn Ericsson, heimilislækni og til margra ára formann lyfja- og meðferðarráðs í sænska héraðinu Gävleborg, eru lyf eitt af vanmetnustu en jafnframt mikilvægustu stoðum sjálfbærrar heilbrigðisþjónustu. 

Olga Björt Þórðardóttir

Danska höfuðverkjamiðstöðin: Einstakt módel samþættrar meðferðar við mígreni

Fáar læknisfræðilegir sérgreinar hafa tekið jafn miklum breytingum á undanförnum áratugum og höfuðverkjalæknisfræði. Í miðri þessari þróun hefur danska höfuðverkjamiðstöðin við Ríkisspítalann í Glostrup orðið ein áhrifamesta miðstöð heims í klínískri nýsköpun, vísindalegum uppgötvunum og þverfaglegri meðferð. Í hjarta þessarar þróunar stendur dr. Lars Bendtsen, yfirlæknir, rannsakandi og fræðimaður, sem hefur um þrjátíu ára skeið mótað nútíma meðferð við mígreni í Danmörku og langt út fyrir landamærin.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

„Þessi saga er merki um íslenska brjálsemi í sinni tærustu mynd“

Klíníkin Ármúla er læknamiðstöð þar sem framkvæmdar eru fjölbreyttar aðgerðir, bæði þar sem sjúklingar útskrifast samdægurs og einnig þær sem krefjast innlagnar. Þeir Hjálmar Þorsteinsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, Kristján Skúli Ásgeirsson, sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum, og Hrólfur Einarsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, komu í Læknavarpið og sögðu frá ferlinu við stofnunina, starfseminni og baráttunni við kerfið.

Doktorsvörn við Háskóla Íslands: Hildur Margrét Ægisdóttir

Föstudaginn 12. desember 2025 varði Hildur Margrét Ægisdóttir doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Erfðir hjartsláttartruflana, raflífeðlisfræði hjartans og yfirliðs.

Doktorsvörn við Háskóla Íslands: Vaka Kristín Sigurjónsdóttir

Vaka Kristín Sigurjónsdóttir varði doktors-ritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þann 18. nóvember síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið: Árangur nýraígræðslna hjá börnum: lífmerki og áhættumat til ákvörðunar ónæmisbælandi meðferðar.

Karl Kristjánsson

Bókin mín. Lestrarnautnin endurheimt. Karl Kristjánsson

Um tíma í læknadeildinni missti ég eiginlega þennan hæfileika til yndislestrar, var einhvern veginn alltaf að reyna að muna öll nöfn og smáatriði í bókinni þannig að maður náði ekki að hverfa inn í söguna eins og áður.

Berglind Bergmann

Dagur í lífi. Milli lífs og lærdóms: Dagur medisíners á gjörgæslu. Berglind Bergmann

07:30 Flensutíminn er hafinn. Nöfn forfallaðra svæfingalækna eru lesin upp á morgunfundi. Maður veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að fresta aðgerðum. Nei, einhvern veginn ná þessir öflugu kollegar að láta dæmið ganga upp.

Brynjar Viðarsson

Sérgreinin mín. Fjölbreytt og krefjandi sérgrein. Brynjar Viðarsson

Eftir kandidatsárið á Akranesi langaði mig til að verða skurðlæknir. Sótti spenntur um sérnámsstöðu á skurðdeild Landspítala en fékk engin svör. Lyflækningadeild Landspítala bauð mér hinsvegar stöðu sem ég þáði.

Ingigerður Sverrisdóttir

Sérgreinin mín. Blóðlækningar: Tilviljun eða gripu örlögin í taumana? Ingigerður Sverrisdóttir

Mér varð fljótt ljóst á fjórða ári í læknanáminu að ég yrði aldrei skurðlæknir enda er ég með ákaflega lélega rýmisgreind. Lyflækningar heilluðu og ég var svo heppin að fá að vera á blóðlækningadeildinni í tvær vikur. Ég heillaðist algjörlega af faginu og varð nokkurn veginn viss um að ég vildi verða blóðlæknir.

Aðalheiður Jóhannesdóttir

Liprir pennar. Hvernig fer maður af öldrunardeild í Lillehammer inn í A-landslið kvenna í knattspyrnu? Aðalheiður Jóhannesdóttir

Þá gat ég ekki lengur skýlt mér á bak við ósátta eigin- eða yfirmenn og var allt í einu lögð af stað til Algarve. Ég lenti ósofin og hálfrugluð í Faro, var skutlað beint upp á hótel og troðið í íþróttagalla sem gerði ekkert sérstaklega mikið fyrir mig.

Olga Björt Þórðardóttir

Mistúlkanir á reglugerð ógna fagþekkingu á Íslandi

Íslensk heilbrigðisþjónusta hefur lengi notið góðs af læknum sem sækja sérmenntun til Bandaríkjanna. Þar hefur sérnámið oft boðið upp á undirgreinar sem ekki eru kenndar á Íslandi. Þrátt fyrir þetta hafa útskrifaðir sérfræðingar frá Bandaríkjunum undanfarið fengið synjanir eða langvarandi tafir á starfsleyfi og óttast margir að mistúlkun á reglugerð frá 2023 af hálfu embættis landlæknis geti skert faglega þjónustu hér á landi.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica