11. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Læknar í verkfall

Það er sögulegt móment þegar tekin er mynd af fyrstu verkfallsvakt lækna mánudagsmorguninn 27. október 2014. Hún stillir sér upp grá eða blá fyrir járnum, á hraðri leið úr Hlíðasmára og út á akurinn. Konurnar á vaktinni voru galvaskar að morgni dags og búnar að fá skýr fyrirmæli um það frá formanni, framkvæmdastjóra og lögfræðingi Læknafélagsins að hverju beri að gá og hafa eftirlit með á verkfallsvakt. Það er ekki á hverjum degi sem launamenn standa frammi fyrir svona verkefni, og það hefur aldrei gerst áður í sögunni að komið hafi til verkfalls lækna hérlendis. Frá vinstri eru heimilislæknarnir Þórdís Anna Oddsdóttir, Björg Þ. Magnúsdóttir, Sigríður Ýr Jensdóttir og Elínborg Bárðardóttir. Mynd VS.Þetta vefsvæði byggir á Eplica