05. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar


Mynd af keppendum. Frá vinstri: Tómas Andri Axelsson læknanemi, Simon Morelli 
deildarlæknir, Karl Erlingur Oddason deildarlæknir, Laufey Dóra Áskelsdóttir lækna-
nemi og Eyþór Björnsson læknanemi sem fékk Hvatningarverðlaun Jónasar 
Magnússsonar. Myndina tók Helgi Kjartan Sigurðsson.

Helgina 4.-5. apríl síðastliðinn fór fram Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands (SKÍ) og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands (SGLÍ) í Hörpu en í ár kom Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) einnig að þinginu. Þingið tókst mjög vel og það sátu hátt í 350 manns sem er nýtt þátttökumet.

Fyrir þingið voru valin 5 bestu erindi læknanema eða unglæknis úr 43 innsendum ágripum. Þessi erindi kepptu síðan til Hvatningarverðlauna sem kennd eru við Jónas Magnússon prófessor og fór keppnin fram í Kaldalónssal Hörpu á laugardeginum.

Sigur úr býtum bar Eyþór Björnsson læknanemi á 4. ári fyrir verkefnið: Algengir erfðaþættir kransæðasjúkdóms hafa áhrif á útbreiðslu sjúkdómsins. Þetta er framhald af þriðja árs verkefni Eyþórs við læknadeild Háskóla Íslands sem hann hefur unnið frekar í á síðastliðnu ári í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og lækna á Landspítala, meðal annars Guðmund Þorgeirsson prófessor.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica