04. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Heilsan eftir hrunið

Stærðarinnar grein er í nýjasta tölublaði sænska læknablaðsins eftir Mattias Strand og Örnu Hauksdóttur sem hefur rannsakað afleiðingar bankahrunsins á heilsu Íslendinga og er í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum. Niðurstöður greinarinnar eru meðal annars þær að hjartasjúkdómar og meira stress kom í ljós hjá konum í kjölfar hrunsins, einkum hjá atvinnulausum konum, konum á skólabekk og einstæðum mæðrum. Almennt virðist heilsa fólks verða verri í góðæri en betri á mögrum árum. Ástæðurnar eru ekki ljósar en tengjast lífsstíl, hins vegar virðist geðheilsu hraka í kreppu. Í greininni er rakið að Íslendingar hafi slegið af reykingum og áfengisdrykkju um 12,4 % á móti 9,8%, sælgætisát drógst saman um 17,3%, skyndibitaát um 17,5% og gosdrykkja um 9,0%. Við borðuðum talsvert minna af ávöxtum og grænmeti eftir hrunið en fiskneysla jókst og við sofum mun meira en áður. Þetta eru forvitnilegar niðurstöður og ekki bara fyrir Íslendinga, því fjárhagur allra jarðarbarna hefur sveiflast mikið á undanförnum árum. Vísindamenn um allan heim eru í óða önn að raða saman upplýsingum um áhrif hruns og kreppu í þjóðarhag á heilsufar fólks.

Hér er slóðin inn á þessa forvitnilegu grein: lakartidningen.se/Klinik-och-vetenskap/Rapport/2014/03/Ekonomiska-cykler-och-folkhalsa-Island-i-bankkrisens-spar/



Þetta vefsvæði byggir á Eplica