03. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Landlæknisembættið 250 ára

Landlæknisembættið fagnar 250 ára afmæli sínu í ár en það var stofnað 18. mars 1760 og mun því vera með elstu embættum landsins af veraldlegum toga.

landl+Oknir
Lækningaminjasafnið á leiðinni til byggða, myndin tekin í október 2009.
Mynd: Védís.

Í tilefni þessara tímamóta er ráðgert að efna til ýmissa viðburða og verkefna á vegum landlæknisembættisins. Efnt verður til hátíðardagskrár á afmælisdaginn 18. mars sem fram fer í hátíðasal Háskóla Íslands og verða þar flutt erindi um ýmsa þætti í sögu embættisins frá öndverðu og litið yfir þróunina til þessa dags. Heilbrigðisráðherra ávarpar samkomuna, en fundarstjórar verða Örn Bjarnason læknir og Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir.

Á afmælisárinu er ráðgert að gefa út röð greina á vef landlæknisembættisins sem sérfræðingar embættisins skrifa og munu fjalla um margvíslegan fróðleik úr sögu landlæknis og heilbrigðismála á Íslandi.

Samvinna hefur tekist með landlæknisembættinu, Garðyrkjufélagi Íslands, Læknafélagi Íslands, Lyfjafræðingafélagi Íslands, Lyfjafræðisafninu, Lækningaminjasafni Íslands og Seltjarnarnesbæ um stofnun urtagarðs í Nesi við Seltjörn og er ráðgert að opna hann næsta sumar. Garðurinn verður hluti Lækningaminjasafnsins í Nesi og er stofnaður til að minnast 250 ára afmælis landlæknisembættisins, 125 ára afmælis Garðyrkjufélags Íslands og til minningar um fyrsta íslenska lyfsalann, Björn Jónsson, sem mun hafa stofnað og annast lækningaurtagarð í Nesi.

Nánar má lesa um hátíðardagskrána og viðburði afmælisársins á vefsíðunni www.landlaeknir.is




Þetta vefsvæði byggir á Eplica