01. tbl. 91. árg. 2005

Fræðigrein

Glæpir og geðveiki

Læknablaðið 1925-34

Fyrirlestur fluttur í Málflutningsmannafélagi Reykjavíkur - 12. febr. 1932 Læknablaðið 1932; 18: 1-9

Háttvirtu áheyrendur!

Eins og yður er kunnugt má skoða glæpina frá ýmsum hliðum.

1) Sem objektiv socialpsykologisk fyrirbrigði, þ.e. fyrirbrigði sem hafa ákveðin psykologisk áhrif á borgarana yfirleitt.

2) Sem subjektiv individual-psykologisk fyrirbrigði, þ.e. eftir viðhorfihinsbrotlegamannssjálfs til þess hvernig á glæpnum standi.

3) Sem juridisk fyrirbrigði.

4) Sem biologisk medicinsk-psykologisk fyrirbrigði.

Júridískt eru glæpir ákveðnir verknaðir, tilteknir í hegningarlögum landanna og taldir refsiverðir samkvæmt þeim. Hegningarlögin eru m.ö.o. fyrst og fremst um ákveðna verknaði en ekki um mennina. Þeir sem framkvæma þau hafa að vísu með menn að gera en þó hefirþað ekki alltaf verið svo, sbr. það er menn áður dæmdu og refsuðu dauðum hlutum og dýrum.

Læknisfræðilega eru glæpirnir aftur á móti aðeins einkenni um sálarástand manns eins og hvert annað framferði hans, án tillits til hegningarlaganna eða annarra laga. Eins og öll önnur medicínsk einkenni eru þeir árangur af samhrifum einstaklingsins og umhverfisinsafgagnkvæmum áhrifum þess á hann og hans á það.

Læknirinn tekur þá eins og hvert annað problem er hann hefirmeð að gera: 1) Safnar saman einstökum facta og 2) leitast síðan við að skýra orsakasamband þeirra samkv. Almennum fysiólógískum eða patólógískum lögmálum fræðigreina sinna, m.ö.o. hann reynir að finnaorsakasambandið á milli vissra mannlegra eiginleika og vissra atriða úr umhverfimannsinsoghins glæpsamlega afbrots. 3) sér læknirinn máske einhver ráð til þess að fara með „sjúklinginn" þannig að honum verði minna hætt við að gerast á ný sekur í hinu sama. Þó ég segði „sjúklinginn" þá meinti ég það auðvitað í gæsalöppum því það er engan veginn víst að endilega þurfiað vera um að ræða sjúkling í þessa orðs þrengstu og eiginlegustu merkingu.

Glæpsemi er auðvitað sósíalt hugtak en ekki bíó-lógískt medicínskt, en það útilokar ekki að beitt verði

raunvísindalegum, bíólógískum hugsunarhætti gagnvart þeim atriðum hjá einstaklingi og umhverfisemtelja verður orsakir glæpseminnar.

Bíólógískt er þjóðfélagið aðlögunarfyrirbrigði, „adaptions-" eða „tilpasningsfænomen". Einstaklingarnir verða að laga sig nokkuð hver eftir öðrum, í þágu heildarinnar, og þar með þeirra sjálfra. Þeir þurfa að hafa nokkrar hömlur á séróskum sínum og athöfnum og öllu framferði yfirleitt.

Séð frá þessu bíólógíska sjónarmiði eru glæpirnir „disorders of conduct" vegna ófullnægjandi eða rangr-ar aðlögunar þeirra einstaklinga er þá fremja að hinum, þ.e. þjóðfélagsheildinni.

En geðveiki eða geðveilur allskonar birtast einnig sem „disorders of conduct" vegna ófullnægjandi eða rangrar aðlögunar sjúklinganna að umhverfinueða heildinni.

Það er því síst að undra þótt menn frá alda öðli að heita má hafiþóst sjá samband á milli glæpsemi og geðveiki; Stoikarar töldu jafnvel að sögn flestaeða alla glæpi undir insania. Nánari vísindalegar rannsóknir á þessu sambandi hafa þó fyrst verið gerðar á seinni tímum. Skal ég leyfa mér að minnast á nokkrar aðalniðurstöðurnar þó yður séu þær auðvitað flestum meira eða minna kunnar, a.m.k. þeim sem fylgst hafa með þróun pósitífu krimínólógísku stefnunnar (Lombroso, Ferri og Garofali skólanum er kom fram 1878.)

Þegar hugsað er út í hvaða einkenni það eru sem marg-ir geðveikir eða geðveilir hafa verður mönnum þegar í stað skiljanlegt hve auðveldlega geti verið samband á milli glæpa og geðveiki. Mennirnir geta verið frá æsku eða fyrir síðar tilkomið áfall, vanþroska eða misþroska, almennt eða á sviði tilfinningalífseðaviljalífs eða hugsana. Þeir geta einnig eftir að þeir eru orðnir fullþroska að mestu eða öllu leyti orðið fyrir sjúkdómi þannig að dragi úr andlegu lífiþeirraáöllum eða einstökum sviðum. Í báðum tilfellum er þeim hætt við misvægi í tilfinningalífi og þar með athafnalífi,allt á milli algerðrar stirðnunar og athafnalömunar og hinna hrottalegustu skammhlaupaverka fyrir sjúklegs örleika sakir; hvatalíf þeirra getur verið aukið eða öfugsnúið, einkum er það svo um kynhvatirnar. Oft eru sjúkl. haldnir ofskynjunum eða misskynjunum sem hræða þá eða ógna þeim, ofsóknarhugmyndum, þokuvitund eða rugli o.s.frv.

Það er auðvitað ógerlegt að segja nákvæmlega um hve oft andleg afbrigði eða sérbrigði eru völd að lagabrotum. Hvorki komast nærri öll lagabrot upp né heldur er andlegt ástand allra lögbrjóta rannsakað. Geðveikralæknar sem taka við „nýjum" sjúklingum, þ.e. sem fá sjúklinga sína beint utan úr lífinuenekkieftir að hafa farið fyrst í gegnum aðgreiningarstöð rekast mjög oft á margt það í sögu sjúklinga sinna sem vafalaust heyrir undir lagabrot en af ýmsum ástæðum ekki hafa orðið nein „mál" út úr. Oft er upplýst að sjúkl. hafa áður verið brotlegir við hegningarlögin. Sioli fann t.d. í Frankfurt a.M. á geðveikisdeild þar að 1/3 af karlsjúklingum hafði verið refsað áður fyrir brot á hegningarlögunum. Sömu tölur fann Aschaffen-burg, annar þýskur geðveikralæknir við rannsóknir í mörgum geðveikraspítölum í Þýskalandi. Oluf Kinberg í Stokkhólmi, er m.a. hefirrannsakað öll réttarpsychiatrisk tilfelli í Svíþjóð síðan 1901, áætlar almennt krimínalitet geðveikra margfalt hærra en ekki geðveikra, og specielt krimínalitet, þ.e.a.s. vissar tegundir glæpa 12-200 sinnum algengara meðal geðveikra en ekki geðveikra.

Allar kunnar rannsóknir benda yfirleittí þá átt að krimínalitet meðal geðveikra og geðveilla sé miklu meira en meðal hinna andlega heilu.

Þó er langt frá að til sé nokkur glæpsemisgeðveiki; þvert á móti virðist hvaða tegund andlegs abnormali-tets sem er geta orðið valdandi að svo að segja hvaða glæp sem vera skal enda þótt að vissar teg. geðveiki og geðveilu einkum verði valdandi að vissum tegundum glæpa eins og ég seinna mun minnast á.

Önnur leið sem farin hefirverið til þess að rannsaka sambandið á milli glæpa og geðveiki er sú að rannsaka sálarástand fanga. Nokkrar nýjustu rannsóknir á því sviði skal ég nefna. Goring rannsakaði 3000 fanga í Englandi og fann að 10-20% af þeim voru haldnir þungum geðsjúkdómi eða voru mjög geðveilir. Vægari stigin rannsakaði hann eigi. Með líkum mæli var geðveikistalin hjá þjóðinni sem heild ca. 3‰. Í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku fundu menn álíka tölur, 10-15%. Seinni og miklu nákvæmari rannsóknir, eins og George E. Schröders í Kaupmannahöfn og Will. Healy í Boston, þar sem einnig er gerð grein fyrir vægari stigum andlegra afbrigða meðal fanga, sýna að 25-30% af þeim hafa verið psykiskt abnorm á einhvern hátt, flestir–ca.20%–haldnirhinni svonefndu degeneratio psykopathia (andlegri brenglun), 8-10% andlega vanþroska, 1-2% haldnir eiginlegum geðsjúkdómi.

di Tullio hefir1929birtrannsóknir 8000 föngum í Róm og finnurgeðveiki eða geðveilur hjá meir en helmingnum, 4364, – en hann telur alkóhólískar komplíkasjónir með og þær eru í 1104 tilfellum. Hinir telja þær í flokkifyrirsig.

1929 hefur Will. Healy enn birt rannsóknir á orsökinni til glæpa á 823 karla og kvenna, og tilfærir andleg abnormalitet sem aðalorsök í 490 tilfellum, sem auka-orsök í 135, alkóhólisma og vandræði á heimilunum í 162 til fellum o.s.frv. – Andleg abnormitet eru hjá honum sem sé langalgengustu orsakirnar.

Fyrir nokkrum árum birti Gluck skýrslu um rannsóknir á 608 nýjum föngum í Sing-Sing fangelsinu í New York. 59% sýndu sig að vera andlega áfátt að einu eða öðru leyti, 28,1% voru að gáfnafari svarandi til 12 ára barna eða yngri, 18,9% voru þannig andlega

brenglaðir að óhugsandi virtist að þeir gætu aðlagast kröfum nútímaþjóðfélags, 12% voru haldnir ákveðnum geðsjúkdómi.

Loks hefirCaldwell 1929 gert rannsóknir á andlegum þroska – gáfnafari – 492 drengja, að meðaltali 14 ára, og 252 stúlkna í Wisconsin sem gerst höfðu sek um glæpi. – Gáfnafarið er oft gefið upp í gáfna-farskvótanum en það er hlutfallið á milli gáfnafars-aldursins og almanaksaldursins, – Gk = Ga/Aa. Ef t.d. 10 ára unglingur aðeins leysir þau gáfnapróf sem svara til 6 ára þá er Gk = 6/10 = 60%, eða 60 eins og það er stytt venjulega.

Gáfnafarskvótinn er talinn haldast óbreyttur alla ævi, frá 4-5 ára aldri. Kvóti á milli 86 og 105 er talinn normal, undir 86 fyrir neðan meðalgáfur, yfir105meir en meðalgáfur. Meðal barna upp og niður voru 11,2 undir meðal, 349 yfirmeðalgáfum; meðal kriminellu barnanna voru 64,9 undir en aðeins 1,6% yfirmeðaltalinu.

Nýlega hefirausturrískur læknir, próf. Michel, birt mjög nákvæmar rannsóknir á nokkrum hundruðum vana-glæpamanna. 83% þeirra höfðu meiri eða minni einkenni geðveiki eða geðveilu. Nokkuð sama fann áður próf. Reiss í Ludwigsberg, 88%. Auk almenns andlegs vanþroska ber einkum á misvægi í tilfinningalífiþessara manna. Orsakir afbrotanna mátti að heita alltaf rekja til „meðfæddra" eiginleika hjá mönnum þessum. Hjá 11% virtist um ættgenga andlega veilu að ræða, oft voru heilar fjölskyldur krimínellar og þær eru vanalegar stórar. Vana-glæpamennirnir áttu að meðaltali 4 systkini hver. Ökonomískar kringumstæður foreldranna vanalega góðar en afleittfjölskyldulíf vegna geðveilu foreldranna og einkum alkóhólisma föðurins (í 40%). 20% = 5. hver þessara manna hafði orðið brotlegur við hegningarlögin þegar á barns- eða uppvaxtarárunum. Allskonar eiturnotkun er mjög algeng með vana-glæpamönnum, fyrst og fremst óhófleg tóbaksnautn, alkóhólismi (50%), einnig morfín- og kókaínnotkun. Oftast eru þeir hypersexuell og oft sexuelt abnorm á einn hátt eður annan.

Rannsóknir þessar benda til þess að vana-glæpamenn séu að heita má allir eitthvað psykiskt abnormir.

Eins og ég tók fram þá er ekki til neinn sérstakur geðsjúkdómur sem glæpsemin sé aðaleinkennið upp á. Og heldur ekki er til nein sérstök manntegund sem glæpsemin sé sérkennileg fyrir. Lombrosos L’huomo delinqvente er að geðveikralækna dómi ekki til í hinni upprunalegu meiningu Lombrosos þó að rit hans vafalaust eigi rót sína í raunveruleika eins og ég síðar mun koma að. Hið einasta krimínella sérkenni sem flestirvístviðurkennaaðsétilerhiðkrimínellaaugnaráð sem mér vitanlega engum hefirþóennþátekist að lýsa en sem mjög æfðir spesíaldómarar og mjög æfðir réttarlæknar telja sig þekkja með vissu.

Hvaða glæpi fremja geðveikir einkum?

Skýrslum um þetta virðist bera nokkuð vel saman frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Ég tek því sem dæmi skýrslu sem mér er vel kunn af vissum ástæðum.

1212 menn sem 1905-26 höfðu verið lagðir á VI. deild á Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn, observationis causa, voru langflestir,745,þar vegna auðgunarbrota, 233 vegna skírlífisbrota í víðustu merkingu, 122 vegna ofbeldisverka. Aðrir glæpir voru miklu sjaldgæfari (Wimmer).

Auðgunarglæpirnir eru vitanlega langalgengastir eins og í öllum krimínalstatistíkum. Andleg afbrigði þeirra er þá höfðu framið var fávitaháttur á ýmsum stigum í 208 tilf. og svonefnd degeneratio psycho-pathia, – eða andleg brenglun, án þess að um sérstakan geðsjúkdóm sé að ræða – í 243 tilf., þ.e.a.s. sumpart menn sem fyrir skynsemisskort eða aðra vöntun veitir erfittað komast heiðarlega í gegnum lífið og sumpart menn sem beint eru háðir asósíal og amórölskum hvötum og tilhneigingum að mjög miklu leyti. Organískir heilasjúkdómar og alkóhól sem á líkan en máski vægari hátt brýtur niður andlegar hömlur manna, leggja drjúgan skerf til andlegs afbrigðiástands sem verður valdandi margra þessara glæpa.

Annar aðalflokkurinnvoruallskonarskírlífisbrot, 213 voru í honum; var aðallega um 3 teg. andl. abnormitets að ræða: fávitaháttur (60), degen. psycho-pathia (70) og sljóvgaðir (43), aðallega fyrir elli sakir.

Þriðji aðalflokkurinnerofbeldisverk, 122 afbrot. Er hér oftast um degen. psychop. og fávitahátt eða alkóhólismus að ræða, sjaldnar nokkuð um geðsjúkdóminn paranoia, melancholi, flogaveikio.fl.–Di Tullio sem ég áðan minntist á hefirhafttækifæri til þess að rannsaka 400 morðingja. Hann álítur að 373 þeirra hafiverið psychisk abnorm með einu móti eða öðru. 137 höfðu epilepsi, 175 „neurastheni", 45 degen. psychop. Kinberg álítur morðingja allt að 200 sinnum oftar geðveika en heilbrigða.

M.ö.o.: Vissir glæpir hljóta mjög að vekja grun um geðveiki hjá þeim er þá fremja. En það eru einkum öll hryðjuverk, morð, íkveikjur og aðrar skemmdir, mis-þyrmingar og kynferðisglæpir sem hér koma til greina.

Alveg sérkennileg einkenni fyrir afbrot geðveikra eru ekki til. Þó getur eins og ég minntist á tegund glæpsins vakið grun um geðveiki; ennfremur getur það hvernig hann er framinn leitt líkur að því að um geðveiki sé að ræða, og loks það gagnvart hverjum glæpurinn er framinn.

Sumir geðveikir, t.d. paranoia-sjúklingar og sjúkl. með degen. psychopathia, geta verið afar útspekú-leraðir í glæpum sínum eins og öðrum gerðum; fá-vitar eru oft einnig talsvert útsmognir. Oftar eru þó glæpir geðveikra frekar einskonar skyndibrögð, óundirbúnir, illa eða rang-hugsaðir, klaufalega eða

kjánalega framdir. Er þetta mjög ljóst með sljóvgaða sjúkl. fyrir elli eða sjúkdómssakir, svo og með fávita. Þannig kemur fyrir að þeir t.d. stela um hábjartan dag, frammi fyrir augunum á eigandanum að heita má, standa máski og masturbera eins og þeim sýnist coram publico eða eru áberandi sexuel í framkomu gagnvart konum, án tillits til þess hver kunni að vera viðstaddur annar. – Lík, ósjálfráð skyndibrögð, „automatiske og impulsive handlinger" koma oft fyrir í þokuvitundarástandi vegna flogaveiki,alkóhólnautnar eða ofsalegra geðbrigða.

Í enn öðrum tilfellum er það grimmd sú sem lýsir sér í glæpnum sem grun vekur um geðveiki, t.d. við nauðgunarglæpi, misþyrmingar, morð o.s.frv. Er þá langoftast um að ræða þokuvitund fyrir geðshræringarsakir hjá sjúklingum sem haldnir eru degeneratio psychopathia, stundum einnig hjá fávitum.

Gegn hverjum glæpurinn er framinn er oft nóg til þess að vekja grun dómarans um geðveiki. T.d. þjófnaður á allskonar ónothæfu rusli, nauðgunartil-raunir við háaldraðar konur eða ungbörn, árásir á alsaklausa menn, morð á eiginkonu eða eiginmanni eða börnum. Þó geta við barnsmorð legið svo sterk „sósíal, ökónómísk eða ómórölsk mótíf" (Wimmer) til grundvallar að þau fullskýri oft glæpinn. En oft er þess að gæta að þessi mótíf ná einmitt því aðeins því valdi á viðkomanda sem raun er á að hann hefirverið eitthvað andlega vanheill. – Um barnsmorð rétt eftir fæðingu er oftast nær öðru að gegna. Konur eru þá oft í þokuvitundarástandi eða ruglast um stundarsakir – í „transitorisk Taagetilstand" – vegna líkamlegra eða andlegra orsaka, og kemst þá engin hugsun að hjá þeim er þær fremja glæpinn.

Ég hefitekiðframaðtegundglæpa,hvernigþeireruframdir og gegn hverjum þeir eru framdir, allt getur orðið til þess að vekja grun dómarans eða annarra um að sá sem þá hefirframiðséekkiandlegaheill.

Vissa fyrir því hvort um geðveiki sé að ræða eða ekki getur aðeins fengist með því að rannsaka manninn psykiatriskt sem í sumum tilfellum er auðvitað auðgert en í mörgum öðrum mikið og vandasamt verk.

Er þá fyrst að ákveða almennt andlegt þroskastig viðkomanda, en þar greinum við geðveikralæknar á milli idioti eða fábjánaskapar, imbecilitas, eða hálfbjánaskapar, debilitas mentalis, eða kjánaskapar – alla flokkanaí einu nefnum við inferioritas mentalis, eða fávitahátt.

Er auðskilið að fávitar fremji oft glæpi ef menn hugsa út í vitsmunalegan vanþroska þeirra, vanþroska og taumlaust tilfinningalíf þeirra og vantandi skilning á jafnvel einföldustu siðferðislögmálum.

Við fávitahátt er sem dregið sé úr andlegum þroska manns á öllum sviðum, að hann hafialdreináð því stigi sem talið er normalt.

Í öðrum tilfellum er sem þroskinn hafiorðið fullkominn á sumum sviðum en sé aftur mjög ábótavant á öðrum, þannig að um andlega vansköpun er að ræða. Þeir geta t.d. verið intellektúelt sæmilegir eða jafnvel afburða en tilfinningalífið og viljalífið svo brenglað að þessir menn eru meira og minna siðferðilega örvasa, og allajafna með annan fótinn í geðveiki. Smááföll velta þeim yfirí augljósan geðsjúkdóm. Þannig getur t.d. verkað smávægilegur líkamlegur sjúkdómur, akút fyllerí, ofreynsla eða aðeins geðshræring. Slík sjúkleg andleg brenglun er einu nafni nefnd degeneratio psychopathia, sjúklingarnir dégénérées supérieurs eða psychopathar.

Við orðið degeneration hefirhjá leikmönnum vilj-að loða negatíft mat, fyrir óskýra hugsun þeirra sem fyrst notuðu það, en ekkert slíkt eigum við geðveikra-læknar nú á tímum við með orðinu. Við teljum engan kominn til að sanna það að nokkurt andlegt los sé ekki einmitt heppilegt fyrir menn, að minnsta kosti undir vissum kringumstæðum. Þar fyrir getur það ver-ið sjúklegt. Þegar um brenglun er að ræða eru sumstaðar lægðir, annarsstaðar hæðir; eins er um þessa menn, að séu lautir, holur eða jafnvel göt hjá þeim sumstaðar, þá eru líka þúfur, hæðir, hólar og jafnvel fjöll hjá þeim á öðrum sviðum. Sérkennilegt fyrir þá er yfirleittandlegt ójafnvægi sem getur haft sína kosti þótt það einnig hafisína ókosti.

Það er vanalega tiltölulega saklaust þótt menn vanti t.d. músíkgáfur eða háfleygustureikningsgáfur, aftur á móti getur það verið í meira lagi alvarlegt ef t.d. siðferðishugtökin vantar alveg eða að miklu leyti, menn eru þá „moral insane" eða jafnvel að því er stundum virðist fæddir lögbrjótar, delinqventi nati.

Degeneratio psychopathia getur bæði verið meðfædd eða síðar tilkomin, af heilasjúkdómum í barnæsku eða öðrum áföllum, en oft er ókleift að gera sér grein fyrir uppruna hennar. – Fávitahátt og degen. psychopathia nefni ég einu nafni geðveilur.

Nákvæmasta statistík yfirgeðveika og geðveila sem til er frá Englandi og Wales 1926. 8,3% af öllum íbúum reyndust að koma undir þetta annaðhvort eða hvorttveggja.

Degeneratio psychopathia er langalgengasta and-lega afbrigðið hjá öllum flokkumglæpamanna, öðr-um en þjófum, ofbeldisbófum, íkveikjumönnum og siðleysingjum. Meðal þeirra eru fávitarnir nokkru algengari. Samtals eru í þessum 2 flokkum2/3-3/4 allra þeirra glæpamanna sem eru andlega sjúklega frábrugðnir heilbrigðum mönnum.

Hinn 1/3-1/4 parturinn er haldinn hinum eiginlegu geðsjúkdómum, þar með talinn alkóhólismi, morfínismi, sefasýki og flogaveiki.

Stærstu geðsjúkdómaflokkarnireruhinsvonefndamanio-depressiva geðveiki, dem. præcox og paranoia. Auk þess er fjöldi annarra, eins og t.d. af sýfilítískum uppruna, geðveiki fyrir æðakölkunar eða elli sakir o.s.frv.

Fyrsti flokkurinn,m.-depr.geðv., er hinn eiginlegi skapbrigða eða geðslagssjúkdómur, þunglyndi í ýmsum myndum eða andstæða þess, léttlyndið, æsingin. Þeir sjúkl. gerast yfirleittsjaldanbrotlegirvið hegningarlögin; þunglyndir ákæra sig stundum sjálfirogverða einstaka sinnum dæmdir; fyrir kemur að þeir hafiframið morð (á öðrum en sjálfum sér), einkum barnsmorð. Léttlyndir stela stundum eða falsa í einhverri hundakæti, eru stundum með hótanir en drýgja sjaldan stórglæpi.

Annar flokkurinndem.præcox eða schizophreni. Tilfinningalíf sjúklingsins smábreytist, skynjanir skekkjast og hugsanaferill losnar, andlegt líf hans verður gloppótt, hann verður algerlega sljóvgaður á einu sviði eða fleirum,engeturverið algerlega ósnortinn á ýmsum öðrum sviðum. Athafnalíf hans fer eftir þessu. Þessi sjúklingar gerast að nokkru oft-ar brotlegir við hegningarlögin en hinir manio-depr. Algengastir glæpir með þeim eru auk þjófnaðar, ofbeldisverk, morð, íkveikjur, nauðganir etc., oft mjög hrottaleg, skyndileg og óskiljanlega framin illvirki.

Þriðji flokkurinnerhinsvonefndaparanoia, dómvillusjúkdómurinn, „For rykthed". – Dómar vorir eru lokastig hinnar andlegu starfsemi, annað en athafnirnar. Þeir geta því truflastmeð ýmsu móti, fyrir allskonar vitsmunalegar veilur og tilfinningalífs-truflanir.Umdómvillur, sjúklega falska eða ranga dóma, er aðeins þá að ræða er hvorutveggja þessara truflanakomatilgreina,ogþað þannig að tilfinning-arnar mega sín mest eða alls gagnvart því sem um er að ræða. Slíkt dómínerandi vald fá eingöngu þær tilfinningarerkomavið kjarna mannsins og því standa í nánu sambandi við skyn- og líkamskenndir hans, við eðlishvatir og lífsþarfirhans.Þess vegna eru einkenni dómvillnanna, 1) auk hins ranga innihalds þeirra, 2) alveg sérstæður sannfæringarkraftur gagnvart sjúklingunum og 3) óbifanleiki þeirra fyrir reynslu eða skýrustu vitsmunalegum rökum.

Dómvillur geta komið fyrir við alla geðsjúkdóma, en aðallega flöktandi og breytilegar, við paranoia eru þær kerfisbundnarog kjarni sjúkdómsins. Nokkrar dómvillur bíta sig fastar og fastar í huga sjúklingsins, – verða idées fixes–ogverða loks óaðskiljanlegur hluti reynsluforða sjúklingsins sem hann treystir jafnt annarri reynslu sinni. Þær geta náð yfirstærra eða minna svið hugans og er dómgreind sjúklingsins ef til vill óskert á öðrum sviðum.

Dómvillurnar eru með mörgu móti, en aðallega svonefndar ofsóknarvillur, árásarvillur eða ofur-mennskuvillur. Valda þær iðulega því að sjúklingur-inn verður brotlegur við lög, oftast fyrir hótanir, ofbeldisverk, jafnvel morð, aftur á móti tiltölulega sjaldan þjófnað.

Sýfílítískir geðsjúkdómar geta verið með ýmsu móti. Algengust er svonefnd dementia paralytica. Sérkennilegast við glæpi þessara sjúklinga er talinn sá dómgreindarskortur sem lýsir sér í öllum verkum þeirra og siðferðileg breyting á sjúklingnum áður en veruleg intellektúel breyting verður. Óregla í reikningsfærslu er t.d. oft það einkenni sem sjúklingarnir eru teknir fyrir. Orsök þess er auk dómgreindarskorts og móralskrar breytingar oftast sú að minni sjúklingsins gegn nýskeðum hlutum bilar meira en annað í andlegri starfsemi hans. Er þeir síðar verða stundum varir við að þeim hafiorðið einhver skissan á fyrir minnisleysi fara þeir eventuelt að reyna að klóra yfirhanaogverður þá óreglan vísvitandi sviksamleg. Annar sýfílítískur geðsjúkdómur kemur fyrir við mænusýfilis(tabes)semhefirlæknast. Líkist hann í mörgu paranoia, en dómvillurnar er m.a. minna kerfisbundnar.

Hin siðferðilega sljóvgun við syfilisí taugakerfinu minnir í mörgu á sljóvgunina við æðakölkun. Við alla sjúkdómana eru algengar sexuel-truflanirallskonar,fyrst og fremst exhibitionismus, masturbation hvar og hvenær sem er, sexuel árásir á börn og unglinga, o.s.frv.

Það mætti þannig halda áfram að telja upp við alla geðsjúkdóma en ég hefiminnstá þá helstu í forensisku tilliti og læt því staðar numið.

Aðeins eitt atriði vildi ég ennþá minnast á.

Hvernig tilfinningarnaraðeins eru viðbragð manns innsta eðlis kemur greinilegast í ljós þegar athugað er hið mismunandi skaplyndi manna en aðaluppistaðan í því er geðslagið. Má þá sjá hvernig nákvæmlega sömu ytri áhrif verka mjög mismunandi á menn, framkalla mismunandi sálarástand hjá þeim, allt eftir skaplyndi þeirra. En skaplyndi fer að mestu eftir líkamskenndunum og þær aftur nokkuð eftir ástandi líkamsvefjanna, líkamsvökvanna og ósjálfráða taugakerfisins.Eftir þessu þrennu fer líkamsbygging manna og útlit og því er það að af líkamsbyggingu og útliti má marka nokkuð um skaplyndið.

Frá alda öðli hefirdjöfullinn í þjóðtrúnni venjulega verið álitinn magur og kræklóttur, mjór og langur, með horn og klaufir,helstmeð kryppu og hóstandi; galdranornin þunnleit og króknefjuð.

Sá glaði og káti er aftur á móti feitlaginn, sællegur og rauðnefjaður. Konan, með hina almennu heilbrigðu skynsemi, er látin vera bústin og þrekleg. Hinn heilagi er á hinn bóginn mjög grannvaxinn, langlima, fölleitur og hátíðlegur.

Fyrir 10-12 árum tók þýskur geðveikralæknir, Kretschmer, sér fyrir hendur að rannsaka hvort nokkuð raunverulegt mundi liggja til grundvallar fyrir þessari þjóðtrú. Hann komst að þeirri niðurstöðu sem síðan hefirverið staðfest með aragrúa rannsókna í fjölda löndum að sjúklingar með svonefnda manio depressiva geðveiki eru yfirgnæfandi það sem hann nefndi „pykniskir" og sjúklingar með schizophreni

eru yfirgnæfandi það sem hann nefndi „astheniskir" og paranoia-sjúklingar „athletiskir" og „dysplastiskir".

Einkenni við pyknisku líkamsbygginguna er yfirleitt að innyflaholin,höfuð, brjóst og kviðarhol eru stór. Mönnunum hættir við að safna ístru. Aftur á móti eru limirnir mjórri. Greinilegustu tilfellin eru meðalhá, feitlagin manneskja, breiðleit, með mjúkum andlitsdráttum, hálsinn stuttur og digur, brjóstkassi hár og hvelfdur og oft sæmileg ístra. Útlimirnir eru sívalir og mjúkir, axlavöðvarnir frekar flatir.

Einkenni við asthenisku líkamsbygginguna er yfirleitt grannur vöxtur. Þeir menn eru magrir, frekar mjóslegnir, sýnast hærri en þeir eru, húðin föl, axlarbreiddin lítil, handleggir og fætur vöðvarýrir, brjóstkassinn langur, mjór og flatur,epigastriskivinkillinnhvass, kviðurinn magur.

Hinir athletisku eru þreknir og vöðvamiklir.

„Dysplastiskir" hafa „óreglulega" líkamsbyggingu.

Víðtækar nánari rannsóknir hafa í öllum aðalatriðum staðfest þessar rannsóknir Kretschmers, einkum að því er snertir hina pyknisku og asthenisku.

En Kretschmer gerði meira en aðeins að sýna fram á að þessar líkamsbyggingar kæmu sérstaklega fyrir við þessar tvær tegundir geðsjúkdóma. Hann elti einnig uppi hvernig heilbrigðir menn með þessum líkamseinkennum væru skapi farnir og komst að raun um að skaplyndi hinna heilbrigðu pyknisku virtist náskylt skaplyndi hinna manio-depressivu og ennfremur að skaplyndi hinna heilbrigðu asthenisku virtist náskylt hinna schizophrenu. Skaplyndi hinna heilbrigðu pyknisku nefndi hann „zykloid" en hinna heilbrigðu asthenisku „schizoid".

Þessar rannsóknir hafa því mjög stutt þá skoðun að geðsjúkdómarnir væru aðeins ef svo mætti að orði kveða „útskeklar" almennra sálarlegra eiginleika.

Nokkrar rannsóknir á líkamsbyggingu fanga hafa einnig verið gerðar nýlega eftir þessu kerfi.

Michel fann vanaglæpamennina oftast athletiska, þar næst atheniska eða sambland af þessu; en mjög sjaldan pykniska. Sama hafa Rohden og Vierstein fundið.

Kinberg hefir1931einnigveittþessum týpum eftirtekt, og m.a. þóst geta séð samræmi á milli þess hvernig glæpurinn er framinn og milli skaplyndis þess er ætla mætti að afbrotamaðurinn hefði, dæmt út frá líkamsbyggingu hans.

Birtist þannig á ný lík skoðun og Lombrosos að nokkuð mætti af hinu ytra marka hvað innar fyrir væri, og þá þar með l’huomo delinqvente, ef hann skyldi vera til sem sérstakt afbrigði af tegundinni homo sapiens.

Háttvirtu tilheyrendur. Það mun talið nú á dögum eitt frumskilyrði að skilja „glæpina" til þess að geta við þeim gert. Einn liður í því er psykiatrisk skoðun á afbrotamönnum, ekki til að diskulpera eða álíta alla glæpi geðveiki, heldur til hins að geta máski séð hvaða leiðir mundu heppilegastar til þess að beina þeim bræðrum og systrum vorum sem gerst hafa brotleg við hegningarlögin inn á rétta braut og hindra þau í að gerast brotleg við þau á ný.

Helstu heimildir:

Goring, Chr: The english convict. Home Officebluebooks,London 1919.

Schröder, G.E.: Psykiatrisk Undersögelse af Mandsfanger i Danmark, Kbh. I. 1917, II. 1927.

Healy, Will.: Arch. of neurol. & psychiatry, 14, 25.1925.

do. The individual delinqvent, Boston 1929.

Kinberg, Olof: Aktuella kriminalitetsproblem, Stockholm 1930.

Wimmer, Aug.: Meddelelser fra K.H. VI, IV, Kbhavn. 1928.

Kretschmer, E.: Körperbau & Charakter, Berlín 1922.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica