01. tbl. 91. árg. 2005

Fræðigrein

Læknablaðið 1925-34

Glæpir og geðveiki

Læknablaðið hafði samband við mig og skýrði frá því að í tilefni 90 ára afmælis blaðsins ætti að gefa út afmælisrit sem hefði að geyma eina grein úr hverjum tíu árgöngum. Jafnframt var ég beðin að fara yfirárgangana1925 – 1934 og velja eina grein til birtingar í afmælisritinu.

Ég fór yfirþessaárgangaseméghafðialdrei skoðað fyrr. Á þessum tíma kom blaðið út að jafnaði annan hvern mánuð, um 6-8 blöð á ári. Það var ekki ritstjóri við blaðið, en þrír læknar skipuðu ritnefnd. Það voru um 30 blaðsíður í hverju blaði og yfirleittekkiauglýsingar.Íhverjublaði birtist venjulega ein vegleg grein, oftast erindi eða fyrirlestur, sem höfundur hafði haldið á læknafundi eða öðrum fundi. Annað efni blaðanna voru frásagnir, fréttir og upplýsingar.

Ég hafði eðlilega mestan áhuga á að kanna, hvort í þessum blöðum væri einhver grein í mínu sérfagi, geðlækningum. Ég fann slíka grein eftir dr.med. Helga Tómasson. Þessi grein birtist í 1. – 2. tbl. jan. – febr. 1932. Þetta var fyrirlestur sem dr. Helgi fluttiíMálflutningsmannafélagi Reykjavíkur 12. febrúar 1932. Fyrirlesturinn nefnist: Glæpir og geðveiki. Mér finnstathyglisvertaðerindiðerekkifluttfyrirlækna heldur fyrir lögfræðinga, en síðan birt í Læknablaðinu.

Greinin er að mínu mati mjög áhugaverð og nákvæm yfirlitsgreinumþettaefni.Augljóster að höfundur hefur góða yfirsýnyfirþærathuganir sem gerðar höfðu verið erlendis á þeim tíma um efnið. Hins vegar er ekki rakin nein læknisfræðileg athugun hérlendis. Heimildir höfundar eru verulegar og sennilega þær einu sem þá voru fáanlegar um efnið. Höfundur notar mikið af erlendum orðum í greininni, en það var algengt á þeim tímum.

Geðlæknisfræðin er fjölþætt fræðigrein. Hún fjallar alhliða um manninn, líkams- og geðheilsu hans, hegðun, tilfinningaroghvatir.Húnfjallareinnig um áhrif erfða og uppeldis og um aðlögun einstaklings að félagslegu umhverfisínu.Margir geðlæknar telja að siðferðisþroski og dómgreind manns skipti máli. Lögfræðin lítur á glæpi sem ákveðna verknaði, tiltekna í hegningarlögum landanna, sem taldir eru refsiverðir samkvæmt þeim. Læknisfræðin álítur glæpi aftur á móti aðeins einkenni um sálarástand manns og hegðun, án tillits til hegningarlaganna eða annarra laga. Réttargeðlæknisfræðin fjallar um samband geðveiki og glæpa.

Grein dr. Helga er að mínu mati læknisfræðilega mikilvæg og jafnframt dæmigerð fyrir þekkingu, umræður og heilbrigðismál þess tíma er hún var skrifuð, fyrir rúmum 70 árum. Efni greinarinnar er sígilt metið á mælikvarða nútímalæknisfræðilegrar þekkingar. Efnið er enn verðugt viðfangsefni fyrir lækna og lögmenn. Glæpum og hryðjuverkum hefur fjölgað í heiminum. Áfengis- og eiturlyfjaneysla hefur aukist, en það eru sem fyrr aðalorsakavaldar glæpa. Afleiðingarnareruógnvænlegar.Núádögumernákvæm geðskoðun einn liður í að greina hvort glæpamaðurinn er haldinn geðveiki eða geðvillu, ósakhæfur og því óábyrgur gerða sinna, eða sakhæfur og ábyrgur gerða sinna. Geðskoðun er ekki gerð eins og dr. Helgi kemst að orði „til þess að álíta alla glæpi geðveiki, heldur til hins, að geta máske séð, hvaða leiðir mundu heppilegastar til þess að beina þeim bræðrum og systrum vorum, sem gerst hafa brotlegir við hegningarlögin, inn á rétta braut og hindra þau í að gerast brotleg við þau á ný."



Þetta vefsvæði byggir á Eplica