12. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Úr fórum Læknablaðsins 1915-2014. Ritstjórnarmenn 1915-2014

Ritstjórnir hafa frá upphafi vega haft mikinn metnað fyrir hönd blaðsins, fundað reglulega og tekist að stýra blaðinu og koma því klakklaust gegnum prentvélarnar á mögrum árum og feitum, meðan geisuðu fyrri og síðari heimsstyrjöldin, kalt stríð og friðartímar. Fyrir löngu síðan hefur blaðið samið sig að vísindalega viðurkenndum aðferðum til að ritrýna fræðiefni.

Læknafélag Reykjavíkur gaf blaðið út 1915-1955 og fyrstu árin voru þeir taldir upp í blaðinu sem enn áttu ógoldna áskrift að blaðinu, en hún varð síðar hluti af félagsgjaldinu til Læknafélags Íslands. Blaðið hefur sótt í sig veðrið í nútímanum og er inni á alþjóðlega viðurkenndum gagnagrunnum, til að mynda PubMed og Scopus. Samstarf við norrænu blöðin hefur verið gjöfult og í sjónmáli er forrit sem veitir viðtöku öllum fræðigreinum og mun tryggja samræmi og festu í kröfum um upplýsingagjöf, hagsmuni og frágang allan. Starfsmenn blaðsins eru fjórir og sjá að auki um útgáfu 4-5 fylgirita árlega. Brotið hefur stækkað og umfang vaxið verulega, og afkoma blaðsins er reist fyrst og fremst á auglýsingum.

Listinn hér fyrir neðan geymir nöfn þeirra sem hafa lagt hönd á plóg við Læknablaðið frá upphafi og það árabil sem viðkomandi sat í ritstjórn. Þess ber að geta að án hóps ónafngreindra ritrýna í áranna rás hefði starf ritstjórna verið með allt öðrum brag og fræðigreinarnar í allt öðrum búningi. Læknablaðið fær seint nógsamlega þakkað ritrýnum fyrir sitt hljóða ólaunaða starf í þágu sjúklinga, kolleganna og læknisfræðinnar.

Anna Gunnarsdóttir 2009-2014

Arinbjörn Kolbeinsson        1972-1976 ritstjóri

Árni Björnsson         1965-1966

Árni Kristinsson       1971

Ásmundur Brekkan  1965-1971

Bjarni Jónsson          1951-1956

Bjarni Konráðsson   1949-1951

Bjarni Þjóðleifsson   1977-1982 ritstjóri

Björn Sigurðsson frá Veðramóti    1944-1949

Bryndís Benediktsdóttir      2005-2011

Einar Stefánsson      1991-1996

Emil Sigurðsson        1998-2005

Engilbert Sigurðsson           2005- ritstjóri og ábyrgðarmaður

Guðjón Magnússon  1981-1983

Guðmundur Hannesson      1915-1921

Guðmundur Thoroddsen    1921-1929

Guðmundur Thoroddsen    1951-1956 aðalritstjóri

Guðmundur Þorgeirsson    1985-1989

Guðrún Pétursdóttir            1992-1996

Gunnar Guðmundsson        2007-2011

Gunnar Sigurðsson  1995-2000

Gunnlaugur Claessen           1923-1930

Gylfi Óskarsson         2011-2013

Halldór Hansen        1935

Hannes Hrafnkelsson          2011-

Hannes Petersen      1997-2005

Helgi Tómasson        1929-1938

Hildur Harðardóttir 2000-2002

Hrafn Tulinius          1968-1969

Hróðmar Helgason  1996-1999

Inga S. Þráinsdóttir  2009-2011

Jóhann Ágúst Sigurðsson    1995-1997

Jóhann Sæmundsson           1938-1941

Jóhannes Björnsson 1944-1951

Jóhannes Björnsson 2004-2010 ritstjóri og ábyrgðarmaður

Jón Steffensen           1938-1941

Jónas Magnússon     1991-1996

Júlíus Sigurjónsson  1940-1941, 1949-1955, 1958-1961

Karl Andersen          2000-2007

Karl Strand    1968-1971

Kristinn Stefánsson  1942-1943

Lárus Einarsson       1934

Maggi Júl. Magnús    1915-1918

Magnús Gottfreðsson          2013-

Magnús Ólafsson      1962-1968

Magnús Pétursson   1926

Margrét Árnadóttir  2007-2009

Matthías Einarsson  1915-1922

Níels P. Dungal          1930-1934

Ólafur Bjarnason      1957-1965

Ólafur Geirsson        1942-1951, 1957-1965 aðalritstjóri

Ólafur Jensson          1965-1971 aðalritstjóri

Óli P. Hjaltested         1942-1943, 1951-1954, 1956-1957

Páll Ásmundsson      1972-1977 ritstjóri

Ragnheiður Inga Bjarnadóttir        2002-2005

Reynir Arngrímsson 1997-2000

Sigurbergur Kárason           2011-

Sigurður Guðmundsson      1987-1996

Sigurður Þ. Guðmundsson  1966-1968

Sigurður Sigurðsson            1935-1937

Stefán Jónsson          1918-1922

Sæmundur Bjarnhéðinsson            1923

Sævar Halldórsson   1970-1971

Tómas Guðbjartsson           2006-

Valtýr Albertsson     1931-1934

Vilhjálmur Rafnsson 1987-2005 ritstjóri og ábyrgðarmaður

Þorkell Jóhannesson            1965-1971

Þóra Steingrímsdóttir          2006-2009

Þórarinn Guðnason 1951-1954

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir           2011-

Þórður Harðarson   1978-1992

Þórunn Jónsdóttir    2011-2014

Örn Bjarnason          1976-1993 ritstjóri og ábyrgðarmaður

Ritstjórnarfulltrúar

Birna Þórðarsdóttir             1989-2001

Jóhannes Tómason 1982-1989

Védís Skarphéðinsdóttir     2001-Þetta vefsvæði byggir á Eplica