06. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Ný stjórn Læknafélags Reykjavíkur

Á aðalfundi Læknafélags Reykjavíkur 27. maí urðu stjórnarskipti. Steinn Jónsson lyflæknir lét af formennsku eftir fjögurra ára setu og hluti af áhöfn hans. Ný stjórn er á myndinni: Sigurður Ólafsson meltingarlæknir, ritari, Þórdís Anna Oddsdóttir heimilislæknir, gjaldkeri, Reynir Arngrímsson erfðalæknir, varaformaður, Arna Guðmundsdóttir innkirtlalæknir, formaður, og Guðmundur Örn Guðmundsson bæklunarlæknir, meðstjórnandi.


Nýja stjórnin var alla vega í stuði þegar hún var búin að vera við lýði í 5 mínútur.

 


Steinn var 100% öruggur á því að hann væri að skila ágætu búi 0LR, Sigurður Ólafsson er honum
á hægri hönd.

 


Dögg Pálsdóttir lögfræðingur LÍ var ekkert að  tvínóna við fundarstjórnina, og Jörundur Kristinsson
var enga stund að útlista reikninga félagsins fyrir árið 2013. 
Myndir: Védís Skarphéðinsdóttir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica