05. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Frá stjórn Félags læknanema


Sigurður Guðmundsson, Fjóla Dögg Sigurðardóttir og Bryndís Sigurðardóttir.
Ljósm. Sæmundur Rögnvaldsson.

Félag læknanema hefur frá árinu 1995 veitt verðlaun til kennara eða námskeiða sem þykja skara fram úr í kennslu og þjálfun læknanema við Háskóla Íslands. Val á þeim sem hljóta kennsluverðlaunin fer fram í kosningum þar sem nemendur tilnefna kennara eða áfanga sem þeim þykja skara framúr. Á árshátíð Félags læknanema sem haldin var 15. mars síðastliðinn var tilkynnt hverjir hefðu hlotið þessa viðurkenningu og voru niðurstöðurnar eftirfarandi:

Kennsluverðlaun skólaárið 2013-2014 hlutu feðginin Sigurður Guðmundsson og Bryndís Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknar fyrir framlag sitt til kennslu læknanema á lyflækningasviði Landspítalans. 

Reyni Tómasi Geirssyni prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum voru að þessu sinni veitt sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kennslu ásamt dýrmætu starfi í þágu Ástráðs, forvarnarfélags læknanema.

Guðrún Eiríksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til þjálfunar og kennslu læknanema sem almennur læknir á skurðsviði Landspítalans.


Pétur Sólmar Guðjónsson og Reynir Tómas Geirsson.
Ljósm. Fjóla Dögg 
Sigurðardóttir.

 
Það er stjórn Félags læknanema afar ánægjulegt að veita viðurkenningu sem þessa fyrir hönd nemenda. Verðlaununum er ætlað að vera kennurum hvatning ásamt því að veita nemendum tækifæri til að þakka fyrir vel unnin störf í þeirra þágu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.


Ragnhildur Hauksdóttir og Guðrún Eiríksdóttir. 
Ljósm. Jón Guðmundsson.


Fjóla Dögg Sigurðardóttir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica