05. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Íðorðasafnið lagt inn

Þann 27. febrúar síðastliðinn voru handritadeild Þjóðarbókhlöðu afhent til varðveislu öll gögn er varða vinnslu Íðorðasafns lækna, svo og Líffæraheita, Vefjafræðiheita og Fósturfræðiheita. Gögnin eru merk heimild um það mikla starf sem unnið hefur verið á vegum Orðanefndar læknafélaganna. Á myndinni eru frá vinstri: Bjarni Þjóðleifsson, Magnús Snædal, Örn Bjarnason, Bragi Ólafsson fagstjóri handritasafns og Jökull Sævarsson umsjónarmaður sérsafna Þjóðarbókhlöðu.


Mynd: Hávar Sigurjónsson. 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica