05. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Málþing um aðgerðarþjarka


Á myndinni eru frá vinstri: Daði Vilhjálmsson, Pétur V. Reynisson, Katrín Kristjáns-
dóttir, Rafn Hilmarsson og Arnar Geirsson. Mynd:  Helgi Kjartan Sigurðsson.

Á nýafstöðnu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands (SKÍ), Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands (SGLÍ) og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) var haldið málþing um notkun aðgerðaþjarka í skurðlækningum (robotic surgery). Málþingið þótti takast sérlega vel og var húsfyllir í Kaldalónssal Hörpu. Frummælendur voru allt íslenskir læknar og komu tveir þeirra frá Svíþjóð, Daði Þór Vilhjálmsson sem greindi frá notkun aðgerðaþjarka við ristil- og endaþarmskrabbamein og Pétur V. Reynisson sem lýsti notkun hans í aðgerðum við leghálskrabbameini. Rafn Hilmarsson og Arnar Geirsson, báðir sérfræðingar sem nýlega eru komnir til starfa á Landspítala, greindu síðan frá notkun aðgerðaþjarkans í sínum sérgreinum, það er þvagfæraskurðlækningum annars vegar og hjarta- og lungnaskurðlækningum hins vegar. Allir hafa þessir læknar reynslu af aðgerðaþjarka úr sérnámi sínu erlendis.

Fundarstjórn var í öruggum höndum Katrínar Kristjánsdóttur kvensjúkdómalæknis en hún hefur reynslu af notkun þjarkans.

Tómas Guðbjartsson



Þetta vefsvæði byggir á Eplica