04. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Vinnufundur Alþjóðasamtaka lækna í Reykjavík

Alþjóðasamtök lækna (WMA) eru þekktust fyrir vönduð álit sem eiga að vera læknum heimsins til hliðsjónar í störfum sínum og verkefnum. Þekktast þeirra er Helsinki-yfirlýsingin um vísindarannsóknir á mönnum, en þau eru mörg fleiri, svo sem um réttindi sjúklinga, sjálfstæði lækna og fleira. Eitt þeirra er um siðlega notkun gagnagrunna.

Á síðastliðnu hausti skipaði WMA vinnuhóp til að vinna að nýju áliti um gagnagrunna og taka einnig til umfjöllunar lífsýnabanka. Læknafélag Íslands hefur formennsku í vinnuhópnum og var boðað til fundar í Reykjavík 7. mars síðastliðinn. Hópurinn samanstendur af fulltrúum níu læknafélaga frá fimm heimsálfum en auk þess situr framkvæmdastjóri WMA vinnufundina. Fundurinn var haldinn í húsakynnum LÍ við Hlíðasmára og var tvískiptur. Fyrir hádegi var opinn fundur með sex framsöguerindum en eftir hádegi var lokaður fundur vinnuhópsins. Opni fundurinn var vel sóttur og urðu líflegar og hnitmiðaðar umræður enda hefur þetta málefni verið lengi til umræðu hér á landi.

Drög að áliti verða lögð fyrir stjórnarfund WMA í Tókýó í apríl og eftir samráðsferli aðildarfélaga samtakanna lýkur vinnunni vonandi í haust.
 


Japaninn heitir Masami Ishii, varaformaður stjórnar WMA, og stýrir alþjóðaskrif-
stofu japanska læknafélagsins. Konan með hönd undir kinn er Annabel Seebohm,
lögfræðingur WMA.

 
Jón Snædal og Vilhjálmur Árnason siðfræðingur, maðurinn fyrir framan Vilhjálm
heitir Robert Wah og er af kínversku bergi brotinn. Hann er tilvonandi forseti
bandaríska læknafélagsins (AMA).


Svanur Sigurbjörnsson heimilislæknir og Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri
Læknafélags Íslands.


Otmar Kloiber, læknir og framkvæmdastjóri WMA, að tala við Jón Jóhannes Jóns-
son lækni og erfðafræðing.

 
Salvör Nordal og Magnús Gottfreðsson að fá sér styrkingu milli funda. Myndirnar
tók Védís Skarphéðinsdóttir.


Þorvarður Jón Löve gigtarlæknir var atkvæðamikill á fundinum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica