03. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Við styðjum breytt skipulag leghálskrabbameinsleitar

Um síðustu áramót varð sú breyting á þjónustu Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands að nú býðst öllum konum á aldrinum frá 23 ára til 65 ára að koma í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti, en áður var leitað á tveggja ára fresti hjá konum á aldursbilinu frá 20 ára til 40 ára og fjögurra ára fresti frá 41-69 ára. Breytingar þessar byggja á miklum rannsóknum sem gerðar hafa verið á hópleit vegna leghálskrabbameins þar sem áhersla er lögð á að ná jafnvægi milli þess að finna sem flestar forstigsbreytingar og minnka jafnframt óþarfa inngrip. Hér fylgir Ísland í fótspor Norðurlandanna og annarra vestrænna þjóða.

Við undirrituð styðjum þessar breytingar á skipulagi leghálskrabbameinsleitar. Við viljum hvetja konur til að mæta í hópleitina en flest leghálskrabbamein greinast hjá konum sem hafa mætt stopult í leitina. Einnig viljum við hvetja til bólusetningar gegn HPV, en bólusetningin minnkar verulega líkur á leghálskrabbameini.

Katrín Kristjánsdóttir

Karl Ólafsson

Elísabet A. Helgadóttir

Ásgeir Thoroddsen

Anna Þ. Salvarsdóttir

Höfundar eru sérfræðingar í krabbameinslækningum kvenna.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica