03. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Engin viðbrögð frá samninganefnd ríkisins

Samninganefnd Læknafélags Íslands fundar stíft þessa dagana og rekur smiðshöggið á kröfugerð til að leggja fram við samninganefnd ríkisins. Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar LÍ segir að óskað hafi verið eftir fundi með samninganefnd ríkisins en ekki hafi enn verið brugðist við því.

„Við vorum boðuð á fund nefndarinnar og gert tilboð um hækkun uppá 2,8% sem við höfum þegar hafnað. Við vitum að það er tilgangslaust að leggja slíkt tilboð fyrir félagsmenn okkar. Þetta var fjölmennur fundur þar sem við vorum boðuð ásamt fulltrúum ýmissa annarra stéttarfélaga. Ekki var boðið upp á umræður í kjölfarið heldur var þetta eins og að hlýða á messu.  Boltinn er nú í höndum samninganefndar ríkisins að svara ósk okkar um fund þar sem við getum lagt fram og kynnt okkar kröfugerð. Framhaldið ræðst síðan í kjölfarið,“ segir Sigurveig Pétursdóttir.


Samninganefndin á fundi í húsakynnum læknafélagsins í Hlíðasmára. Frá vinstri: Björn Gunnarsson,
Oddur Ingimarsson, Ólöf Birna Margrétardóttir, María Gunnbjörnsdóttir, Sigurveig Pétursdóttir,
Björn Gunnlaugsson og Eyjólfur Þorkelsson. Í nefndinni sitja einnig Bryndís Sigurðardóttir,
Dóra Lúðvíksdóttir og Sigurjón Vilbergsson.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica