02. tbl. 100. árg. 2014
Umræða og fréttir
50 ára útskriftarafmæli
Mynd þessi er af nýútskrifuðum læknakandídötum í febrúar 1964. Hún var tekin í Ingólfsapóteki í Aðalstræti, en Guðni Ólafsson lyfsali hafði þá fyrir fáeinum árum farið að bjóða nýjum kandídötum til teitis sem haldið var í apótekinu sjálfu eins og myndin ber með sér. Var þar ávallt góður gleðskapur og rausnarlegar veitingar í mat og drykk. Ekki vitum við með vissu hvenær þetta hófst eða lagðist af. Tvö úr hópnum eru látin, þau Bergljót Eiríksson og Ernst Daníelsson.
Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson