01. tbl. 100. árg. 2014

Umræða og fréttir

Læknablaðið - 100. árgangur

Hér fyrir neðan gefur að líta fyrsta tölublað fyrsta árgangs Læknablaðsins með sinni frægu tóbaksauglýsingu á kápunni, Læknablaðið 1915; 1: 1. Þeirra tímamóta að blaðið á nú 100 ára óslitna útgáfusögu verður minnst með ýmsum hætti eins og Engilbert Sigurðsson ritstjóri og ábyrgðarmaður rekur í leiðara sínum. Á kápu 100. árgangs verða myndir úr Ljósmyndasafni Íslands og Reykjavíkur, og frá Minjasafni Akureyrar, sem eiga rætur í lífi og starfi lækna í gegnum tíðina. Jón Ólafur Ísberg mun setja á þær heilbrigðissögulegan vinkil og staðsetja í tíma og rúmi. Aftast í hverju tölublaði verður opnaður gluggi inn í gömul blöð og skyggnst inn í það margvíslega efni sem þar er að finna.

Innan skamms verða allir árgangar blaðsins gerðir aðgengilegir á timarit.is og jafnast það í nútímanum á við það að eiga allt Læknablaðið innbundið í bókasafni sínu eins og margir læknar áttu í eina tíð og eiga sumir enn.

Það er komið hálfgert óorð á menningu þessa dagana, en með sanni má þó segja að helsti gagnabanki fyrir læknamenningu síðustu 100 ára sé Læknablaðið. Til hamingju læknar að hafa tekist að gefa blaðið út með sóma frá upphafi, til óyggjandi vísindalegs gagns fyrir land og þjóð, og til félagslegs ávinnings fyrir stéttina í heild.


Védís Skarphéðinsdóttir

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica