12. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Egils Snorrasonar fyrirlestur um lækningasögu

u00
Á myndinni eru frá vinstri: Öivind Larsen, Óttar Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Vilhjálmur
Árnason og Guðmundur Þorgeirsson.

Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og læknadeild Háskóla Íslands stóðu fyrir sameiginlegum  fundi í tilefni af 100 ára afmæli læknadeildar á næsta ári. Gestur fundarins var norski lækningasöguprófessorinn Öivind Larsen sem hélt hinn árlega Egils Snorrasonar fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar.

Óttar Guðmundsson formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar setti fundinn og Guðmundur Þorgeirsson deildarforseti læknadeildar flutti ávarp.

Larsen fjallaði um rannsóknir á norskri samtímalækningasögu, viðfangsefni, aðferðir og niðurstöður. Rakti hann hvernig staðið hefði verið að skráningu norskrar lækningasögu, einstakir viðburðir skráðir með viðtölum og hópfundum þar sem farið var yfir reynslu lykilfólks af ákvarðanatöku um mikilvæga atburði í norskri heilbrigðissögu 20. aldar. Enn væru margir á lífi sem átt hefðu beinan þátt í atburðarásinni og mikilvægt að skrásetja persónulega reynslu þeirra.

Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands flutti erindi er hann nefndi Kreppur og heilsa. Þar fór hann yfir helstu tölfræðilegar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um áhrif kreppunnar á heilsu fólks. Dagskrá fundarins lauk með erindi Vilhjálms Árnasonar prófessors í heimspeki er hann nefndi Siðfræðilegar afleiðingar hrunsins.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica