11. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Konur í fyrsta sinn í meirihluta

u00

Þau tíðindi gerðust við stjórnarkjör á aðalfundi Læknafélags Íslands að í fyrsta sinn í sögu félagsins eru konur í meirihluta í stjórn og skipa jafnframt öll embætti innan hennar. Kjör í stjórn fór einstaklega friðsamlega fram og voru þær Valgerður Rúnarsdóttir og Anna K. Jóhannsdóttir sjálfkjörnar sem varaformaður og ritari. Fyrir í stjórninni voru Sigurveig Pétursdóttir gjaldkeri og Birna Jónsdóttir formaður.

Þá voru kjörnir  fjórir meðstjórnendur og voru fimm í framboði þannig að kosið var á milli þeirra. Niðurstaða kosningar var að Ágúst Örn Sverrisson, Árdís Björk Ármannsdóttir, Orri Þór Ormarsson og Ragnar Gunnarsson voru kjörin í stjórn. Fimmti meðstjórnandi er Valentínus Þór Valdimarsson skipaður af Félagi almennra lækna.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica