09. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

FÍFL á Þverártindsegg

u04-fig1
Mynd: Guðmundur Freyr Jónsson.

Um miðjan maí gengu níu félagar FÍFL á hina mikilfenglegu Þverártindsegg í Vatnajökli. Þorvaldur Þórsson annaðist leiðsögn. Á myndinni sést hópurinn á síðasta hluta leiðarinnar. Til vinstri má sjá Eggina sem rís 1554 m yfir sjávarmáli. Í forgrunni er skriðjökullinn Skrekkur. Veður var frábært, glampandi sól og steikjandi hiti á toppnum og gátu göngumenn því ekki annað en fækkað fötum þar. Myndir og myndband úr ferðinni má finna á síðu FÍFL á www.facebook.com.

Haustferð FÍFL verður farin 17.-19. september. Á föstudegi er fyrirhugað að aka Gæsavatnaleið á vel búnum jeppum að Öskju þar sem dvalið verður í skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili. Daginn eftir verður gengið á drottningu fjallanna, Herðubreið (1682 m) ef fært er á fjallið en annars verður önnur gönguleið valin. Ferðarykið verður skolað af þátttakendum í jarðböðunum á Mývatni áður en haldið er heim á leið á sunnudeginum. Nánari upplýsingar um ferðina má finna á síðu FÍFL á www.facebook.com. Áhugasamir geta einnig haft samband við undirritaða (tomasgud@landspitali.is, engilbs@landspitali.is).Þetta vefsvæði byggir á Eplica