07/08. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Kandídatar vorið 2010

bls3

Þessi mynd er sumarboði – þetta er hluti af hópi kandídata, nýútskrifuð og með allt lífið framundan og að rifna úr stolti. Hlutfall kynjanna á myndinni vitnar um breytta tíma. - Í hópnum er líka fólgin mynd af fyrstu konunni sem innritaði sig í Háskóla Íslands og sem jafnframt var sú fyrsta til að útskrifast með embættispróf frá skólanum. Þetta var Kristín Ólafsdóttir sem lauk prófi árið 1917 úr læknadeild og vann alla sína starfsævi sem læknir í Reykjavík. Félag kvenna í læknastétt fékk Guðmund Karl Ásbjörnsson til að mála myndina með tilstyrk Læknafélagsins. Myndin verður gjöf íslenskra lækna til Háskóla Íslands á 100 ára afmæli skólans árið 2011 og verður afhent við það tækifæri.

Á blaðsíðu 501 eru nöfn kandídatanna.Þetta vefsvæði byggir á Eplica