06. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Rannsóknarstofa í bráðafræðumÁ vísindadögum Landspítala nú í byrjun maí var skrifað undir samning milli spítalans og heilbrigðissviðs Háskóla Íslands um stofnun rannsóknarstofu í bráðafræðum. Undir samninginn skrifuðu Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri slysa- og bráðasviðs Landspítala, Björn Zoëga forstjóri spítalans og Kristján Erlendsson sviðstjóri kennslu- og vísindasviðs Landspítala. Að sögn Kristjáns er hugmyndasmiður þessa verkefnis Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á bráðadeild en samkvæmt samningnum mun rannsóknarstofan taka til starfa í haust.Þetta vefsvæði byggir á Eplica