06. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Fréttatilkynning: Minningarsjóður Margrétar Oddsdóttur

Ákveðið hefur verið að stofna Minningarsjóð Margrétar Oddsdóttur og er ætlað að styrkja skurðlækningar við brjóstakrabbameini við Landspítala. Að undirbúningi stóðu fulltrúar lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast skurðmeðferð brjóstakrabbameins, fulltrúar Bætum einstök brjóst og ættingjar Margrétar. Fyrir liggur stofnframlag ofangreindra aðila. Fjárvarsla verður hjá Landspítala.

Lífslíkur kvenna með brjóstakrabbamein hafa batnað mikið síðastliðna áratugi. Vegna þess hve lífshorfur eru góðar er vaxandi áhersla skurðmeðferðar lögð á lífsgæði krabbameinsgreindra kvenna, m.a. með endursköpunaraðgerðum á brjóstum. Skurðmeðferð hefur því orðið umfangsmeiri þar sem oft fer saman aðgerð til lækningar á krabbameini og aðgerð til að leiðrétta það lýti sem krabbameinsaðgerðin veldur. Ör þróun innan þessa sviðs kallar á meiri og betri aðstöðu fyrir bæði sjúklinga og meðferðaraðila. Þessu hefur víða erlendis verið mætt með stofnun sérhæfðra brjóstamiðstöðva. Vísir að slíkri miðstöð er á Landspítalanum. Hlutverk Minningarsjóðs Margrétar Oddsdóttur er að styðja við þá starfsemi sem þar fer fram.

Þeim læknum sem vilja heiðra minningu Margétar með því að koma að stofnun sjóðsins með stofnframlagi er bent á reikningsnúmer 013-015-381828, kennitala sjóðsins er 700410-1610. Undirritaður veitir frekari upplýsingar sé þess óskað. Ennfremur er bent á vefsíðuna brjost.is, þar sem m.a. má finna skipulagsskrá sjóðsins.

 

f.h. undirbúningshóps
Minningarsjóðs Margrétar Oddsdóttur,
Þorvaldur Jónsson
skurðlækningadeild
Landspítala Hringbraut
101 Reykjavík



Þetta vefsvæði byggir á Eplica