05. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar 2010

u06-fig1

Anna Kristín Höskuldsdóttir með verðlaun sín.
Ljósm: Inger H. Bóasson, Landspítali.

Þann 19.-20. mars síðastliðinn var í 12. sinn haldið sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands (SKÍ) og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands (SGLÍ). SGLÍ átti 50 ára afmæli og nýtt aðsóknarmet var slegið, hátt í 400 manns mættu, læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar. Kynnt voru rúmlega 50 vísindaerindi og sjö erlendir fyrirlesarar héldu fyrirlestra.

Einn helsti viðburður þingsins var keppni um besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema. Þar öttu kappi fjórir deildarlæknar og tveir læknanemar. Hlutskörpust var Anna Kristín Höskuldsdóttir, læknanemi á fjórða ári, með verkefnið Meinafræðileg eitlastigun brjóstakrabbameins við Landspítala 2000-2007 og hlaut því Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar prófessors árið 2010.

Ágrip erinda þingsins komu út sem fylgirit með Læknablaðinu og eru á heimasíðu blaðsins.Þetta vefsvæði byggir á Eplica