03. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Ingvar H. Ólafsson hlýtur kennsluverðlaun á skurðdeild Landspítala


DSC_6411

Þann 29. janúar voru afhent kennsluverðlaun á skurðlækningasviði Landspítala í annað sinn. Verðlaunin voru veitt þeim sérfræðingi sem þykir hafa skarað fram úr við kennslu deildarlækna árið 2009, þ.e. innan fræðasviðs í skurðlæknisfræði að HNE-lækningum undanskildum. Á haustmánuðum var sem fyrr gerð ítarleg könnun meðal deildarlækna á skurðlækningasviði um ýmis atriði sem snúa að kennslu og fræðslu. Þar var spurt hver hefði staðið sig best á meðal kennara, bæði í aðgerðum sem utan skurðstofu. Einnig var spurt hvaða deild hefði verið lærdómsríkust. Í ár varð Ingvar H. Ólafsson hlutskarpastur, en hann er sérfræðingur á heila- og taugaskurðdeild Landspítala. Sú deild var jafnframt kosin besta deildin. Á myndinni sést Ingvar með verðlaunin en hann hefur áður unnið til kennsluverðlauna unglækna.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica