01. tbl. 96. árg. 2010
Umræða og fréttir
Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins
Anna Gunnarsdóttir
Í byrjun desember síðastliðnum urðu mannabreytingar í ritstjórn Læknablaðsins,
Þóra Steingrímsdóttir kvensjúkdómalæknir hætti en við tók Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir.
Þóra hefur setið í ritstjórn blaðsins frá 1. desember 2005 og um leið og henni eru færðar
góðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins þennan tíma býður Læknablaðið Önnu
velkomna til starfa.
Þóra Steingrímsdóttir