01. tbl. 96. árg. 2010

Umræða og fréttir

Mynd mánaðarins

Pétur Thomsen tók myndina á skurðstofu Landakotsspítala árið 1964. Lengst til vinstri sést Richard Thors skurðlæknir þreifa kvið sjúklings. Við hlið hans stendur áhugasamur læknastúdent, Karl Proppe, sem síðar varð meinafræðingur við Massachusetts General Hospital í Boston og síðan Sigurður E. Þorvaldsson lýtalæknir, en hann var kandídat þegar myndin var tekin. Sigurður hélt síðar til framhaldsnáms í skurðlækningum á Mayo Clinic í Rochester í Banda-ríkjunum. Richard Thors hafði einmitt lært þar og var afar vinsæll meðal kandídata og stúdenta. Systir Benedikta fylgist grannt með en hún sá um flestar svæfingar í þá daga þó systir Gabriella hafi stundum gengið í þau verk einnig.


Texti: Sigurður E. Þorvaldsson



Þetta vefsvæði byggir á Eplica