Umræða fréttir
Lyfjamál 119
Á síðustu árum er farið að nefna sum lyf lífsstílslyf. Skilgreining er nokkuð á reiki, en segja má að hér sé um að ræða lyf sem eiga að hafa áhrif á sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni sem rekja má til rangra lifnaðarhátta. Síðan má eflaust lengi deila um hvort einstök lyf falli undir skilgreininguna. Það má færa rök fyrir því að lyf við offitu (A08), blóðfitulækkandi lyf (C10), lyf við stinningarvanda (G04BE) og lyf við nikótínfíkn (N07BA) megi heimfæra undir þessa flokkun þó auðvitað finnist tilvik þar sem orsakir sjúkdóms eru aðrar en rangir lifnaðarhættir.
Árið 1990 voru aðeins á skrá lyf gegn nikótínfíkn og blóðfitulækkandi lyf í ofangreindum flokkum og var salan þá tæplega 90 milljónir króna. Nú hafa bæst við lyf við stinningarvanda og offitu og eru nú samtals 19 lyf í þessum flokkum, þar af tvö til þrjú sem bæst hafa við á þessu ári. Á síðasta ári var heildarsalan samtals 1288 milljónir króna. Miðað við söluna í þessum lyfjaflokkum það sem af er árinu má reikna með að heildarkostnaður á þessu ári fari yfir 1400 milljónir króna. Almannatryggingar taka ekki þátt í kostnaði vegna stinningar- og nikótínlyfja en í hinum flokkunum var kostnaður trygginga um 500 milljónir króna á síðasta ári.
Samkeppni lyfjaframleiðenda í lífstílslyfjum er greinilega hörð um þessar mundir. Á yfirstandandi ári hafa bæst við tvö ný lyf í flokki blóðfitulækkandi lyfja, rósúvastatín og ezetimib, og tvö ný stinningarlyf, tadalfíl og vardenafíl.
Það má því búast við áframhaldandi vexti í lyfjanotkun til að vinna gegn slæmum afleiðingum af óheppilegum lifnaðarháttum okkar og lítil von til þess að breyting verði á nema eitthvað nýtt komi til. Það eru næg verkefni framundan fyrir nýstofnaða Lýðheilsustofnun og er henni óskað góðs gengis í starfi.
Árið 1990 voru aðeins á skrá lyf gegn nikótínfíkn og blóðfitulækkandi lyf í ofangreindum flokkum og var salan þá tæplega 90 milljónir króna. Nú hafa bæst við lyf við stinningarvanda og offitu og eru nú samtals 19 lyf í þessum flokkum, þar af tvö til þrjú sem bæst hafa við á þessu ári. Á síðasta ári var heildarsalan samtals 1288 milljónir króna. Miðað við söluna í þessum lyfjaflokkum það sem af er árinu má reikna með að heildarkostnaður á þessu ári fari yfir 1400 milljónir króna. Almannatryggingar taka ekki þátt í kostnaði vegna stinningar- og nikótínlyfja en í hinum flokkunum var kostnaður trygginga um 500 milljónir króna á síðasta ári.
Samkeppni lyfjaframleiðenda í lífstílslyfjum er greinilega hörð um þessar mundir. Á yfirstandandi ári hafa bæst við tvö ný lyf í flokki blóðfitulækkandi lyfja, rósúvastatín og ezetimib, og tvö ný stinningarlyf, tadalfíl og vardenafíl.
Það má því búast við áframhaldandi vexti í lyfjanotkun til að vinna gegn slæmum afleiðingum af óheppilegum lifnaðarháttum okkar og lítil von til þess að breyting verði á nema eitthvað nýtt komi til. Það eru næg verkefni framundan fyrir nýstofnaða Lýðheilsustofnun og er henni óskað góðs gengis í starfi.