Umræða fréttir

Samningur við TR Umsókn um aðild

KostnaÐur sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa er bundinn af árlegu framlagi sem Alþingi ákvarðar í fjárlögum. Þetta á meðal annars við um þjónustu sérfræðinga á eigin læknastofnum. Því er stofnuninni nauðsynlegt að vita fyrirfram hversu margir sérfræðingar muni starfa samkvæmt samningi við hana, svo hægt sé að leggja fram raunhæfa fjárhagsáætlun fyrir árið.

Þess vegna mun Tryggingastofnun afgreiða umsóknir um aðild að samningi við TR á eftirfarandi hátt:

Þeim sem sækja um aðild á fullnægjandi hátt á tímabilinu frá 1. október 2000 til og með 30. nóvember 2000 verður heimilað að hefja störf frá og með 1. janúar 2001.

Þeim sem sækja um aðild á fullnægjandi hátt á tímabilinu 1. desember 2000 til og með 30. nóvember 2001 verður heimilað að hefja störf frá og með 1. janúar 2002.Tryggingayfirlæknir

Tengd skjöl
Þetta vefsvæði byggir á Eplica