Læknir - Geðheilsumiðstöð barna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að lækni til starfa hjá Fjölskylduteymi 0-5 ára hjá Geðheilsumiðstöð barna.
Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn frá meðgöngu að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga ásamt því að styðja við tengslamyndun foreldra og barna frá 0-5 ára aldri. Starfshópur GMB er þverfaglegur og vinnur eftir markvissu skipulagi með fagleg gæði að leiðarljósi.
Áhersla er á gott viðmót og fjölskyldumiðaða þjónustu. GMB á reglulegt samstarf við þjónustuveitendur víðsvegar um landið og sinnir starfsþjálfun háskólanema á sviðinu.
Um er að ræða 50 - 100% ótímabundið starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. október n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst einkum í ráðgjöf, kortlagningu og meðferð foreldra sem vegna eigin vanlíðanar geta átt í erfiðleikum með að tengjast barni sínu. Starfað er í teymi með öðrum sérfræðingum og þátttaka í þróun og mótun þjónustu GMB
Hæfniskröfur
- Íslenskt lækningaleyfi
- Áhugi á vinnu með foreldrum og börnum í viðkvæmri stöðu
- Faglegur metnaður, sjálfstæði í starfi og lausnamiðuð nálgun
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, fagmennska og jákvæðni
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Góð íslenskukunnátta og gott vald á rituðu íslensku máli
- Góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.08.2024
Linda Kristmundsdóttir - Linda.Kristmundsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6620
Guðrún B. Guðmundsdóttir – gudrun.bryndis.gudmundsdottir@heilsugaeslan.is -5136606