10. tbl. 99.árg. 2013
Umræða og fréttir
Árgangur 1973
Það eru heil fjörutíu ár síðan þessi ágæti hópur læknakandídata útskrifaðist með láði frá Háskóla Íslands. Alls voru 29 kandídatar í þessum árgangi. Allir eru á lífi, nokkrir hættir vinnu. Við vorum 12 frá Íslandi, einn frá Kanada og einn frá Bretlandi sem heimsóttum hina tvo norsku félaga okkar. Einn þeirra (OKA) býr í Harstad á Lófæti. Þangað var farið í mjög fínu haustveðri og svo siglt til Þrándheims og haldið upp á 40 góð ár farsælla starfa hjá okkur og félögunum sem ekki komust með að þessu sinni.
Á myndinni sem tekin er fyrir framan dómkirkjuna í Niðarósi eru: Gestur Pálsson, Guðmundur Þorgeirsson, Kristófer Þorleifsson, Hjálmar Freysteinsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Odd Kildahl Andersen, Gunnar Valtýsson, Reynir Tómas Geirsson, Ásgeir Theodórs, Hallgrímur Benediktsson, Svavar Haraldsson, Rein Knoph, Pétur Ingvi Pétursson, Tómas Zoëga, Stefán B. Matthíasson og Jens A. Guðmundsson.