03. tbl. 99. árg. 2013

Umræða og fréttir

Hvar á nýr Landspítali að rísa?


Helgafellsspítali við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar árið 1942.

Þessi mynd er tekin vorið 1942 af Helgafellsspítala sem breski og ameríski herinn reisti við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallaafleggjara við Köldukvísl, og var starfræktur þar til í júní 1944. Þar má enn sjá nokkur ummerki um starfsemi og sagan segir að reimleikar séu þarna í holtinu, bresk hjúkrunarkona með kappa og hitamæli lætur víst stundum á sér kræla. Spítalinn var vel búinn af lækningatækjum og 660 manna starfsliði, og þar voru um 1000 sjúkrarými í stórum sjúkrastofum með 40 til 40 rúmum. Spítalinn var í 160 bröggum sem voru tengdir með göngum svo fólk kæmist á milli bragganna hratt og örugglega án tillits til veðurs og færðar. Heitt vatn var leitt frá Suður-Reykjum og þótti mikill munaður að hafa óþrjótandi sjóðheitt baðvatn fyrir sjúklinga og starfsmenn.

Helgafellsspítali var einskonar landspítali ameríska hersins hér á landi og veitti fullkomnustu spítalaþjónustuna. Ekki er annað hægt að segja en að staðsetningin sé miðsvæðis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Í blaðinu núna er viðtal við Friðþór Eydal um herspítalana á Íslandi á stríðsárunum, bls. 150-4.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica