02. tbl. 99. árg. 2013

Umræða og fréttir

Samningur um samskipti og siðareglur


Þann 23. janúar undirrituðu Læknafélag Íslands, Frumtök, Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar og þjónustu fyrir hönd félagsmanna sinna og aðildarfyrirtækja samning um samskipti milli lækna, lyfjafyrirtækja og fyrirtækja sem flytja inn lyf. 

Samningurinn var undirritaður á Læknadögum í Hörpu. Samningurinn formfestir samskipti lækna og lyfjafyrirtækja með það fyrir augum að aðilar njóti faglegs sjálfstæðis, svo hægt verði að bæta meðferð við sjúkdómum. Sjá nánar um samninginn á heimasíðu Læknafélags Íslands, www.lis.is

Á myndinni eru frá vinstri: Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka, Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands og Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Þetta vefsvæði byggir á Eplica