07/08. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Mynd mánaðarins: Kvöldfundir

  

ABÁrið 1968 tók ég upp þá nýbreytni innan ramma kennslu í lyfjafræði að boða nemendur á kvöldfundi til þess að ræða meðferð tiltekinna sjúkdóma að viðstöddum sérfróðum læknum, en vegna þeirra urðu fundir að vera á kvöldin. Nemendur tóku þessu sæmilega vel, en þó misvel, þar eð sumir þurftu að sinna börnum á kvöldum og svo vegna hins, að þessi fræðsla varð sjaldan beint í prófaskana sett. Megintilgangur fundanna var að kennarar í lyfjafræði og klínískir læknar gætu borið saman bækur sínar og svo ekki síður,  að nemendur gætu átt þess kost að spyrja gestina frjálst og beint út í efnið. Mynd 1 er yfirlitsmynd, sem tekin var í stofu 101 í Lögbergi einhvern tíma á níunda áratugnum að ég best man. Á myndinni sjást allmargir læknanemar. Fyrir miðju eru Ásgeir Karlsson og Hannes Pétursson, geðlæknar, en fundurinn var um geðdeyfðarlyf. Með mér á fundinum voru Guðmundur Oddsson, lektor, og Jakob Kristinsson, dósent (síðar prófessor) (mynd 2).

Magnús Jóhannsson, prófessor, stóð fyrir kvöldfundum um staðdeyfingarlyf, sem ætlaðir voru læknanemum og tannlæknanemum og síðar hjúkrunarfræðinemum og voru ætíð fjölsóttir. Því miður hefur ekki fundist mynd af slíkum fundi.






Þetta vefsvæði byggir á Eplica