Vísindi á vordögum 2023 - Ágripin
01. The experience of pregnant women with substance-use disorder of prenatal care. A qualitative systematic review
Anna Margrét Gunnlaugsdóttir1, Valgerður Lísa Sigurðardóttir1,2
1Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, 2kvennadeild Landspítala
valgerds@landspitali.is
Background: Women with substance use problems are less likely to seek prenatal care than other groups. This is a vulnerable group where the interplay between health and social factors has a great influence and service providers' understanding of their experiences is crucial.
Aim: The aim is to highlight the experience of pregnant women with substance use problems of prenatal care.
Method: A systematic review of qualitative studies was conducted. The Joanna Briggs Institute (JBI)meta-aggregation methodology was used to compile findings. The search was performed in PubMed, Cinahl, Scopus, and PsycINFO. Quality assessment of the studies was based on JBI-QARI Quality Assessment Scale. The JBI method and PRISMA statement were used to present the results and they were integrated with the "Matrix" method, which provides an overview of included studies.
Findings: A total of 1,612 results were obtained, 813 published primary studies were screened and 15studies met the criteria of inclusion. Sixty results and sub-themes were extracted which led to four categories: "complex emotions", "service provider attitudes", "challenges" and "support". The result was a composite experience called "world of experiences" that summarizes the accumulated experience of pregnant women with substance use problems.
Conclusion: The findings indicate that pregnant women with substance use problems face a variety of barriers and experience complex feelings and negative attitudes from caregivers. Prenatal care is considered a certain risk factor due to fear of losing the child-to-child protection authorities. Professional support acted as motivation and a positive experience. The findings emphasize the necessity of implementing services that support women´s emotional challenges and provide woman-centred care based on human dignity.
02. SARS-CoV-2 sértækt T-frumusvar eftir COVID-19
Arna Kristbjörnsdóttir2, Hildur Sigurgrímsdóttir1,2, Marít Grímsdóttir2, Siggeir F. Brynjólfsson1,2, Björn R. Lúðvíksson1,2
1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands
arnakr@landspitali.is
Inngangur: Ónæmiskerfið samanstendur af eitlum, ónæmisfrumum, vessabundnum þáttum og frumuboðum sem berjast gegn sýklum. T-frumurnar sem tilheyra sértæka ónæmissvarinu er skipt niður í CD4+ T hjálparfrumur og CD8+ T drápsfrumur. Ónæmissvar gegn veirum einkennist af Th1 frumusvari ásamt framleiðslu á IFN-y. Frá því snemma árið 2020 hefur sjúkdómurinn COVID-19 sem er veirusýking af völdum SARS-CoV-2 veirunnar verið heimsfaraldur. Frá því í mars 2023 hafa 209.137 tilfelli verið greind á Íslandi og 259 manneskjur látið lífið.
Markmið: Skoða frumubundið minnissvar gegn SARS-CoV-2 í COVID-19sjúklingum á Íslandi.
Aðferðir: Einkjarna frumur voru einangraðar úr heilblóði 83 sjúklinga 15-6? vikum eftir COVID-19. Frumurnar voru örvaðar með SARS-CoV-2 próteinum (S1, RBD og N) í einum brunni eða öll saman ásamt CD28/CD49d. Utanfrumulitun var gerð með CD3, CD4 og CD8 mótefnum en innanfrumulitun var gerð með IL-2, IL-6, IFN-y og TNF-a.
Niðurstöður: Sjúklingar sem lögðust inn á sjúkrahús voru með lægra hlutfall CD4+ seytandi frumna heldur en sjúklingar sem lögðust ekki inn. Til dæmis var hlutfall CD4+IL2+ og CD4+IL6+ T frumna lægra hjá innlögðum sjúklingum ef örvað var með N próteini. Eins var hlutfall CD4+IL2+ IFNy+IL6+ T frumna (P=0,021736), CD4+IL2+ TNFa+IL6+ T frumna (P=0,018423), CD4+IL6+ IFNy+IL2+ T frumna (P=0,012346) og CD4+IL6+ IL2+TNFa+ T frumna (P=0,030392) lægra í innlögðum sjúklingum. Þegar niðurstöður SARS-CoV-2 sértæks T frumusvars er skipt upp m.t.t. vikna eftir upphaf einkenna sást ekki munur.
Ályktanir: T frumu sértækt minnissvar sést þegar einstaklingar sem voru áður sýktir af SARS-CoV-2 eru skoðaðir, allt að 15 mánuðum eftir sýkinguna. Þar sem enginn munur sást milli vikna eftir upphaf einkenna getum við dregið þá ályktun að T frumu minnissvar er stöðugt í einhvern tíma. Ákveðið mynstur sést þar sem sjúklingar sem lögðust ekki inn virðast vera með hærri tjáningu en sjúklingar sem lögðust inn á sjúkdómstímabilinu en aðeins ákveðnir undirhópar T frumna sýna marktækan mun.
03. Barkaþræðing byrjenda - samanburður á þremur aðferðum
Bjarni Dagur Þórðarson1, Eric Contant2, Nils Daníelsson2, Hjalti Már Björnsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2bráðamóttöku Landspítala
bth138@hi.is
Bakgrunnur: Hjá óstöðugum sjúklingum getur þurft að tryggja öndunarveg með barkaþræðingu. Barkaþræðing felur í sér að koma barkarennu á milli raddbanda og niður í barka og er þetta oft lífsbjargandi inngrip. Algengast er að nota barkakýlissjá til barkaþræðingar, með eða án myndavélar. Minna þekkt aðferð er að nota fingur til barkaþræðingar, en sú aðferð getur komið sér vel þegar erfitt er að nota barkakýlissjá vegna t.d. blóðs eða magainnihalds í koki. Til eru rannsóknir á árangri byrjenda í öndunarvegameðferðum með barkakýlissjá, en ekki hafa fundist fyrri rannsóknir á árangri með fingurtækni.
Markmið: Að meta árangur læknanema án fyrri þjálfunar í barkaþræðingu með hefðbundinni barkakýlissjá, með fingrum eingöngu og með fingrum auk langs leiðara.
Aðferð: Öllum læknanemum á 1.-3. ári við Háskóla Íslands var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendurnir horfðu á stöðluð kennslumyndbönd um hverja aðferð fyrir sig auk þess sem þeir fengu handleiðslu um hvernig hver aðferð væri gerð. Allir framkvæmdu hverja aðferð þrisvar sinnum á æfingadúkku í hermisetri þar sem skráð var hvort inngripið heppnaðist og hversu langan tíma það tók.
Niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 51 talsins. Í þriðju tilraun tókst barkaþræðing með fingrum ásamt löngum leiðara í 90% tilvika, með barkakýlissjá 65% og með fingrum eingöngu í 53% tilvika. Sá tími sem tók að barkaþræða með fingrum ásamt löngum leiðara í fyrstu tilraun var 46s (±16s) en 44s (±30s) í þriðju tilraun. Fyrsta tilraun með barkakýlissjá tók 51s (±26s) en þriðja tilraun tók 35s (±16s) og með fingrum tók barkaþræðing 33s (±14s) í fyrstu tilraun og 28s (±10) í þriðju.
Ályktanir: Litla þjálfun virðist þurfa til að framkvæma barkaþræðingu með fingrum og löngum leiðara. Læknanemar án fyrri þjálfunar í barkaþræðingum náðu í þriðju tilraun að barkaþræða í 90% tilfella. Þrátt fyrir að notkun fingra og langs leiðara hafi tekið aðeins lengri tíma teljum við það ásættanlegt þar sem líkur á heppnuðu inngripi eru mun meiri. Niðurstöðurnar benda til þess að barkaþræðing með fingrum ásamt löngum leiðara geti verið heppilegri leið til að barkaþræða fyrir lækna sem ekki hafa fullnægjandi þjálfun í að beita barkakýlissjá.
04. Magakrabbamein svarar meðferð eftir einn skammt af ónæmisörvandi meðferð
Bjarni Hörpuson Þrastarson1, Þórður Tryggvason2, Jurate Ásmundsson2, Sara Rut Kristbjarnardóttir4, Halldór Benediktsson4, Agnes Smáradóttir3, Sigurdís Haraldsdóttir1,3
1Háskóla Íslands, 2meinafræðideild, 3krabbameinslækningadeild, 4röntgendeild Landspítala
bjarniht@landspitali.is
Inngangur: Kynnt er sjúkratilfelli 79 ára karlmanns sem greinist með dreift magakrabbamein 2019. Sjúklingurinn fór í magaspeglun vegna blóðskorts sem leiddi í ljós útstæðan vöxt í antrum hluta maga og staðfesti sýnataka kirtilkrabbamein (adenocarcinoma). Stigunarrannsókn sýndi útbreiddan sjúkdóm með meinvörpum í lifur, milta, eitlum og beinum. Vefjarannsókn leiddi í ljós skort á tjáningu tveggja viðgerðarpróteina sem taka þátt í viðgerð mispörunar við tvöföldun erfðaefnis (MLH1/PMS2). Byrjað var á hefðbundinni lyfjameðferð með 5-fluorouracil og oxaliplatin sem gaf svörun en vegna aukaverkana er skipt í 5-fluorouracil viðhaldsmeðferð. Eftir 6 mánuði af viðhaldsmeðferð sést framþróun sjúkdóms og skipt yfir í meðferð með nivolumab (PD-1 varðstöðvahemill) sem hefur virkni í krabbameinum með mispörunarprótein-skort. Fékk sjúklingur eina meðferð en leggst í kjölfarið inn á bráðalyflækningadeild vegna hás blóðsykurs og reynist vera með brisbólgu og skjaldvakaeitrun (thyrotoxicosis). Eftir það var meðferð stöðvuð.
Markmið: Að kynna möguleika ónæmisörvandi lyfja í krabbameinslyfjameðferð.
Aðferðir: Yfirferð tilfellisins byggir á klínískum upplýsingum sem var aflað úr sjúkraskrá sjúklings.
Niðurstöður: Í nýjustu stigunarrannsókn í september 2022 sést áframhaldandi afturhvarf á breytingum í lungum og minnkun á eitlastækkunum. Engar nýtilkomnar breytingar sjást í lifur né lungum. Þannig að krabbameinið fer í nánast algjört sóttarhlé (complete remission) eftir einn skammt af nivolumab í ágúst 2020.
Ályktanir: Ónæmisörvandi lyf eru nýr meðferðarmöguleiki í krabbameinum sem tjá ekki mispörunarprótein (mismatch repair deficiency) og geta virkað í lengri tíma eftir að meðferð er stöðvuð. Aukaverkanir geta komið fram í formi sjálfsofnæmis og bólgu í vefjum og er líklegra að sjúklingar með aukaverkanir hafi gagn af meðferðinni.
05. Flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu 2010-2022 - Komur á bráðamóttöku Landspítala á 12 ára tímabili
Björn Vilhelm Ólafsson1, Hjalti Már Björnsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2bráðamóttöku Landspítala
bvo3@hi.is
Inngangur: Flugeldar voru uppgötvaðir í Kína fyrir um 2000 árum og áttu sinn þátt í þróun skotvopna. Á Íslandi sem og annars staðar í heiminum hefur skapast sú hefð að kveðja gamla árið með tendrun þeirra á gamlárskvöldi. Flugeldanotkun almennings í landinu er mikil og hefur henni fylgt nokkur slysatíðni. Þekkt eru skaðleg áhrif umhverfismengunar af þeirra völdum og hefur það farið mikinn í umræðunni. Engar fyrri heildstæðar rannsóknir liggja fyrir á flugeldaslysum hér á landi.
Markmið: Að meta tíðni, orsakir, eðli og afleiðingar flugeldaslysa meðal þeirra sem komu til meðferðar á bráðamóttöku Landspítala á tímabilinu frá desember 2010 til janúar 2022.
Aðferðir: Gerð var textaleit í sjúkraskrám til að finna komur á bráðamóttöku Landspítala á tímabilinu desember 2010 til janúar 2022 af völdum flugeldaslysa. Voru sjúkraskrár yfirfarnar til að finna nánari lýsingar á tildrögum slyss og áverkum.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu leituðu til Landspítala 248 einstaklingar vegna flugeldaslysa, þar af 181 (73%) karl. Aldursbilið var frá 9 mánaða til 79 ára, alls 114 börn, þar af 12 á leikskólaaldri. Til viðbótar leituðu 54 á bráðamóttöku vegna hliðarslysa. Alls voru 96 (39%) slysanna rakin til gallaðra flugelda. Rakettur ollu flestum slysum eða 56 (23%) þar á eftir skottertur 43 (17%) svo blys 32 (13%). Flugeldategund var óskráð í 62 (25%) tilfellum. Brunaáverka hlutu 157 einstaklingar, þar af 104 á höndum. Augnáverkar fundust hjá 67 einstaklingum og 97 einstaklingar hlutu opin sár. Inn á Landspítala lögðust 22 sjúklingar sem lágu samtals í 91 dag. Enginn lést en að minnsta kosti 13 hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaáverka.
Ályktanir: Síðasta áratuginn hefur 21 einstaklingur slasast og einn hlotið varanlegt heilsutjón að meðaltali vegna flugeldanotkunar á höfuðborgarsvæðinu ár hvert sé miðað við heil ár. Alls eru 73% slasaðra karlkyns, börn eru helmingur slasaðra og eitt barn á leikskólaaldri slasast venjulega um hver áramót. Efla þarf forvarnir gegn flugeldaslysum og íhuga að setja strangari reglur um notkun þeirra.
06. Viðhorf ljósmæðra í fæðingarþjónustu til notkunar ómtækja við mat á framgangi fæðingar
Elsa Ruth Gylfadóttir1,2, Hulda Hjartardóttir1,3, Valgerður Lísa Sigurðardóttir1,2
1Kvennadeild Landspítala, 2hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, 3læknadeild Háskóla Íslands
elsagylf@landspitali.is
Inngangur: Ljósmæður sem starfa við fæðingar á hátæknisjúkrahúsum hafa farið í gegnum mikla tækniþróun undanfarin ár. Notkun á ómtæki við framgangsmat fæðinga er ný tækni sem vísbendingar eru um að hafi ýmsa kosti fram yfir hefðbundnar innri skoðanir. Áður en ný tækni er innleidd er mikilvægt að skoða viðhorf fagaðila.
Tilgangur: Að skoða viðhorf ljósmæðra sem starfa við fæðingar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til notkunar ómtækja við mat á framgangi fæðinga. Einnig að kanna viðhorf þeirra til mögulegrar innleiðingar á tækninni ásamt því að skoða möguleika á að þróa vinnulag til að bæta þjónustu við fæðandi konur.
Aðferð: Rannsóknin er eigindleg. Í janúar 2022 voru þrjú rýnihópaviðtöl með hálfstöðluðum spurningalista tekin við 16 ljósmæður Fæðingarvaktar Landspítala. Tilgangsúrtak var notað og ljósmæðrum með ólíkan bakgrunn og mislanga starfsreynslu boðin þátttaka til að ná fram ólíkum sjónarhornum. Efnisgreining var notuð til að flokka niðurstöður í þemu og undirþemu.
Niðurstöður: Viðhorf ljósmæðra endurspegluðust í eftirtöldum þemum: 1) „Ljósmæðralistin og tæknin“ sem skiptist í a) klíníska nefið og tæknin kallast á, b) ljósmæður eru námsfúsar, og c) að hafa stjórn á innleiðingu. 2) „Kona og barn í öndvegi“ sem skiptist í a) valmöguleikinn skiptir máli, b) öryggið á oddinn, og c) sambandið við konuna.
Ályktun: Ljósmæður styðja tækniþróun sem byggð er á gagnreyndri þekkingu og hefur ávinning fyrir skjólstæðinga þeirra og auka ekki óþarfa inngrip. Þær vilja hafa áhrif á innleiðingu breyttra aðferða og standa vel að henni með velferð skjólstæðinga að leiðarljósi. Ljósmæður telja mat á framgangi fæðinga með ómtæki ekki koma í stað hefðbundinna innri skoðana en telja tæknina jákvæða viðbót. Ómskoðanir við mat á framgangi fæðinga eru góður valkostur fyrir vissa hópa kvenna og gagnlega í ákveðnum tilvikum. Þörf er á frekari rannsóknum til að meta ávinning af notkun ómtækis við framgangsmat í fæðingum.
07. Psychometric properties of the Icelandic translation of the Childbirth Experience Questionnaire 2.0
Emma Marie Swift1,2, Edythe L. Mangindin2 , Valgerður Lísa Sigurðardóttir1,3
1Faculty of Nursing and Midwifery, University of Iceland, 2Reykjavik Birth Center, 3Women´s Clinic Landspitali – National University Hospital
valgerds@landspitali.is
Background: The Childbirth Experience Questionnaire (CEQ2) has been developed and tested in multiple languages, exhibiting excellent psychometric properties in English and Swedish.
Aim: The aim of this study is to translate and adapt the CEQ2 to Icelandic and determine its psychometric characteristics.
Methods: The CEQ-2 was translated to Icelandic using forward-to back translation. Data was then collected among Icelandic speaking women in March 2021 in an online survey (n=1400).
Results: The face validity of the Icelandic CEQ-2 was demonstrated with all women reporting that it was easy to understand and complete. The internal consistency was high (Cronbach's alpha >0.85for the total scale and all subscales).
Conclusions: The study demonstrates that the Icelandic CEQ-2 is a valid and reliable measure of childbirth experience in the Icelandic population. The internal consistency of the Icelandic CEQ-2 is similar to what has been found in other studies.
08. Mat á mögulega óviðeigandi lyfjameðferð hjá eldri skurðsjúklingum byggt á Beers kríteríum
Freyja Jónsdóttir1,2, Anna Bryndís Blöndal1,3, Aðalsteinn Guðmundsson4,5, Ian Bates6, Jennifer Stevenson7,8, Martin I. Sigurðsson5,9
1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2lyfjaþjónustu Landspítala, 4öldrunarlækningum, Landspítala, 5læknadeild Háskóla Íslands, 6School of Pharmacy, University College London,
7King's College, London, 8Guys and St Thomas' NHS Foundation Trust, London,
9svæfingar- og gjörgæslulækningum, Landspítala
freyjaj@landspitali.is
Inngangur: Fjöllyfjameðferð er áhættuþáttur fyrir mögulega óviðeigandi lyfjameðferð meðal eldri einstaklinga. Beers kríteríur er tól til að bera kennsla á mögulega óviðeigandi lyfjameðferðir hjá eldri einstaklingum. Skurðsjúklingar á einni eða fleirum mögulega óviðeigandi lyfjameðferðum eru í aukinni áhættu lakari klínískum útkomu. Markmiðið var að meta algengi mögulegrar óviðeigandi lyfjameðferðar fyrir skurðaðgerð meðal eldri skurðsjúklinga og tengsl þess við fjöllyfjameðferð.
Aðferðir: Rannsóknarsnið var aftursýn lýsandi rannsókn meðal skurðsjúklinga ≥65 ára á Landspítala á tímabilinu 2006–2018. Mögulega óviðeigandi lyfjameðferð skurðsjúklinga árið fyrir aðgerð var metin með Beers kríteríum 2019. Þátttakendur voru flokkaðir eftir fjölda lyfja sem þeir tóku árið fyrir aðgerð, ekki fjöllyfjameðferð (<5), fjöllyfjameðferð og ofur fjöllyfjameðferð (>10).
Niðurstöður: Meðal 17198 sjúklinga (54% konur; meðalaldur 75±7.5) var algengi mögulega óviðeigandi lyfjameðferðar byggt a Beers kríteríum fyrir skurðaðgerð, 37,7%, 80,4% og 95,9% fyrir ekki fjöllyfjameðferð (<5), fjöllyfjameðferð og ofur fjöllyfjameðferð (>10). Algengasta lyfjaávísunin sem metin var mögulega óviðeigandi lyfjameðferð byggt á Beers kríteríum voru lyf sem virka á miðtaugakerfið og meltingarkerfið. Meðal lyfja sem verka á miðtaugakerfið var algengasti lyfjaflokkurinn svokölluð Z-lyf og benzodiazepín. Meðal lyfja sem verka á meltingarkerfið var algengasta mögulega óviðeigandi lyfjameðferðin prótónpumpuhemlum.
Ályktun: Byggt á Beers kríteríum er mögulega óviðeigandi lyfjameðferð meðal eldri skurðasjúklinga algeng og hefur tengsl við fjöllyfjameðferð og ofur fjöllyfjameðferð.
Tengsl eru milli fjöllyfjameðferðar og ofur fjöllyfjameðferðar og mögulega óviðeigandi lyfjameðferðar. Leggja þarf áherslu á yfirferð lyfjameðferðar hjá eldri skurðsjúklingum fyrir og eftir skurðaðgerð og tryggja að lyfjameðferðin sé örugg og árangursrík til að draga úr líkum á lakari klínískum útkomum og lyfjatengdum skaða.
09. Mat á viðhorfi til þverfaglegrar kennslu og teymisvinnu meðal sérnámslækna í geðlækningum og sérnámslyfjafræðinga í klínískri lyfjafræði
Freyja Jónsdóttir1,2, Elín Ingibjörg Jacobsen2, Heimir Jón Heimisson2, Guðrún Dóra Bjarnadóttir3,4
1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2lyfjaþjónustu, 3geðþjónustu, 4læknadeild Háskóla Íslands
freyjaj@landspitali.is
Inngangur: Með auknu álagi í heilbrigðisþjónustu hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þverfaglegrar samvinnu. Til að undirbúa heilbrigðisstarfsmenn framtíðarinnar er mikilvægt að veita tækifæri til þverfaglegra kennslu. Til að hægt sé að innleiða árangursríka þverfaglegrar kennslu er brýnt að rýna hversu móttækilegir nemar, á framhaldsmenntunarstigi háskólamenntunar, eru til kennslunnar og aukinnar teymisvinnu.
Markmið: Markmið rannsóknar var að kanna viðhorf sérnámslækna í geðlækningum og sérnámslyfjafræðinga í klínískri lyfjafræði til þverfaglegrar kennslu og teymisvinnu eftir að hafa tekið þátt í þverfaglegri kennslu.
Aðferðir: Rafrænn spurningalisti var sendur til allra sérnámslækna í geðlækningum og sérnámslyfjafræðinga í klínískri lyfjafræði á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem tóku þátt í þverfaglegri kennslu um geðlyf. Notast var við staðlaða spurningarlista sem heitir „Readiness for Interprofessional Learning Scale“ (RIPLS), sem samanstendur af 19 spurningum á Likert kvaða sem metur hugtök sem tengjast teymisvinnu, faglegri sjálfsmynd og hlutverkum og ábyrgð. Opnum spurningum var einnig bætt við. Lýsandi tölfræði var notuð til að greina niðurstöðurnar.
Niðurstöður: Svarhlutfall þátttakenda var 87% (26/30) (62% sérnámslæknar), 73,1% voru konur og meðalaldur 33 ár. Niðurstöður benda til þess að meirihluti (96%) þátttakenda annað hvort mjög sammála eða sammála því að þverfaglegt nám styðji við teymisvinnu og samvinnu. Allir þátttakendur gáfu til kynna að þátttaka þeirra hefði dýpkað þekkingu sína á því efni sem fjallað var um og 92% að þátttaka þeirra dýpkaði þekkingu sína á hinni faglegu sérgrein. Alls töldu 88% þátttakenda að þverfagleg kennsla hefði aukið traust sitt á hinni starfsgreininni.
Ályktun: Bæði sérnámslæknar í geðlækningum og sérnámslyfjafræðingar í klínískri lyfjafræði höfðu jákvætt viðhorf til þverfaglegrar kennslu og áhrifum hennar á teymisvinnu og samvinnu. Sérstaka áherslu ætti að leggja á að bjóða upp á þverfaglega kennslutækifæri.
10. Stöðugleiki QFix Encompass festibúnaðar í stereótaktískri geislameðferð á heilameinvörp
Gauti Baldvinsson, Naveed Piracha, Qiuyi Xu, Kristinn Kristinsson, Hanna Björg Henrysdóttir
Geislameðferðardeild Landspítala
gauti@landspitali.is
Inngangur: Stereótaktísk geislameðferð var gefin í fyrsta skipti á Íslandi haustið 2022. Meðferðin byggir á mjög stórum geislaskömmtum og krefst meiri nákvæmni en hefðbundin geislameðferð. Samhliða var tekinn í notkun nýr festibúnaður, Encompass (QFix, Avondale, PA, USA), fyrir stereótaktíska geislameðferð á heilameinvörp sem býður upp á meiri nákvæmni en hefðbundinn festibúnaður. Þekking á stöðugleika festibúnaðarins er nauðsynleg til að geta tryggt þá nákvæmni sem meðferðin krefst.
Markmið: Að meta stöðugleika Encompass festibúnaðar með því að mæla hreyfingu sjúklinga á meðan meðferð stendur.
Aðferðir: Sneiðmyndir frá meðferðum sjúklinga í línuhröðlum voru notaðar til að leggja mat á hreyfingu sjúklinga á meðan meðferð stóð (15-30 mín). Myndir sem teknar voru fyrir og eftir hverja meðferð voru bornar saman við TS undirbúningsmynd með sjálfvirku myndmátunaralgrími.
Niðurstöður: Alls hafa 6 sjúklingar fengið 12 meðferðir á tímabilinu október 2022 – mars 2023. Lagt var mat á hreyfingu sjúklinga á meðan meðferð stóð með því að mæla færslur eftir þremur hliðrunarásum og þremur snúningsásum. Stærstu færslur sem mældust voru 0,7 mm í y-stefnu og 0,7° í snúningsstefnu um y-ásinn. Tíðni færslna ≤ 0,2 mm í x-, y-, og z-stefnu var 72% og tíðni snúninga ≤ 0,2° um sömu ása var 80%.
Ályktanir: Niðurstöður mælinga gefa til kynna að stöðugleiki Encompass festibúnaðarins sé <1 mm og <1° og að hreyfing sjúklinga á meðan meðferð stendur sé vel innan öryggismarka.
11. Innra réttmæti hugbúnaðarútgáfu ADL kvarða A-ONE: Rasch greining
Guðrún Árnadóttir1,2
1Meðferðarsviði Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands
gudrunar@landspitali.is
Inngangur: Iðjumatstækið „ADL-focused Occupation-based Neurobehavioral Evaluation“ (A-ONE) mun vera fyrsta matstækið hannað til að meta samtímis framkvæmd iðju og einkenni sem draga úr framkvæmdafærni. Það samanstendur af tveimur raðkvörðum, 20 atriða ADL kvarða og kvarða til að meta áhrif taugaeinkenna á framkvæmdafærnina.
Markmið: Að kanna með Rasch greiningu réttmæti og áreiðanleika ADL kvarða A-ONE út frá stækkuðu úrtaki ætluðu til hugbúnaðargerðar.
Aðferðir: Winsteps forritið var notað við Rasch greiningu gagna frá 477 einstaklingum með taugaeinkenni. Byrjað var að kanna virkni fjögurra þrepa ADL kvarðans. Síðan var framkvæmd greining á innra réttmæti hans með athugun á: a) Sniðgæðum atriða (Goodness of fit) sem gefur til kynna hversu vel gögnin samsvara staðhæfingum Rasch raðkvarða líkansins, b) meginþáttagreiningu frávika frá svokölluðum Rasch þætti og c) dreifisamsvörun atriða og einstaklinga (Targeting). Áreiðanleiki var kannaður út frá staðalvillu, aðgreiningarskrá (Separation index) og áreiðanleikastuðlum. Samræmis viðmiðin MS ≤1,4 og z <2 voru notuð til að kanna hversu vel gögnin samræmdust ofangreindum staðhæfingum. Ósamræmi (misfit) milli áhorfs mæligildis atriða og þess gildis sem líkanið reiknar með varðandi bæði vigtað innra samræmi (infit) atriða kvarðans, og óvigtað ytra samræmi (outfit) tengt útlögum, voru metin út frá þessum viðmiðum. Í framhaldinu voru PCA gildi byggð á meginþáttagreiningu frávika athuguð með viðmiðinu Rasch factor ≥50% og stærð fyrstu andstæðu <10%, til að útiloka tilvist annarrar atriðavíddar en ADL. Dreifisamsvörun var metin út frá grafi. Við könnun á áreiðanleika kvarðans var tekið mið af aðgreiningarskrá G >2 færnilög, (nauðsynlegt gildi til að kvarðinn geti numið frammistöðubreytingar), áreiðanleikastuðli ≥0,8 og staðalvillu ≤0,5 logit fyrir atriði.
Niðurstöður: Niðurstöður greiningar á þrepavirkni stækkaðs úrtaks ADL kvarða A-ONE stóðust öll viðmið. Öll atriði nema eitt (Notkun hnífs) stóðust sniðgæða viðmiðið MS ≤1,4 og z <2, en atriðið er þó innan viðmiðs fyrir tilviljanabundna skekkju. Meginþáttagreiningin gaf til kynna að Rasch factor væri >50%. Áreiðanleika stuðull fyrir einstaklinga var 0,9 og G >4 færnilög.
Ályktun: Sú útgáfa ADL kvarða A-ONE sem byggir á gögnum 477 einstaklinga stenst öll viðmið sem sett voru um innra réttmæti kvarðans og áreiðanleika hans. Hugbúnaðarútgáfa kvarðans er því vel fallin til árangursmælinga.
12. ADL kvarði A-ONE: Próffræðileg afbrigði mælikvarða byggð á mismunandi líkönum Rasch-greiningar
Guðrún Árnadóttir1,2
1Meðferðarsviði Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands
gudrunar@landspitali.is
Inngangur: Rasch-greining er atriðagreining sem algengt er orðið að nota í endurhæfingu til að hanna mælikvarða eða umbreyta raðkvarðastigum í mælieiningar þannig að réttmætt sé að beita þýðisbundnum tölfræðiaðferðum við gagnaúrvinnslu. Greiningin byggir á líkindasambandi milli erfiðleika atriða og færni einstaklinga. Við slíka greiningu raðast mis erfið atriði á einkennisrit sem nær frá atriðum sem auðvelt er að inna af hendi til atriða sem erfitt er að framkvæma. Ef atriði á stigveldi kvarða reynast vera ein hugsmíð og samræmast staðhæfingum líkansins þá er hægt að gera ráð fyrir að atriði þess raðist út frá jafnbilaeiginleikum. Rasch-greining með raðkvarða-líkani hefur sýnt að ADL kvarði „ADL-focused Occupation-based Neurobehavioral Evaluation“ (A-ONE) sem byggður er á sameiginlegu úrtaki fólks með heilablóðfall og heilabilun (n=477) er bæði réttmætur og áreiðanlegur. Raðkvarðalíkanið er hins vegar eitt af fleiri Rasch-líkönum sem hægt er að nota við uppbyggingu mælikvarða. Því vekur forvitni að athuga hvort greining með öðrum líkönum bæti einhverju við próffræðilega mælitækis styrkleika.
Markmið: Að bera saman próffræði eiginleika þriggja Rasch-líkana: raðkvarðalíkans, þrepafrelsislíkans og atriðafylkjalíkans með Rasch-greiningu á ADL kvarða A-ONE.
Aðferðir: Winsteps forritið var notað til að keyra helstu Rasch-greindar tegundir réttmætis og áreiðanleika með notkun þrepafrelsis- og atriðafylkjalíkans. Viðmið fyrir innra réttmæti: MS ≤ 1,4 og z < 2, PCA fyrstu andstæðu ≤ 10%; fyrir áreiðanleika: Áreiðanleikastuðull ≥ 0,8, aðgreiningaskrá G ≥ 2 færnilög; fyrir þrepakvarða: Stigatíðni þrepa ≥ 10, hækkun þrepakvörðunar > 1,0 logit og rétt röðun þrepaþröskulda. Niðurstöðurnar voru bornar saman við upphafleg gildi fyrir ADL kvarða forritsins sem byggir á raðkvarðalíkaninu.
Niðurstöður: Bæði raðkvarða- og atriðafylkjalíkönin standast öll réttmætis og áreiðanleika viðmið en Raðkvarðalíkanið kemur betur út hvað varðar færnilög 4,28/4,0; aðgreiningarskrá 2,96/2,77 og stigaspönn umbreytingatöflu 60/47. Þrepafrelsislíkanið stenst ekki þrepakvarðaviðmiðin og kemur því ekki til greina fyrir þetta úrtak.
Ályktun: Raðkvarðalíkanið hentar betur fyrir Rasch-greiningu gagna fjögurra þrepa ADL kvarða A-ONE en bæði atriðafylkja- og þrepafrelsislíkanið og því er ekki ástæða til að gera breytingar á reikniritum A-ONE forritsins.
13. Ný og áframhaldandi notkun prótónupumpuhemla í kjölfar innlagnar á lyflækningadeildir Landspítala
Helga Rut Steinsdóttir1, Martin I. Sigurðsson2,3, Einar Stefán Björnsson2,4, Freyja Jónsdóttir1,4
1Lyfjaþjónustu Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3svæfingar- og gjörgæsludeild, 4meltingarlækningadeild Landspítala
helgarst@landspitali.is
Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að prótónupumpuhemlum (PPH) er oft ávísað án viðeigandi ábendinga. Allt frá 29-55% sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús í öðrum löndum fá PPH við útskrift og 22-40% verða áframhaldandi notendur.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka nýja notkun PPH og hlutfall áframhaldandi notkunar lengur en í þrjá mánuði eftir útskrift af Landspítala.
Aðferðir: Afturskyggn lýsandi rannsókn meðal sjúklinga ≥18 ára sem lögðust inn á Landspítala 2010-2020. Gögn fengust úr íslenska lyflækningagagnagrunninum sem inniheldur upplýsingar um sjúklinga sem lögðust inn á lyflækningadeildir Landspítala auk upplýsinga um útleyst lyf úr Lyfjagagnagrunni landlæknis. Hlutfall þeirra sem hófu meðferð með PPH innan þriggja mánaða frá útskrift (nýir notendur) og hlutfall sjúklinga sem héldu áfram notkun eftir þrjá mánuði (áframhaldandi notendur) var kannað.
Niðurstöður: Af 85.942 innlögnum á tímabilinu leystu 39.544 sjúklingar út lyfseðil fyrir PPH ári fyrir innlögn, skilgreindir sem langvinnir notendur. Alls 7238 (15,6%) voru nýir notendur og af þeim voru 4942 (68%) áframhaldandi notendur. Tíðni nýrrar PPH notkunar var hæst hjá þeim sjúklingum sem útskrifuðust af meltingarlækningadeild (32,2%), blóðlækningadeild (31,8%) og krabbameinsdeild (29,2%). Nýir notendur voru líklegri til að vera með sögu um illkynja æxli (19,5%) og lifrarsjúkdóma (22,7%), ásamt því að leggjast frekar inn á gjörgæslu á meðan innlögn stóð. Þar að auki var sjúkdómsbyrði þeirra hærri samanborið við þá sem ekki hófu meðferð með PPH (2,44 á móti 2,19). Af 4942 áframhaldandi notendum voru flestir karlmenn (54%) og >75 ára (75%). Flestir áframhaldandi notendur útskrifuðust af öldrunarlækningadeild (83,6%) og hjartadeild (76%).
Ályktun: Einn af hverjum 6 sjúklingum sem leggst inn á lyflækningadeild Landspítala leysir út lyfseðil fyrir PPH innan þriggja mánaða frá útskrift og stór hluti þeirra verða áframhaldandi notendur. Nýir notendur virðast fleiri á Landspítala en erlendis við útskrift og áframhaldandi notkun algeng. Athygli vekur hátt hlutfall nýrra PPH notenda hjá blóð- og krabbameinssjúklingum sem krefst frekari rannsókna.
14. Ytra réttmæti ADL mæligilda A-ONE hugbúnaðarins: Samanburður við Rasch-greind mæligildi Winsteps-forritsins
Helgi Sigtryggsson1, Garðar Ingvarsson2, Guðrún Árnadóttir3,4
1Carnegie Mellon University, Pittsburgh, 2University College London, 3meðferðarsviði Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands
gudrunar@landspitali.is
Inngangur: Mæligildi eru nauðsynleg til að meta árangur endurhæfingar. Iðjumatstækið „ADL-focused Occupation-based Neurobehavioral Evaluation“ (A-ONE) er notað til að meta framkvæmdafærni við daglegar athafnir og áhrif taugaeinkenna á framkvæmdina. Nýlega var hannaður notendavænn hugbúnaður sem leyfir skráningu upplýsinga A-ONE matstækisins, umbreytingu raðkvarðastiga þess í mæligildi og skýrslugerð. Reiknilíkön hugbúnaðarins sem voru útfærð í Python byggja á Rasch-greindum mæligildum umbreyttra raðkvarðastiga. Forritið útfærir: Samruna stiga, útreikninga fyrir brottfall mæligilda og reikninga til að kanna marktækni mæligildanna við árangurs mat. Það býður því upp á umtalsverðan vinnusparnað fyrir iðjuþjálfa.
Markmið: Að kanna ytra réttmæti og áreiðanleika mælinga reiknilíkans ADL kvarða A-ONE hugbúnaðarins með því að bera mæligildi hans í logits saman við upprunaleg Rasch greind mæligildi kvarðans með Winsteps-forritinu.
Aðferðir: Reiknilíkan ADL kvarða A-ONE byggir á Rasch-greiningu afturskyggnra gagna 477 sjúkdómsgreindra einstaklinga (heilablóðfall og heilabilun). Það tekur tillit til miserfiðra atriða og þrepafjölda þeirra við útreikninga mæligildanna. Hrátölur kvarðans voru slegnar inn í forritið fyrir 50 einstaklinga (>10%) úrtaksins. Mæligildi og staðalvillur fengin með A-ONE forritinu voru síðan borin saman við Winsteps-mæligildi sömu einstaklinga. Mismunarviðmiðið ≥0,5 logit var notað til að ákvarða marktækni mismunarins auk paraðs tvíhliða t-prófs með Winsteps-forritinu.
Niðurstöður: Mismunur mæligilda ADL kvarða A-ONE hugbúnaðarins og Winsteps-forritsins fyrir mælingu sérhvers einstaklings var < 0,3 logit. Hann var því ómarktækur eins og parað t-próf (p=0,3) staðfesti.
Ályktun: Umbreyting raðkvarðastiga í mæligildi með notkun ADL kvarða A-ONE undirstrikar réttmæti og áreiðanleika reiknilíkana forritsins og er því kærkomin viðbót við árangursmat iðjuþjálfa.
15. Árangur ristil- og endaþarmsaðgerða með þjarka á Íslandi 2016-2022
Hjördís Ásta Guðmundsdóttir1,2, Jórunn Atladóttir1,2, Elsa B. Valsdóttir1,2, Páll Helgi Möller1,2
1Kviðarholsskurðlækningum Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands
hjordisa@landspitali.is
Inngangur: Aðgerðarþjarkinn er ein helsta tækniframför skurðlækninga frá síðustu aldamótum og var tekinn til notkunar á Íslandi fyrir ristil- og endaþarmsaðgerðir 2016.
Markmið: Að kanna árangur ristil- og endaþarmsaðgerða með þjarka á Íslandi með tilliti til snemmkominna fylgikvilla og dánartíðni innan 30 daga, en slík rannsókn hefur ekki verið framkvæmd áður hérlendis.
Aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir ristil- og/eða endaþarmsaðgerð með aðstoð þjarka á Íslandi á árunum 2016 til 2022. Breytum um sjúklinga, aðgerðartengda þætti, fylgikvilla aðgerðar og dánartíðni var safnað úr sjúkraskrám og aðgerðargrunni Landspítala.
Niðurstöður: Heildarfjöldi sjúklinga sem fóru í aðgerð á tímabilinu var 210. Meðalaldur var 66 ár (bil: 32-93) og voru karlar 47%. Ábending fyrir aðgerð var ristilkrabbamein hjá 45,2%, endaþarmskrabbamein hjá 35,2%, ristilpokasjúkdómar hjá 12,4% og aðrir sjúkdómar hjá 7,2%. Árlegur aðgerðarfjöldi jókst á tímabilinu. Algengasta aðgerðin fyrir 2020 var hægra ristilbrottnám en brottnám á endaþarmi um kvið frá 2020. Aðgerðartegundir voru hægra ristilbrottnám 28,6% (n=60), vinstra ristilbrottnám 14,3% (n=30), brottnám á endaþarmi um kvið 31% (n=65), upphenging á endaþarmi 1,9% (n=4), bugðuristilbrottnám 14,3% (n=30), brottnám á endaþarmi um kvið og spöng 9,5% (n=20) og brottnám á endaþarmi án samtengingar 0,5% (n=1). Meðalaðgerðartími var 211 mínúta (bil: 66-471). Í aðgerð varð blæðing 300mL eða meiri í 4,3% tilfella og 0,5% þarfnaðist blóðgjafar í aðgerð. Áverki á görn varð hjá 3,3%. Aðgerð var breytt í kviðsjárspeglun í 1,4% tilfella og opna aðgerð í 3,3% tilfella. Meðalfjöldi legudaga var 4,5 dagar (bil: 1-22). Minniháttar fylgikvillar eftir aðgerð greindust hjá 22,9% sjúklinga (n=48) en meiriháttar fylgikvillar hjá 6,7% (n=14), þar sem algengustu ástæðurnar voru samgötunarleki (n=4; 2%) og ígerð í kviðarholi (n=3; 1,4%). Endurinnlagnir voru í 7,1% tilfella þar sem algengustu orsakirnar voru samgötunarleki (n=4; 2%) og skurðsáragliðnun (n=2; 1%). Framkvæma þurfti enduraðgerð í 3,3% tilfella (n=7). Einn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð (0,5%).
Ályktanir: Snemmkominn árangur aðgerðanna hérlendis er sambærilegur erlendum samanburðarrannsóknum. Tíðni meiriháttar fylgikvilla og enduraðgerða virðist lægri hérlendis. Dánartíðni er til jafns við það sem best verður á kosið erlendis.
16. Lág FODMAP mataræði fyrir einstaklinga með iðraólgu
Ingunn Erla Ingvarsdóttir2, Svava Engilbertsdóttir2, Þórhallur Ingi Halldórsson1, Einar Stefán Björnsson1,2, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2
1Háskóla Íslands, 2Landspítala
ingunne@landspitali.is
Inngangur: Iðraólga er krónískur starfrænn kvilli í meltingarvegi sem einkennist af kviðverkjum, uppþembu, vindgangi og breyttri þarmastarfsemi. Neysla matvæla sem innihalda FODMAP (gerjanlegar fá-, tví- og einsykrur og fjölalkóhóla) hefur verið tengd við verri og/eða versnandi einkenni hjá einstaklingum með iðraólgu.
Markmið: Að bera saman árangur af einstaklingsmiðaðri FODMAP næringarmeðferð við FODMAP sjálfsnám sjúklinga með tilliti til einkenna iðraólgu og fylgni við lág FODMAP mataræði.
Aðferðir: Þátttakendum (n=54) var slembiraðað í tvo hópa. Báðir hóparnir fylgdu lág FODMAP mataræði í fjórar vikur. Annar hópurinn fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð (n=22), hinn hópurinn fékk leiðbeiningar um hvar hægt væri að afla sér upplýsinga um mataræðið á netinu (upplýsingar aðgengilegar á ensku) (n=19). Fjögurra daga matardagbók var notuð til að kanna hversu vel hóparnir tileinkuðu sér lág FODMAP mataræðið. Einkenni iðraólgu voru metin með IBS-severity scoring system (IBS-SSS) þar sem hærri stigafjöldi er merki um verri einkenni sjúkdómsins. Lækkun um >50 stig á kvarðanum er talin klínískt marktæk.
Niðurstöður: Ekki reyndist marktækur munur á meðal stigafjölda á IBS-SSS einkenna listanum, aldri né líkamsþyngdarstuðli í hópunum tveimur fyrir íhlutun. Þrátt fyrir slembiröðun var hlutfall kvenna hærra í hópnum sem fékk einstaklingsmiðaða ráðgjöf (95,7% miðað við 72,2%, p=0,035). Fyrir íhlutun innihélt að meðaltali um 80% máltíða beggja hópa fæðu með FODMAP. Í lok íhlutunar (eftir fjórar vikur) innihélt að meðaltali 9% máltíða FODMAP í hópnum sem fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð samanborið við 36% máltíða í sjálfsnámshópnum (p<0,001). Einkenni iðraólgu voru lægri eftir fjórar vikur á lág FODMAP mataræði í samanburði við einkenni fyrir íhlutun í báðum hópum. Lækkunin á IBS-SSS einkenna kvarðanum nam 132±110 stigum í hópnum sem lærði sjálfur og 183±101 stigum í hópnum sem fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð. Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á lækkun milli hópa, hvorki fyrir né eftir að tekið hefði verið tillit til ójafns hlutfalls kvenna og karla í hópunum tveimur.
Ályktun: Hópurinn sem fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð virtist eiga auðveldara með að tileinka sér lág FODMAP mataræði samanborið við þá sem fengu leiðbeiningar um hvar þeir gætu aflað sér upplýsinga sjálfir á netinu. Einkenni iðraólgu minnkuðu umtalsvert hjá báðum hópum á íhlutunartímabilinu samhliða minni neyslu á fæðu sem inniheldur FODMAP.
17. Induction of a resolution of inflammation phenotype in human natural killer cells
Jessica Lynn Webb1,2, Kirstine Nolling Jensen1,2, Ingibjörg Harðardóttir1,2, Jóna Freysdóttir1,2
1Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 2Department of Immunology, Landspitali - the National University Hospital of Iceland
jonaf@landspitali.is
Introduction: Improper resolution of inflammation is involved in many disease pathologies, including that of arthritis, cancer, and inflammatory bowel disease. Natural killer (NK) cells have long been implicated in the promotion of inflammation through release of pro-inflammatory cytokines and cytotoxic molecules. More recently, they have been implicated to play an important role in resolution of inflammation.
Aim: The aim of this study was to determine whether human NK cells in culture can be induced to express a resolution of inflammation phenotype.
Methods: NK cells were isolated from buffy coat, cultured, and stimulated with IL-10, IL-15, TGFβ, and RvE1 (resolution cocktail, RES); IL-2, IL-12, and IL-15 (inflammatory cocktail, INF); or IL-15 alone (control, C). Concentrations of the specialized pro-resolving mediators (SPMs) lipoxin A4 and annexin A1 and the pro-inflammatory cytokine IFN-γ in the supernatant were determined by SimpleWestern and ELISA and NK cell expression of surface molecules by flow cytometry.
Results: NK cells cultured with RES had higher concentrations of lipoxin A4 in their supernatants than NK cells cultured with INF. They also expressed more annexin A1 than NK cells cultured with INF or C. NK cells cultured with RES secreted less IFN-γ and expressed less of the cytotoxicity-linked adhesion molecule DNAM-1 than NK cells cultured with INF.
Conclusions: Culturing NK cells with RES increased their production of SPMs and decreased their production of pro-inflammatory and cytotoxicity-linked molecules, indicating that NK cells may be induced to express a resolution of inflammation phenotype in culture.
18. Hver er staða höfuðáverka á Íslandi?
Karl F. Gunnarsson1,3, Þórdís Þorsteinsdóttir5,6, Hjalti Björnsson2,4,6, Ágústa Hjördís Kristinsdóttir4,5,6, Marianne Klinke5,7
1Námsbraut í Sjúkraþjálfun, Háskóla Íslands, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3öldrunar og endurhæfingarsviði, 4bráðamóttöku Landspítala, 5hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, 6Rannsóknarstofu í bráðafræðum, 7kennslu og rannsóknardeild Landspítala
karlfg@landspitali.is
Inngangur: Höfuðáverkar eru ein af algengustu orsökum fötlunar og dauða í heiminum og hafa víðtæk samfélagsleg áhrif. Innlendar rannsóknir á höfuðáverkum eru fáar, en niðurstöður rannsókna hafa meðal annars sýnt að árlegar komur á bráðamóttöku Landspítala, vegna höfuðáverka, hefur fækkað, en voru þó 4.380 í rannsókn frá 2014. Sú rannsókn einskorðaðist við Reykjavíkinga og tímabil rannsóknarinnar voru árin 2000-2005 og 2008-2009.
Markmið: Að kanna, með stærra úrtaki en áður hefur verið notað, hvort breytingar hafi orðið á lýðfræði, orsökum og afleiðingum höfuðáverka síðustu ára miðað við fyrri ár.
Aðferðir: Afturvirk lýsandi rannsókn á öllum einstaklingum á öllum aldri sem komu á bráðamóttöku Landspítala árin 2010-2021 vegna höfuðáverka skilgreindum samkvæmt ICD-10. Lýsandi tölfræðigreining var gerð á einstaklingum með allar höfuðáverkagreiningar, óháð lögheimili.
Niðurstöður: Alls komu 54.150 á bráðamóttöku á tímabilinu, en árlegum komum fækkaði frá 6667 til 4675. Slys voru algengasta ástæða komu (85,6%). Flestar voru komur hjá aldurshópnum 0-17 ára, eða 30.017. Meðalaldur var 28 ár (0-105). Einstaklingar sem komu tvisvar eða oftar vegna höfuðáverka voru 12.811, af þeim voru 5772 yngri en 18 ára. Karlar komu oftar á bráðamóttöku og voru með fleiri legur vegna höfuðáverka en hlutfall kvenna jókst á tímabilinu. Andlát voru 434, eða um 39 á ári. Algengustu ICD-10 greiningar sýndu mjúkpartaáverka eða 53.337, þar á eftir innankúpuáverka, 12.061. Meðalfjöldi legudaga var 8 dagar (SD=1,3), eldri einstaklingar lágu lengur en yngri og komum eldri einstaklinga fór fjölgandi á rannsóknatímabilinu.
Ályktanir: Höfuðáverkar reynast áfram alvarlegt lýðheilsuvandamál á Íslandi og huga þyrfti sérstaklega að aukningu meðal aldraðra og barna. Mikilvægt er að rannsaka frekar endurtekna höfuðáverka og afdrif einstaklinga með höfuðáverka til að veita viðeigandi þjónustu á mismunandi þjónustustigum.
19. Dietary fish oil enhances early hallmarks of inflammation resolution in antigen-induced peritonitis
Kirstine Nolling Jensen1,2, Marieke Heijink3, Martin Giera3, Jóna Freysdóttir1,2*, Ingibjörg Harðardóttir1,2*
1Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 2Department of Immunology, Landspitali – the National University Hospital of Iceland, 3Center for Proteomics and Metabolomics, Leiden University Medical Center, Leiden
*These authors contributed equally to this work
jonaf@landspitali.is
Introduction: Acute inflammation is characterized by influx of inflammatory cells and production of pro-inflammatory mediators. If improperly resolved it progresses into chronic inflammation, which contributes to approximately half of disease-associated deaths worldwide. Resolution of inflammation is promoted by specialized pro-resolving lipid mediators synthesized from omega-3 and omega-6 polyunsaturated fatty acids (PUFAs).
Aim: The aim of this study was to determine the effects of dietary fish oil, rich in omega-3 PUFAs, on hallmarks of resolution of inflammation in antigen-induced peritonitis.
Methods: Mice were fed fish oil-enriched or control diets, immunized twice and challenged intraperitoneally with methylated bovine serum albumin. Surface molecule expression on peritoneal cells was determined by flow cytometry; concentration of soluble mediators by ELISA and Luminex; lipid mediators by LC-MS/MS; and number of apoptotic cells in lymph nodes by TUNEL staining.
Results: Dietary fish oil shortened the resolution interval (the time it takes to decrease the number of neutrophils from peak to half), decreased peritoneal neutrophil numbers, increased their apoptosis levels, and decreased neutrophil expression of an ‘eat-me-not' molecule in inflamed mice. Concentrations of pro-inflammatory mediators were lower in inflamed mice fed the fish oil diet compared to that in mice fed the control diet while growth factor and decoy receptor levels were higher. Finally, dietary fish oil dampened peritoneal concentrations of prostanoids while increasing pro-resolving lipid mediator concentrations in inflamed mice.
Conclusions: Our data indicate that dietary fish oil can alleviate inflammatory flare-ups by enhancing resolution of inflammation. Thus, dietary fish oil could be beneficial in inflammation-related degenerative diseases.
20. The advantages of utilizing heterologous prime-boost strategy in early life vaccination
Poorya Foroutan Pajoohian1,2, Auður Anna Aradottir Pind1,2, Jenny Lorena Molina Estupiñan1,2, Dennis Christensen3, Thorunn A. Olafsdottir,1,4, Ingileif Jonsdottir1,2,4, Stefanía P. Bjarnarson1,2
1Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, 2Department of Immunology, Landspitali, the National University Hospital of Iceland, 3Statens Serum Institute, Copenhagen, Denmark, 4deCODE genetics, Reykjavík, Iceland.
pooryaf@landspitali.is
Introduction: Most pathogens enter the body through the mucosal surfaces. Mucosal IgA antibody is one of the key elements in the first line of defense and IgG antibody is critical for systemic immunity. Heterologous prime/boost strategies have been proposed to optimally shape the desired immune response induced by vaccination.
Aims: The study aims to assess if heterologous route prime-boost strategy can induce strong and persistent vaccine-specific immune responses.
Methods: We immunized neonatal mice with a pneumococcal conjugate vaccine, Pn1-CRM197, and two adjuvants, by heterologous subcutaneous (s.c) priming with CAF01 followed by intranasal (i.n.) booster with mmCT, or two homologous immunizations, either s.c. or i.n.. Blood and saliva were collected at different time points and spleen, bone marrow (BM) and lungs five weeks after booster to assess vaccine-specific immune responses by ELISA and ELISPOT.
Results: The heterologous s.c.-i.n. immunization elicited higher vaccine-specific IgA in serum two weeks after booster and in saliva four weeks after booster than homologous s.c. immunization, and two weeks after booster than homologous i.n. immunization. Vaccine-specific IgG in serum was in general lower after heterologous than homologous immunization, but higher in lung homogenate than after homologous i.n. immunization with mmCT. Heterologous s.c.-i.n. immunization elicited higher frequency of vaccine-specific IgG antibody secreting cells (ASCs) than homologous s.c. immunization with CAF01 and higher number of vaccine-specific IgA ASCs in bone marrow than homologous s.c. immunizations five weeks after booster.
Conclusion: Although, with the vaccine and adjuvants tested, the heterologous s.c.-i.n. strategy was inferior to homologous s.c. immunization, it induced higher IgA response than homologous s.c. immunization, but comparable to homologous in. immunization.
21. Patient-specific QA for the HyperArc technique using Gafchromic film with multiple calibration methods
Qiuyi Xu
Landspítala
qiuyi@landspitali.is
Introduction: HyperArc is a superior technique for treating intracranial targets, originating from highly modulated MLC movement in combination with couch rotation. Besides, with the uncertainty of small-field dosimetry, the accuracy of patient-specific QA remains a challenge for clinical physicists. Gafchromic film is considered a suitable QA tool due to its high spatial resolution, low energy/dose rate dependence, and near-water equivalence.
Objective: This study aims to precisely calibrate the EBT-XD film to implement high-dose SRT/SRS patient-specific QA.
Methods: Gafchromic EBT-XD film is calibrated with three approaches:
(1) Manual Calibration: conventionally cut into 10 small pieces, irradiated with doses between 1-4000 cGy
(2) EDW Calibration: irradiate the film with a dynamic wedge, extract the dose information from the dose distribution
(3) PDD Calibration: the film is sandwiched vertically in polystyrene phantoms to be irradiated in an open field. The percentage depth dose is used to fit the calibration curve
Films are scanned with Epson V850pro scanner and kept in the same location to minimize the lateral response artifact. Three typical clinical-relevant plans are selected for evaluation. Calibration curves for manual and EDW calibrations are generated using Doselab software. PDD calibration curve is computed using an in-house developed Python script. Dose comparisons are completed in Doselab software.
Results: The patient-specific QA is performed with various gamma criteria, i.e. 3%/1mm, 2%/2mm and 2%/1mm. The gamma passing rates for all plans are all over 95% with the dose distribution normalized to the maximum dose. The manual method and PDD method showed similar results, with an average of 98.6% and 98.9%. A slightly worse passing rate is observed with the PDD method, which is 96.9%
Conclusions: All three calibration methods yield satisfying results for HyperArc plan verification. The EDW method has a similar film image intensity curve as the manual method with additional dynamic wedge irradiation. The PDD method is more complicated with extra uncertainty from setup and multiple film sheets. It could be suggested to use the manual method or in combination with a dynamic wedge for the high-precision patient QA.
22. Blóðþegar á Landspítalanum árið 2021
Sólveig Rán Stefánsdóttir1,2, Níels Árni Árnason2, Reynir Arngrímsson1,2, Þorbjörn Jónsson2, Sigurborg Matthíasdóttir2, Ragna Landrö2, Erna Knútsdóttir2, Sveinn Guðmundsson2, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson2,3
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbanka Landspítalans, 3verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur
solveste@landspitali.is
Inngangur: Blóðhlutagjafir eru oftast notaðar í tengslum við skurðaðgerðir, meðferð við blóðleysi, til dæmis vegna krabbameinsmeðferða og sem viðbrögð við slysum. Erlendis hafa verið framkvæmdar og birtar margar lýðfræðilegar greiningar á blóðþegum en vöntun er á slíkum rannsóknum hérlendis.
Markmið: Framkvæma forrannsókn þar sem blóðþegahópnum á Landspítalanum er lýst með tilliti til aldurs, kyns, innlagnarsviðs og blóðinngjafarálagi (Transfusion load).
Aðferðir: Upplýsingum um blóðinngjafir á Landspítalanum árið 2021 var safnað í gegnum gagnagrunn Blóðbankans, ProSang Statistics. Deildir spítalans sem pöntuðu blóðhlutana voru flokkaðar niður á stærri lýsandi svið. Blóðþegar voru flokkaðir niður eftir aldri, kyni, sviðum, fjölda inngefinna blóðhluta á sjúkling og gerð blóðhluta.
Niðurstöður: Flestir blóðþegar voru 50 - 80 ára. Meðalaldur blóðþega var 62,8 ár [± 23,5]. Konur voru 54% rauðkornaþykknisþega, 38% plasmaþega og 34% blóðflöguþega. Flestir blóðþegar voru á skurðlækningadeildum (19%) eða slysadeildum (17%). Greining á öllum inngefnum blóðhlutum sýndi að stærsti hluti þeirra var gefinn á blóð- og krabbameinsdeildum (33%), öldrunarlækningadeildum (12%) og lyflækningadeildum (12%). Meirihluti blóðflagna var gefinn á blóð- og krabbameinsdeildum (65%) og plasma á lyflækningadeildum (33%). Flestir blóðþegar fengu eingöngu rauðkornaþykkni (81%). Inngefinn fjöldi rauðkornaeininga var ein (15%), tvær (35%) eða þrjár eða fleiri (50%). Eingöngu 3,34% blóðþega fengu allar gerðir blóðhluta (rauðkornaþykkni, plasma, blóðflögur).
Ályktun: Meðalaldur blóðþega var hár. Margir eldri sjúklingar fengu blóðhluta á slysadeildum (meðalaldur 69,7±17,4). Aldursdreifing blóðþega var viðsnúin borin saman við aldursdreifingu þjóðarinnar. Flestir blóðþegar fengu inngefnar tvær rauðkornaþykkniseiningar. Blóð- og krabbameinsdeildir notuðu langtum mest af blóðhlutum.
23. Blóðhlutanotkun á Landspítalanum árin 2012-2022
Sólveig Rán Stefánsdóttir1,2, Níels Árni Árnason2, Reynir Arngrímsson1,2, Þorbjörn Jónsson2, Sigurborg Matthíasdóttir2, Ragna Landrö2, Erna Knútsdóttir2, Sveinn Guðmundsson2, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson2,3
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbanka Landspítalans, 3verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur
solveste@landspitali.is
Inngangur: Blóðhlutagjafir eru algengar í tengslum við skurðaðgerðir, meðferð við blóðleysi til dæmis vegna krabbameinsmeðferða sem og viðbrögð við slysum. Mikilvægt er að fylgjast með notkun blóðhluta til að áætla innköllun blóðgjafa, tryggja blóðhlutabirgðir og þar með öryggi sjúklinga.
Markmið: Lýsa og greina blóðhlutanotkun á Landspítalanum á árunum 2012 - 2022 með tilliti til breytinga á íbúafjölda landsins.
Aðferðir: Upplýsingum um blóðinngjafir á Landspítalanum árin 2012-2022 var safnað í gegnum gagnagrunn Blóðbankans, ProSang Statistics. Upplýsingarnar voru flokkaðar niður eftir gerð inngefinna blóðhluta. Teknar voru saman tölur yfir fólksfjölda á landinu frá Hagstofu Íslands. Tölur yfir blóðinngjafir voru aldursstaðlaðar með tilliti til fólksfjölda í landinu og staðlaðs þýði með beinni aðferð. Þá var gerð breytipunktagreining (Changepoint Analysis) á stöðluðum tölum í RStudio.
Niðurstöður: Aldursstaðlað inngjafahlutfall rauðkornaþykknis dróst saman um 36% á tímabilinu 2012-2022, plasma um 66% og blóðflagna um 1%. Frá 2020 hefur hlutfallið fyrir rauðkornaþykkni aukist um 9%, fyrir plasma um 16% og fyrir blóðflögur um 43%. Í öllum þessum tilfellum greindist skarpur breytipunktur í notkuninni árið 2021 þar sem samdrátturinn hætti og marktækar aukningar varð vart. p-gildi <0,05 í öllum tilfellum (Student's t-test).
Ályktun: Mikið dróg úr notkun blóðhluta frá 2012 til 2020 þegar skarpur viðsnúningur varð og notkunin jókst, sérstaklega á blóðflögum, af ýmsum ástæðum. Blóðbankinn hefur þurft að bregðast við aukinni notkun með aukinni söfnun, sérstaklega á blóðflögum. Frá 2020 hefur framleiðsla á blóðflögum aukist um 48%. Með öldrun þjóðarinnar og auknum fólksfjölda mun blóðhlutanotkun að öllum líkindum aukast á komandi árum.
24. Blóðgjafar á Íslandi á árunum 2012-2022
Sólveig Rán Stefánsdóttir1,2, Níels Árni Árnason2, Reynir Arngrímsson1,2, Þorbjörn Jónsson2, Sigurborg Matthíasdóttir2, Ragna Landrö2, Erna Knútsdóttir2, Sveinn Guðmundsson2, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson2,3
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbanka Landspítalans, 3verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur
solveste@landspitali.is
Inngangur: Mikilvægt er að fylgjast með breytingum á samsetningu blóðgjafahópsins til að tryggja að hægt sé að anna eftirspurn eftir blóðhlutum.
Markmið: Skoða aldursdreifingu og kynjaskiptingu blóðgjafahópsins á Íslandi árin 2012-2022, með tilliti til virkra blóðgjafa og nýskráninga og skoða breytingar á heildarfjölda gefinna heilblóðseininga og blóðflögueininga gefna með blóðskilju.
Aðferðir: Upplýsingum um blóðgjafir á Íslandi árin 2012-2022 var safnað í gegnum gagnagrunn Blóðbankans, ProSang Statistics. Blóðgjafar voru flokkaðir niður eftir kyni, aldri, blóðgjafastöðu og tegund blóðgjafar. Þá var gerð breytipunktagreining (Changepoint Analysis) í RStudio.
Niðurstöður: Heilblóðsgjöfum fækkaði um 9% á öllu tímabilinu en fjölgaði um 14% frá árinu 2020. Karlar gáfu að meðaltali 74% [72-77%] allra heilblóðseininga. Meðalaldur karlkyns blóðgjafa var 42,3 ár [Q1: 27,3 - Q3: 56,8 ára] og kvenkyns blóðgjafa 39,2 ár [Q1: 23,9 - Q3: 53,7]. Kynjahlutföll nýskráninga voru nokkuð jöfn á tímabilinu. Nýir karlkyns blóðgjafar voru að meðaltali 36,3 ára [Q1: 21,8 - Q3: 49,2] og kvenkyns 34,5 ára [Q1: 20,5 - Q3: 46,6]. Marktæk aukning greindist í heilblóðsgjöfum árið 2021 og í fjölda nýskráninga árið 2022. Blóðflögugjafir með blóðskilju jukust um 23% á tímabilinu en um 30% frá 2020. Um 98% blóðskiljugjafa voru karlkyns.
Ályktun: Vegna aukinnar eftirspurnar eftir blóðhlutum hefur heilblóðsblóðgjöfum fjölgað frá árinu 2020 og hefur Blóðbankanum tekist að anna eftirspurn. Flestir blóðgjafar eru karlar á fimmtugsaldri en með greinanlegri aukningu í nýskráningum hjá ungu fólki (>30 ára) hefur tekist að tryggja nýliðun í blóðgjafahópnum.
25. Fæðuval og notkun bætiefna sem innhalda D-vítamín á meðgöngu og eftir fæðingu
Styrmir Hallsson1, Þórhallur Ingi Halldórsson1, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Laufey Hrólfsdóttir3,4, Ellen Alma Tryggvadóttir1, Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir2, Hildur Harðardóttir5, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2
1Háskóla Íslands, 2Landspítala, 3Háskólanum á Akureyri, 4Sjúkrahúsinu á Akureyri, 5Livio, Reykjavík
ingigun@landspitali.is
Inngangur: Rannsóknin „Næringarástand á meðgöngu“ hefur undanfarin ár aukið þekkingu á einkennum fæðuvals og næringarástandi barnhafandi kvenna á Íslandi. Fáar rannsóknir hafa kannað mataræði kvenna eftir fæðingu hérlendis og notkun bætiefna á meðgöngu og eftir fæðingu hefur ekki verið lýst áður.
Markmið: Að bera saman fæðuval og notkun bætiefna sem innihalda D-vítamín á meðgöngu og eftir fæðingu.
Aðferðir: Barnshafandi konum var boðin þátttaka í rannsókninni „Næringarástand á meðgöngu“ við fósturskimun í 11.-14.viku meðgöngu (n=1015) á göngudeild fósturgreininga á Landspítala. Eftir fæðingu fengu þær boð um þátttöku í framhaldsrannsókninni „Tengsl fæðuvals og næringarástands mæðra á meðgöngu við örveruflóru barna fyrstu tvö ár ævinnar“. Konur sem samþykktu þátttöku í framhaldsrannsókninni voru eldri en þær sem ekki tóku þátt (meðalaldur 31,2 ár mv. 29,7 ár, p<0,05), en ekki reyndist munur á menntunarstigi, líkamsþyngdarstuðli, fæðuvali eða næringarástandi þeirra í upphafi meðgöngu. Fæðuval og notkun bætiefna var kannað á 11.-14.viku meðgöngu og 16-24 vikum eftir fæðingu, með sama spurningalista. Munur á fjölda skammta í viku sem neytt var á meðgöngu og eftir fæðingu var metinn með Wilcoxon-prófi og í niðurstöður er einungis tilgreindar ef þær eru tölfræðilegar marktækar (p<0,05).
Niðurstöður: Eftir fæðingu var meiri neysla á rauðu kjöti (0,5 skammtar/viku), nýmjólk (0,6 skammtar/viku), kaffi (5,0 skammtar/viku) og áfengi (0,4 skammtar á viku) borið saman við í upphafi meðgöngu. Neysla á eftirfarandi fæðutegundum minni eftir fæðingu samanborið við á meðgöngu: Ávöxtum (-2,3 skammtar/viku), fiski (-0,2 skammtar/viku), sýrðum mjólkurvörum (-1,6 skammtar/viku), hnetum og fræjum (-1,2 skammtar/viku), ís (-1,9 skammtar/viku), ávaxtasafa (-1,0 skammtur/viku) og frönskum kartöflum (-0,2 skammtar/viku). Alls notuðu 82% kvennanna bætiefni sem innihalda D-vítamín í upphafi meðgöngu. Eftir meðgöngu sagðist innan við 50% taka einhver bætiefni, þar af tóku 28% D-vítamín og 15% lýsi eða ómega-3 bætiefni með D-vítamíni.
Ályktun: Munur á fæðuvali á meðgöngu og eftir fæðingu endurspeglar að einhverju leiti áherslur í fæðuráðleggingum til barnshafandi kvenna. Áhersla á góða næringu og notkun viðeigandi bætiefna er meiri í ráðleggingum til barnshafandi kvenna en eftir fæðingu. Í ljósi þess að fæðuval og næringarástand getur haft áhrif á heilsu móður og næringargildi móðurmjólkur, er ástæða til að ítreka mikilvægi næringar einnig eftir fæðingu.
26. Þekking almennings á líknarmeðferð
Svandís Íris Hálfdánardóttir, Valgerður Sigurðardóttir
Líknarmiðstöð Landspítala
svaniris@landspitali.is
Inngangur: Fyrsta aðgerðaráætlun um líknarþjónustu fyrir árin 2021-2025 var sett fram af Heilbrigðisráðuneytinu í mars 2021. Þar kemur m.a. fram að auka eigi þekkingu og efla skilning almennings á tilgangi og eðli líknarmeðferðar/lífslokameðferðar. Hér á landi hafa ekki áður verið gerðar kannanir á þekkingu almennings á líknarmeðferð.
Markmið: Að kanna þekkingu almennings á líknarmeðferð og hvar þeir kjósa að fá þjónustu á síðustu mánuðum lífs og ósk um dánarstað.
Aðferð: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands var fengin til að framkvæma netkönnun sem send var netpanel þeirra sem samanstendur af einstaklingum 18 ára og eldri. Netpanellinn byggist á tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Könnunin samanstóð af 13 rétt/rangt spurningum úr spurningalista The Palliative Care Knowledge Scale (PaCKS) og 6 viðbótarspurningum m.a. um fyrri þekkingu á líknarmeðferð, hvar þeir óska að fá þjónustu á síðustu mánuðum lífs, dánarstað og viðhorfs til líknardráps.
Niðurstöður: Tekið var 1963 manna tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar, lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu. Svör bárust frá 801 einstaklingum (41%) en 730 svöruðu PaCKS (37%). Meðalskor réttra svara var 6,37 (SD 3,66), þar sem hámarksskor var 13 og gaf til kynna meiri þekkingu. Yngri einstaklingar og þeir með minni menntun voru með lægri skor. Um 60% svarenda vildu fá þjónustu heima á síðustu mánuðum lífs en 23,6% á líknardeild. Flestir kjósa að deyja heima (72,1%).
Ályktun: Það er svigrúm til að bæta þekkingu almennings á Íslandi varðandi líknarmeðferð.
27. Líðan og bati eftir fyrstu kransæðavíkkun: Samspil sál- og félagslegra þátta
Torfi Már Jónsson1, Jón Friðrik Sigurðsson2, Hróbjartur Darri Karlsson3,
Erla Svansdóttir4
1Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 2Háskólanum í Reykjavík, 3lyflækningasviði Landspítala, 4sálfræðiþjónustu vefrænna deilda, Landspítala
erlasvan@landspitali.is
Inngangur: Árlega gangast 600-700 manns undir kransæðavíkkun á Landspítala. Fyrirvari kransæðavíkkunar getur verið bráður og framkvæmd jafnvel nokkrum klukkutímum eftir fyrstu einkenni. Kransæðavíkkun getur því verið streituvaldandi fyrir sjúklinga. Að auki er meirihluti sjúklinga útskrifaður samdægurs eða 1-3 dögum eftir kransæðavíkkun og við tekur bið eftir eftirfylgnitíma hjá hjartalækni og/eða á göngudeild kransæða. Eftir útskrift standa sjúklingar frammi fyrir langtíma lyfjameðferð, hjartaendurhæfingu og lífstílsbreytingum vegna annars stigs forvarna. Eftir greiningu á hjartasjúkdóm er algengt að þunglyndis- og kvíðaeinkenni komi fram sem geta hindrað árangur annars stigs forvarna og skert lífsgæði.
Markmið: Að kanna algengi sálrænna þátta meðal sjúklinga eftir fyrstu kransæðavíkkun, og meta hvort staða þeirra sé ólík eftir félagslegum þáttum/stöðu.
Aðferðir: Þátttakendur voru n=97 sjúklingar (M=60±7.6 ár) sem undirgengust kransæðavíkkun á Landspítala frá desember 2021 til maí 2022. Þátttakendur svöruðu spurningalistum um líkamleg einkenni, kvíða, þunglyndi, streitu, hjartatengdan kvíða og tilfinningaálag fyrir útskrift.
Niðurstöður: Meirihluti þátttakenda var karlkyns (79%), í sambandi (79%), með framhaldsmenntun (83%), í fullri vinnu (72%) og af höfuðborgarsvæðinu (69%). Nærri helmingur þátttakenda sýndi þunglyndiseinkenni (47%) og 38% kvíðaeinkenni. Af þeim höfðu 15% og 10% miðlungs til alvarleg einkenni þunglyndis og kvíða. Konur greindu frá meiri hjartatengdum kvíða og forðun á hjartaáreynslu (p's<0,05). Aldur hafði neikvæða fylgni við líkamleg einkenni (r=-0,26, p<0,05), kvíða (r=-0,32, p<0,01), hjartatengdan kvíða (r=-0,24, p<0,01), hjartatengdar áhyggjur (r=-0,39, p<0,01) og félagshömlun (-0,26, p<0,01). Hærra menntunarstig hafði tengsl við minni kvíða, þunglyndi, streitu, tilhneigingu til neikvæðrar líðan og félagshömlun. Sjúklingar sem ekki voru í sambandi höfðu meiri líkamleg einkenni (ß=0,27), meiri streitu (ß=0,24) og forðun frá hjartaáreynslu (ß=0,25), óháð aldri, kyni og menntunarstöðu (öll p<0,05). Algengi reykinga (OR 5,4, 95% CI:1,7-17,6) var einnig hærra meðal einstæðra sjúklinga.
Ályktanir: Nærri helmingur þátttakenda sýndi einhver þunglyndis eða kvíðaeinkenni eftir fyrstu kransæðavíkkun. Einstæðir hjartasjúklingar þurfa mögulega á auknum stuðningi að halda í annars stigs forvarnarstarfi vegna meiri líkamlegra einkenna, streitu og forðunar frá hjartaáreynslu.
28. Reviewing birth experience postpartum in primary health care clinics: A study protocol of a feasibility study
Valgerður Lísa Sigurðardóttir1,2, Ástþóra Kristinsdóttir3, Helga Gottfreðsdóttir1,2
1Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, 2kvennadeild Landspítala, 3Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
valgerds@landspitali.is
Background: In general, women value the opportunity to review their birth experiences, but limited knowledge exists about appropriate interventions and the feasibility of routinely providing such care in primary health care clinics.
Objectives: To describe the protocol of implementing a postpartum midwife-led counselling intervention, to review birth experience in primary health care clinics offered to all women/parents.
Methods: The study is a mixed-method study conducted in primary health care clinics throughout the country where women/parents have the opportunity to review their birth experience with a known midwife from antenatal care. All the participating midwives had a special training course before the intervention was implemented. Data including birth outcomes and experience of the intervention, will be collected by questionnaires from women/parents. Midwives providing the intervention will participate in focus group interviews to explore their experiences of the implementation. Descriptive and content analysis will be used for analysis.
Findings: The protocol of the study and the training course of the participating midwives will be introduced.
Conclusion: The results will be used to decide whether implementation of such a midwifery intervention is a feasible choice in the primary health care clinics, from the women's and midwives' perspective.
29. Árangur meðferðar og afdrif minnstu fyrirburanna á Íslandi 1990-2019
Þórður Björgvin Þórðarson1, Þórður Þórkelsson1,2, Sólveig Sigurðardóttir1,3, Kristín Leifsdóttir1,2, Olga Sigurðardóttir4, Snorri Freyr Donaldsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 3Ráðgjafa- og greiningarstöð, 4Astrid Lindgren Children's Hospital
snorrid@landspitali.is
Inngangur: Miklar framfarir hafa orðið í meðferð minnstu fyrirburanna og lífslíkur þeirra aukist. Börnin sem lifa verða því fleiri, og þau eru minni og óþroskaðri en áður. Því má búast við að þau verði veikari og hugsanlega meiri líkur á fötlun.
Markmið: Kanna lifun minnstu fyrirburanna síðastliðin 30 ár, árangur meðferðar og langtímahorfur þeirra.
Aðferðir: Afturskyggn hóprannsókn sem náði til allra fyrirbura sem fæddust á Íslandi1990-2019 eftir <28 vikna meðgöngu og/eða voru ≤1000 g. Börnin voru fundin í sjúklingagagnagrunni vökudeildar (vökudeildarskrá) og sjúklingagagnagrunni Landspítala. Klínískar upplýsingar um börn og móður fengust úr sjúklingagagnagrunni Vökudeildar og sjúkraskrám. Fötlunargreiningar fengust hjá Ráðgjafa- og greiningastöð fyrir þau börn sem þangað var vísað. Rannsóknartímabilinu var skipt í þrjú 10 ára tímabil. Tölfræðiúrvinnslan fór fram í JMP og R. Tilskilin leyfi fengust.
Niðurstöður: 508 börn fæddust á rannsóknartímabilinu sem uppfylltu rannsóknarskilyrði; 52% stúlkur og 48% drengir. 78 börn létust á tímabilinu. Lifunin var 75% á tímabili I, 86% á tímabili II og 95% á tímabili III. Marktæk aukning var á lifun milli tímabils I og II (p=0,006) og tímabils II og III (p=0,01). 29% allra barnanna fengu heilablæðingu og 39% þeirra sem útskrifuðust lifandi fengu greininguna langvinnur lungnasjúkdómur, skilgreindur sem þörf fyrir súrefnismeðferð við 36 vikna meðgöngualdur (postmenstrual age). Af þeim sem útskrifuðust lifandi greindust 18,5% seinna með fötlun (CP-heilalömun, þroskaskerðingu og/eða einhverfu). Ekki var marktæk breyting á nýgengi fötlunar á rannsóknartímabilinu. Af þeim sem greindust með fötlun voru 72% með heilalömun, þar af 23% einnig með þroskahömlun og 14% með einhverfu. Sjálfstæðir áhættuþættir fyrir CP-heilalömun voru glærhimnusjúkdómur, öndunarvélameðferð og heilablæðingar, en verndandi þættir voru gjöf barkstera á meðgöngu og meðferð með síblæstri.
Ályktanir: Lífslíkur minnstu fyrirburanna hefur aukist markvert síðastliðin 30 ár. Samt hefur nýgengi fötlunar meðal þeirra ekki aukist. Umtalsverður hluti barna með CP-heilalömun er einnig með þroskaskerðingu og/eða einhverfu. Sjúkdómsbyrði minnstu fyrirburanna er enn umtalsverð og því hugsanlegt að frekari framfarir í nýburagjörgæslu geti bætt langtímahorfur þeirra.