02. tbl 92. árg. 2006

Umræða og fréttir

Bréf til blaðsins. Hagstofan og villandi upplýsingar um heilbrigðiskostnað

Í frétt frá Hagstofu Íslands (fréttir í nóv. 2003) kom eftirfarandi fram:

"Vert er að geta þess að samanburður á útgjöldum Íslands til heilbrigðismála við önnur aðildarríki OECD er erfiður þar sem aðildarríkin styðjast sum við ólíka staðla og uppgjörsaðferðir." Útgjöld til heilbrigðismál hafa verið gerð eftir þjóðhagsreikningastöðlum á Hagstofu Íslands, en í ársbyrjun 2004 var tekin sú ákvörðun á Hagstofunni að innleiða nýtt flokkunarkerfi OECD/System, það er SHA kerfi. Um þetta var deilt fyrir tveimur árum. Hagstofan taldi tölur OECD réttar en undirritaður hélt því fram að tölur frá Íslandi um kostnað væru ekki sambærilegar við OECD tölur. Aðallega vegna þess að kostnaður við hjúkrunarheimili á Íslandi félli að verulegu leyti undir heilbrigðismál en í allflestum OECD-löndum undir félagsmál. Til stuðnings þessu vitnaði undirritaður í álit tveggja hagfræðinga frá OECD 1994 (Notes on Data Com­parability in Health Expenditure and Finance Data OECD. Data 2003 Paris.) En þar kom fram að vegna flokkunar hjúkrunarmála á Íslandi undir heilbrigðiskostnað hækkaði kostnaðurinn um allt að 0,9% sem greiðsluhlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu í samanburði við önnur OECD-lönd. Gott er að Hagstofan hefur leiðrétt fyrri skoðanir stofnunarinnar. Samkvæmt framansögðu ætti kostnaður Íslands vegna heilbrigðisþjónustu að vera um 9,5% af vergri landsframleiðslu sem er svipað og kostnaður Dana en ekki 10,4% eins og talið er í OECD-tölum 2003. Ef haft er í huga að Íslendingar eru 300.000 en eru sjálfbjarga með örfáum undantekningum varðandi heilbrigðisþjónustu þá er vart hægt að tala um sóun fjármuna eins og heyra má frá sumum stjórnmálamönnum á stundum.

Engin 300.000 manna þjóð hefur afrekað slíkt. Verst er að fjárlaganefnd Alþingis kynnir sér ekki málið.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica