11. tbl. 91. árg. 2005

Umræða og fréttir

Tilkynning

frá Klínískri lífefnafræðideild Landspítala, Rannsóknadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Rannsóknastofu sjúkrahúss Akraness, Rannsóknastofu heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Rannsóknastofu heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Rannsóknadeild heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Rannsóknastofunni í Domus Medica, Blóðrannsóknastofunni í Glæsibæ, Klínískri lífefnafræðistofu Hjartaverndar, Rannsóknastofunni í Mjódd

Breyting á viðmiðunarmörkum í klínískri lífefnafræði frá 1. nóvember 2005

Undanfarin ár hefur verið unnið að því verkefni á vegum Norrænu meinefnafræðisamtakanna (NFKK, Nordisk förening för klinisk kemi) að skil­greina og innleiða samnorræn viðmiðunarmörk fyrir 25 algengustu rannsóknir í klínískri líf­efnafræði hjá fullorðnum. Rannsóknastofur á Norður­löndum, alls 102, tóku þátt í verkefninu, þar af þrjár á Íslandi. Alls voru mæld sýni frá 3036 manns 18 ára og eldri. Á hinum Norðurlöndunum hafa nýju viðmiðunarmörkin verið tekin í notkun. Þau eru svipuð þeim eldri nema fyrir þrjú ensím sem eru alkalískir fosfatasar (ALP), amýlasar og laktat dehydrogenasi (LD). Samtímis verður breytt um aðferðir fyrir þessi ensím samkvæmt tillögum IFCC (International Federation of Clinical Chemistry). Breytingarnar leiða til þess að niðurstöður úr þessum ensímmælingum lækka mikið eins og sést í töflunni. Nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum og á slóðinni: www.furst.no/norip/Þetta vefsvæði byggir á Eplica