10. tbl. 91. árg. 2005
Umræða og fréttir
Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 10/2005
Tilkynning frá sóttvarnalækni
Bólusetning gegn inflúensu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur að þrígilt inflúensubóluefni á norðurhveli fyrir tímabilið 2005-2006 innihaldi eftirtalda veirustofna (WHO Weekly Epidemiological Record 2005; 80: 140):
? A/Nýju Kaledóníu/20/99 (H1N1)-líka veiru? A/Kaliforníu/7/2004 (H3N2)- líka veiru1? B/Shanghai/361/2002- líka veiru21. CA/New York/55/2004 er fáanleg sem bóluefnisveira
2. Fáanlegar veirur eru B/Shanghai/361/2002, B/Jiangsu/10/2003 og B/Jilin/20/2003Hverja á að bólusetja?
- Alla einstaklinga eldri en 60 ára.
- Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
- Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu.
Heilsugæslustöðvarnar eru hvattar til að kalla sem fyrst inn til bólusetninga ofannefnda áhættuhópa. Í þróuðum samfélögum má búast við að bóluefni veiti 70-90% vörn gegn inflúensu í heilbrigðu fullorðnu fólki þegar bóluefnið samsvarar vel þeim inflúensustofni eða stofnum sem ganga hverju sinni. Bólusetning getur dregið úr sjúkrahússinnlögnum aldraðra utan stofnana sem nemur 25-30%. Bólusetningar gegn inflúensu geta dregið úr heildardánartíðni um 39-70% þegar inflúensufaraldur gengur. (WHO, Weekly Epidemiological Records, 2005; 80: 279). Hvatt er til þess að heilbrigðisstofnanir bjóði starfsfólki sínu bólusetningar.
Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum
Sóttvarnalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti til handa öllum þeim sem eru eldri en 60 ára og á 5 ára fresti fyrir einstaklinga sem eru í sérstökum áhættuhópum.
Seltjarnarnesi, 19. september 2005
Sóttvarnalæknir