01. tbl. 91. árg. 2005

Á árunum 1945-54 birtust í Læknablaðinu
tvær greinar um
ulcus pepticum sem í dag er nefnt ætisár. Fyrsta greinin birtist 1946 og var skrifuð af Óskari Þórðarsyni lyflæknienseinni greinin birtist 1949 og var skrifuð af Halldóri Hansen skurðlækni. Grein-arnar lýsa tveim birtingarformum sjúkdómsins og gefa þær saman ágæta mynd af sjúkdómi sem þá var nýr og olli verulegu heilsutjóni. Grein Halldórs lýsir endastigi og/eða fylgikvillum ulcus pepticum, þ.e. sprungnum sárum og meðferð þeirra, en grein Óskars lýsir einkennum sjúkdómsins og árangri lyflæknismeðferðar.
Fjallað verður um báðar greinarnar í þessum pistli en grein Halldórs er valin til birtingar
þar sem hún gefur góða sýn á lækningar á fyrri helmingi seinustu aldar og lýsir sérlega vel hvernig nýr sjúkdómur kemur fram og hvernig læknar bregðast við. Orðfar sem notað er í greinum Halldórs og Óskars verður einnig notað í þessari grein.

Grein Halldórs Hansen í Læknablaðinu 1949; 34: 101-18.
Sprungin maga- og skeifugarnarsár á St. Jósefsspítala í Reykjavík til ársloka 1948
Halldór skráir upphaf nýs sjúkdóms á Íslandi af mikilli nákvæmni. Hann kannar fyrst allar íslenskar heimildir um sjúkdóminn. „Hið fyrsta mun vera frásögn Jónasar Sveinssonar er þá var héraðslæknir í Blönduóshéraði af slíku tilfelli er hann opereraði 1931 á bóndabæ einum og bjargaði lífisjúklingsins.FrásögninerbirtíZentralblatt
f. Chir síðla árs 1933.“ Önnur grein skrif-uð í Læknablaðið 1936 er rituð af héraðslæknin-um í Vestmannaeyjum, ÓlafiÓ.Lárussyni,semsegir frá fyrstu tilfellum í Vestmannaeyjum sem hann opereraði 1926 til 1935.
Fyrsta tilfellið á St. Jósefsspítala með sprunginn maga kom til aðgerðar 22. október 1923 en spítalinn var tekinn í notkun 1. september 1902. Það er síðan rakið hvernig tilfellum fjölgar á St. Jósefsspítala fram að 1948 og eru þau alls 43 þegar greinin er skrifuð 1949. Halldór leiðir rök að því að engir sjúklingar með sprunginn maga leynist undir öðrum greining-um á St. Jósefsspítala á tímabilinu 1902-1923. Hann kannar einnig mannfjöldaskýrslur (dánarskýrslur) Hagstofunnar fyrir 1911-1920 þar sem 42 tilfelli eru skráð en Halldór telur greininguna mjög vafasama nema í einu tilfelli, í Eskifjarðarhéraði 1911 sem er þá fyrsta tilfellið með þennan sjúkdóm.


Halldór safnar saman upplýsingum um sprungin maga- og skeifugarnarsár frá öllum sjúkrahúsum landsins fram að 1948 og telur þau vera um 100. Karlar eru í yfirgnæfandimeirihluta og 70% sjúklinganna eru á aldrinum 20-40 ára.
Árangur meðferðar á sprungnum sárum:
Meðferð var fólgin í aðgerð og lokun á sári. Alls tókst að rekja afdrif 87 sjúklinga (af 100) og var dánartíðni 13% sem verður að teljast afbragðsgott miðað við að sýklalyf voru ekki til á þessu tímabili.


Grein Óskars Þórðarsonar í Læknablaðinu 1946; 31: 145-53.
Um lyflæknismeðferð á ulcus pepticum
Óskar gerir stutta grein fyrir stöðu þekkingar og þeim breytingum sem eru að verða á sjúkdómnum
á þessum tíma. Hann segir að „það er áætlað að í þessum hluta heimsins sýkist 10. hver persóna af ulcus pepticum einhverntíma á lífsleiðinni“. Síðan gerir Óskar grein fyrir eigin uppgjöri „frá fyrsta janúar 1931 til 31. desember 1940 hafa alls 86 sjúklingar, sem venjuleg læknisskoðum
og röntgenskoðun hafa sýnt með vissu að höfðu ulcus, verið vistaðir á 3. deild Landspítalans, 55 karlar og 31 kona.“
Meðferðin var fólgin í „With-Faber fæði ad mod. Kalk“ og „calc carbon gr 30, natr biccarb gr 60, 1 teskeið í glasi af vatni eftir máltíð og magn oxidi, 1 teskeið í glasi af vatni milli máltíða“.
„Sjúklingarnir hafa legið meðan á þessari meðferð hefur staðið, að jafnaði 3-4 vikur, og farið heim eftir 4-8 daga fótavist og ráðlagt að gæta varkárni í mat og drykk næstu mánuði.“
Óskar sendir þessum 86 sjúklingum bréf að frátöldum 19 sem fóru strax í aðgerð. „6 eru dauðir og einn dó úr hematemesis . . .“ Niðurstöður rannsóknarinnar eru síðan sýndar í töflu1-7. Í töflu4ersýndurbráðabirgðaárangurafmeðferðinni, 31 var einkennalaus, 19 voru skárri og 1 fékk engan bata.


Staða þekkingar 1949 og 2004
Nær ekkert er spáð í orsakir þessa nýja sjúkdóms
í greinum Halldórs og Óskars enda voru þær algjörlega óþekktar. Útbreidd skoðun á þessum tíma var að ulcus pepticum stafaði af „hurry, curry and worry“. Upphafiðáskilningiá sjúkdómnum markast af grein áströlsku læknanna Warren og Marshall árið 1984 þar sem þeir lýstu gormlaga sýkli í magaslímhúð (1) og gerðu ítrekaðar misheppnaðar tilraunir til að rækta hann. Ræktunin tókst loks fyrir þau mistök að ræktunarskálar gleymdust í hitaskápyfirlangtpáskafrí.SýkillinnvarfyrstnefndurChamphylobacter pylori en þegar frekari rannsóknir leiddu í ljós að hann tilheyrði ekki þeim flokkisýklaþávarhannskírðureftirgormlagisínu og kallaður Helicobacter pylori. Það tók svo læknavísindin um 10 ár að finnaúthvernigH. pylori veldur ulcus pepticum en ennþá er samt margt óljóst í kringum sjúkdóminn. H. pylori sýking verður oftast á barnsaldri og er yfirleittævilöngogveldurulcus pepticum á miðjum aldri en magakrabbameini á seinni helmingi ævinnar. Flestir (85%) lifa þó í sátt við sýkilinn með einkennalausa magabólgu. Í dag er þessi sjúkdómur sem olli svo miklum usla fyrr á öldinni, læknaður með 7 daga sýklalyfja-kúr. Fróðlegt er að íhuga hvers vegna það tók svo langan tíma að finnaúthlutverkH. pylori í ulcus pepticum þó sýkillinn hafiveriðþekkturallt frá árinu 1870 (2).


1. Það var mönnum algjörlega framandi hugtak á þessum tíma að sýkill gæti lifað til langframa
í súru umhverfimaganssemvarsérhannaður
frá náttúrunnar hendi til að eyða sýklum. Þaðan af síður var því trúað að sýkill í slímhúð magans gæti valdið sjúkdómi.
2. Það var einnig framandi hugtak að sýkill þyrfti marga áratugi til að valda sjúkdómi. Björn Sigurðsson var fyrstur vísindamanna til að lýsa hægfara taugasjúkdómum af völdum veiru (3) og það tók langan tíma að fá viðurkenningu á þeirri hugmynd og enn lengri tíma að yfirfærahanaámagasjúkdóma
(4).
Saga ulcus pepticum á Íslandi er nátengd efnahag og þjóðfélagsþróun. Sjúkdómurinn virðist fyrst koma fram hjá kynslóðum sem fæðast
um aldamótin 1900 og hann nær hámarki hjá kynslóðum sem fæðast milli 1920-30 en tíðnin fer fallandi eftir það (5) og ulcus pepticum af völdum H. pylori einum saman er fátíður sjúkdómur í dag og finnstnúnæreingönguhjáeldra fólki. Sama þróun er hjá öllum þróuðum þjóðum en Ísland var 30-50 árum á eftir flestumVestur-Evrópuþjóðum.
Það eru ennþá margar ráðgátur varðandi H. pylori og hvernig hann veldur mismunandi sjúkdómum á mismunandi tímum. Ulcus pepticum virðist fyrst koma fram á 18. öld sem faraldur og þá fyrst sem „ulcus corporis ventriculi“ og einkum hjá konum. Síðan breytist sjúkdómsmyndin yfiríulcus duodeni sem er ríkjandi hjá körlum (6). Óskar lýsir vel í grein sinni því sem hafði gerst í Skandinavíu. „Síðastliðin 20-30 ár hefur sjúkdómurinn skipt um ham á óskýranlegan hátt: áður var sjúkdómurinn tíðastur hjá konum sem ulcus corporis ventriculi en nú er hann tíðastur hjá karlmönnum og er oftast í skeifugörn eða í regio juxtapylorica.“
Óskar kemur til sögunnar á þeim tímapunkti þegar þróunin á Íslandi er þannig að samkvæmt rannsókn hans á tímabilinu 1931-41 eru 60% af þeim sem hafa ulcus með magasár en á sama tíma eru 27% og 37% með magasár í Danmörku og Noregi. Í bakgrunninum á þessari sögu er svo magakrabbamein sem oft fylgdi magasárum og nú er vitað að H. pylori er einnig megin orsakavaldur þess.


Þessi saga sem Halldór og Óskar skrá svo vel er lærdómsrík vegna þess að hún lýsir hluta af sögunni um síbreytilegt samband hýsils og sýkils.
Hér á eftir verður lýst mjög einfaldaðri mynd af allri sögunni um samband sýkils og hýsils og er henni skipt í fjóra kaflaogsögulok.


1. Fyrsti kafli sögunnar nær sennilega yfirþróunarskeið mannsins allt frá því hann greindist frá öpum (7). Sýkillinn er þá hluti af náttúrlegri magaflórumannsins(8)enmagisem er sýktur af Helicobacter er ekki eins súr og ósýktur magi þannig að aðrir sýklar og gerlar geta þrifistþareinnig.Helicobacter
stjórnar sýrunni í maganum bæði með því að valda bólgu og einnig með boðefnum (9). Allur maginn er sýktur og jafnvægi ríkir milli Helicobacter og annarra sýkla og ulcus pepticum er mjög fátíður sjúkdómur.
2. Annar kafli byrjar hjá vestrænum þjóðum fyrir 100-200 árum eða eftir að iðnbyltingin fór að skila betri lífskjörum (10). Vannæring var ekki eins algeng og áður og mengun á mat mun minni. Jafnvægi raskast milli Helicobacter og annarra sýkla í maganum sem þola ver sýruna (11). Helicobacter tekur völdin í öllum maganum og fer að tjá meingen eins og Cag-A. Ulcus pepticum kemur fram sem magasár sem geta þróast yfirímagakrabbamein.
3. Þriðji kafli byrjar um aldamótin 1900 hjá flestumþróuðumþjóðumenum1950áÍslandi. Þá hafa lífskjör, næring og hreinlæti
batnað og H. pylori hörfar úr corpus magans og sest að í antrum. Þar truflarhann jafnvægi somatostatin og gastrin (12) þannig að gastrin hækkar í blóði og veldur offramleiðslu á sýru og skeifugarnarsárum. Súr magi verndar gegn magakrabbameini og algengi þess snarlækkar á þessu tímabili.
4. Fjórði kafli gerist á seinnihluta 20. aldar þegar hreinlæti er komið á það stig að klippt er á smitleiðir H. pylori (saur-munn leið) og algengi sýkilsins snarminnkar og þar með ulcus pepticum í öllum myndum. Algengi H. pylori hjá börnum á Íslandi í dag er um 0,1%. Til viðbótar gerist það frá 1992 að þeim stofnum sem valda ulcus pepticum er útrýmt með sýklalyfjum, sérstaklega Cag-A stofnum (13).
5. Sögulok? Ef fer fram sem horfirþáverðurH. pylori sýking orðin mjög fátíð hjá þróuðum þjóðum um og uppúr 2020 og þar með hverfur ulcus pepticum í sinni upprunalegu mynd.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica