01. tbl. 91. árg. 2005

Fræðigrein

Þróun ofþyngdar og offitu meðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-1994

Læknablaðið 1995-2004

Læknablaðið 2001; 87: 699-704

Ágrip

Tilgangur:
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort breytingar hafi orðið á hlutfallslegum fjölda of þungra og of feitra hér á landi undanfarin ár. Einnig að athuga hvort samband væri milli fæðuframboðs og ofþyngdar og offitu.

Efniviður og aðferðir:
Þátttakendur í þessari rannsókn koma úr áföngum III-V í hóprannsókn Hjarta-verndar og Reykjavíkurhluta MONICA rann-sóknarinnar frá tímabilinu 1975-1994. Skoðaðir voru aldurshóparnir 45-54 ára og 55-64 ára. Einungis voru notaðar upplýsingar úr fyrstu komu hvers einstak-lings. Reiknaður var líkamsþyngdarstuðull (body mass index, BMI) þátttakenda og hlutfall of þungra og of feitra einstaklinga miðað við mörk Alþjóða-heilbrigðisstofnunarinnar þar sem einstaklingar með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 25-29,9 teljast of þungir en of feitir sé stuðullinn 30 eða hærri. Einnig var athugað hvort samband væri milli breytinga á mataræði og ofþyngdar og offituátímabilinu.

Niðurstöður:
Reykvískir karlar og konur hafa bæði hækkað og þyngst á tímabilinu. Þyngdaraukningin er meiri en útskýrt verður með aukinni hæð eingöngu en það kemur fram í hækkun líkamsþyngdarstuðuls hjá báðum kynjum. Á sama tíma eykst bæði hlutfall þeirra sem eru of þungir og of feitir og var hlut-fallsleg fjölgun of feitra meiri en hlutfallsleg fjölgun of þungra. Hlutfall of feitra meira en tvöfaldaðist hjá báðum aldurshópum kvenna á tímabilinu samkvæmt niðurstöðum línulegrar aðhvarfsgreiningar (linear regression analysis) og var komið í tæp 15% (95% öryggisbil, 9-22%) hjá konum á aldrinum 45-54 ára og um 25% (95% öryggisbil, 17-34%) hjá 55-64 ára. Hlutfall of feitra tæplega tvöfaldast í yngri hópi karla og var komið í um 19% (95% öryggisbil, 13-27%) í lok tímabilsins en aukningin var ekki marktæk hjá þeim eldri. Það lætur nærri að í lok tímabilsins séu um 70% karla í báðum aldurshópum og í eldri hópi kvenna annað hvort of þung eða of feit, en þetta hlutfall var um 54% í yngri hópi kvenna.

Óverulegar breytingar hafa átt sér stað á neyslu orku og orkuefna á tímabilinu samkvæmt niðurstöð-um fæðuframboðsins.

Ályktanir:
Ofþyngd og offitahafaaukistumtalsvertmeðal miðaldra Reykvíkinga á árunum 1975-1994 og er aukningin sambærileg við það sem átt hefur sér stað víða á Vesturlöndum undanfarið. Brýnt er að

bregðast við þessum vanda með því að hvetja til heilbrigðari lífshátta, bæði hvað mataræði og hreyfinguvarðar.

Inngangur

Síðustu áratugi hafa ofþyngd og offita aukist víða um heim bæði meðal barna og fullorðinna. Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er offitu lýst sem faraldri, ekki bara á Vesturlöndum, heldur einnig víða í þróunarlöndum (1). Brýnt er að fylgjast með þróun ofþyngdar og offitu meðal þjóðarinnar þar sem offita hefur mikil áhrif á heilsu en hún er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, fullorðins-sykursýki og fleiri sjúkdóma (2-8).

Hjartavernd hefur safnað gögnum um hæð og þyngd Íslendinga allt frá árinu 1967, bæði í hóp-rannsókn Hjartaverndar og í MONICA rannsókn-inni sem er fjölþjóðleg rannsókn. Ítarlegar skýrslur hafa verið birtar um hæð, þyngd og Broca líkams-þyngdarstuðul fyrir fyrstu áfanga hóprannsóknar-innar frá árunum 1967-1968 (9,10).

Í rannsókn þessari, sem byggir á ofangreindum gögnum Hjartaverndar, er lýst þróun ofþyngdar og offitu meðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-1994 miðað við viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðis-stofnunarinnar fyrir ofþyngd og offitu (1). Einnig eru breytingar á holdafari bornar saman við þær breyt-ingar sem átt hafa sér stað á mataræði þjóðarinnar á tímabilinu.

Efniviður og aðferðir

Til að kanna þróun ofþyngdar og offitu á tímabilinu 1975-1994 voru notuð gögn úr áfanga III-V í hóprannsókn Hjartaverndar og Reykjavíkurhluta MONICA rannsóknarinnar, áfanga I-III (tafla I). Í þessari rannsókn er einungis stuðst við fyrstu komu hvers einstaklings.

Hóprannsókn Hjartaverndar er ferilrannsókn sem fram fór á Reykjavíkursvæðinu 1967-1997. Nákvæm lýsing á skipulagi rannsóknarinnar, vali úrtaks, þátttöku og framkvæmd hefur þegar verið birt í skýrslum Hjartaverndar (11,12), en þátttaka var um það bil 70% (13). MONICA rannsóknin er fjölþjóð-leg rannsókn sem fram fór í 41 rannsóknastöð í 28 löndum 1983-1994 (14).

Skoðaðar voru breytingar á hæð, þyngd og líkams-þyngdarstuðli (body mass index, BMI) með tilliti til tíma og fyrir fastan aldur. Tímanum frá 1975-1994 er skipt upp í tímabil sem skilgreind eru út frá áfangaskiptingum í Hjartaverndargögnunum.

Aldurshópurinn 45-64 ára var valinn til skoðunar þar sem einstaklingar á þessum aldri koma fyrir á flestum tímabilunum. Þessum aldurshóp var síðan skipt upp í tvo undirhópa, 45-54 og 55-64 ára. Skoð-unartímabil fyrir karla voru sex en einungis fjögur hjá konunum þar sem tveir áfangar hóprannsóknar og MONICA rannsóknarinnar fóru fram á sama tíma hjá konunum. Rannsóknartímabil karla var samtals 19 ár en 16 ár hjá konum.

Mælingar: Hæð og þyngd voru mæld með löggiltum hæðarmæli og vog. Þátttakendur voru einungis í nærklæðum, slá úr plasti og plasthosum. Hæðin var mæld með 0,5 cm og þyngdin með 0,1 kg nákvæmni (9,10).

Líkamsþyngdarstuðull er gefinn með einum auka-staf en stuðullinn var reiknaður með því að deila í þyngdina í kílóum með hæðinni í metrum í öðru veldi (kg/m2).

Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóðaheil-brigðisstofnunarinnar teljast fullorðnir einstaklingar of þungir ef líkamsþyngdarstuðull er á bilinu 25,0-29,9 og of feitir ef stuðull er 30 eða meira (1).

Stuðst var við fæðuframboðstölur til að kanna hvaða breytingar hafa átt sér stað á neyslu þjóðar-innar á orku og orkuefnum á tímabilinu (15). Fæðu-framboðstölur eru reiknaðar út frá innlendri fram

leiðslu og innflutningi að frádregnum útflutningi og þess sem fer til annarra nota en manneldis. Tölurnar veita upplýsingar um magn og tegundir matvara sem eru á boðstólum fyrir þjóðina og eru gefnar upp í kílógrömmum á íbúa á ári. Á grundvelli þeirra er reiknað framboð á orku og orkuefnum.

Tölfræðileg úrvinnsla: Línuleg aðhvarfsgreining (linear regression analysis) var notuð til að meta tímaleitni (time trend) í meðaltali log- (líkamsþyngdarstuðuls) gilda. Þannig fékkst mat á hlutfallslegri breytingu í margfeldismeðaltali (geometric mean) líkamsþyngd-arstuðulsgilda frá einum tíma til annars. Einnig var metið með aðhvarfsgreiningu hvort tímaleitni væri í hlutfalli of þungra og of feitra á tímabilinu. Marktektarkrafa (significancelevel)miðaðistvið5%.Tölfræði-forritið SPSS 9.0 var notað við úrvinnslu gagna.

Niðurstöður

Hæð og þyngd: Töflur II og III sýna þróun á með-alhæð og þyngd þessara aldurshópa á tímabilinu. Karlar jafnt sem konur í báðum aldurshópum eru að meðaltali um 2-3 cm hærri í lok tímabilsins en einstaklingar í upphafi þess. Þátttakendur eru einnig þyngri í lok tímabilsins. Þyngdarmunur karla er svipaður í báðum aldurshópum um það bil 6 kg. Konur hafa þyngst meira en karlarnir þrátt fyrir að rannsóknartímabil þeirra sé þremur árum styttra. Þyngdaraukning yngri aldurshóps kvenna var 6,7 kg en þess eldri 7,6 kg.

Líkamsþyngdarstuðull: TaflaIVsýnirmeðallíkams-þyngdarstuðul þátttakenda á tímabilinu. Hann hefur hækkað hjá körlum og konum í báðum aldurshópum. Í upphafitímabilsinsvarmeðallíkamsþyngdarstuðullíbáðum aldurshópum karla 25,9 en var í lok tímabilsins 27,2 í yngri hópi karla og 27,0 hjá þeim eldri. Í yngri hópi kvenna hækkaði meðallíkamsþyngdarstuðull úr 24,6 í 26,3 en í eldri hópnum úr 25,0 í 27,3. Ekki er tölfræðilega marktækur munur milli aldurshópanna, þó hafa eldri konurnar tilhneigingu til að hafa hærri stuðul en þær yngri.

Niðurstöður línulegrar aðhvarfsgreiningar sýna að hlutfallsleg hækkun á meðallíkamsþyngdarstuðli var tölfræðilega marktæk í öllum hópunum á tímabilinu. Hún var mun meiri meðal kvenna en karla.

Ofþyngd:
TaflaVsýniraðhlutfallofþungraeinstaklinga (25&#65533;&#57379; líkamsþyngdarstuðull < 30) jókst hjá báðum kynjum og aldurshópum á tímabilinu. Hlutfall ofþyngdar er hærra meðal karla en kvenna. Í upphafitímabilsins voru um 46% karla í báðum aldurshópum of þungir en 53-54% í lok tímabilsins. Í yngri hópi kvenna fór hlutfallið úr 29% í upphafitímabilsinsí39% í lok þess en í þeim eldri úr 34% í 46%. Aukning á hlutfalli of þungra var meiri meðal kvenna en karla á tímabilinu samkvæmt línulegri aðhvarfsgreiningu. Eini hópurinn þar sem aukning á hlutfalli of þungra var ekki tölfræðilega marktæk var yngri hópur karla.

Offita:
TaflaVIsýnirhlutfalloffeitraeinstaklingaátímabilinu. Það er ljóst að offitaeykstumtalsverthjábáðum kynjum. Það lætur nærri að hlutfall offituhafitvöfaldast í yngri hópi karla en það fer úr 10,4% í upphafitímabilsinsí19,2%ílokþessenaukninginvarekki tölfræðilega marktæk í eldri hópi karla. Hjá yngri konunum fer hlutfallið úr 8,6% í 14,6% en hjá þeim eldri úr 11,2% í 24,5%. Hjá körlum er ekki greinilegur munur á offitumillialdurshópaeneldrikonurnarhafameiri tilhneigingu til að vera of feitar en þær yngri.

Fæðuframboð:
TaflaVIIsýnirframboðorkuíkíló-kaloríum á íbúa á dag, fituogsykursígrömmumá íbúa á dag og hlutfallslegt framlag fitutilorkunnarfyrir tímabilið 1976-1995, birt sem fimmárameðaltöl. Framboð orku var nokkuð stöðugt á tímabilinu þó varð væg aukning úr 2948 kílókaloríum á íbúa á dag í upphafi tímabilsins í 3013 kíló kaloríur á íbúa á dag í lok þess. Framboð á fitustóðnánastístaðátíma-bilinu, lækkaði þó lítillega, fór úr 131,9 grömmum á íbúa á dag í 129,8 grömm á íbúa á dag.

Sömuleiðis dró lítillega úr hlutfallslegu framlagi fitu til orkunnar, úr 39,6% í 38,1%. Framboð á sykri stóð nánast í stað á tímabilinu.

Umræða:

Rannsókn þessi sýnir að reykvískir karlar og konur á aldrinum 45-64 ára eru hærri og þyngri að meðaltali árið 1994 en árið 1975. Þyngdin eykst meira en útskýrt verður með aukinni hæð eingöngu og kemur það fram í hækkun líkamsþyngdarstuðuls. Á sama tíma hefur hlutfall of þungra og of feitra einnig verið að aukast og hefur hlutfallsleg aukning í offitu verið mun meiri en í ofþyngd. Þar sem hér eru bornir saman jafngamlir einstaklingar á mismunandi tímum er ekki um að ræða aukna þyngd eftir því sem aldurinn færist yfir, heldur er hér á ferðinni breyting milli árganga á tímabilinu. Meðal kvenna hefur hlutfall feitra meira en tvöfaldast samkvæmt mati með línulegri aðhvarfsgreiningu. Í lok tímabilsins voru um 15% (95% öryggisbil, 9-22%) kvenna á aldrinum 45-54 ára of feitar og 25% (95% öryggisbil, 17-34%) kvenna 55-64 ára. Það lætur nærri að hlutfall of feitra hafi einnig tvöfaldast meðal 45-54 ára karla á tímabilinu og var komið í um 19% (95% öryggisbil, 13-27%) í lok þess en aukningin var ekki tölfræðilega marktæk í eldri hópi karla. Í lok tímabilsins voru um 70% karla og um 60% kvenna á aldrinum 45-64 ára annaðhvort of þung eða of feit.

Þó að þessar niðurstöður nái eingöngu til Reyk-víkinga má ætla að svipuð þróun hafi átt sér stað annars staðar á landinu. Leitarstöð Krabbameins-félagsins hefur safnað upplýsingum um hæð og þyngd íslenskra kvenna allt aftur til ársins 1979. Í þeim gögnum kemur fram að hlutfall offitu jókst meðal 45-64 ára kvenna úr 14,9% á árunum 1980-1984 í 20,2% á árunum 1990-1994 (persónulegar upplýsingar, Laufey Tryggvadóttir, janúar 1999). Tölur Leitar-stöðvarinnar ná til landsins í heild og eru þær heldur hærri en þessi rannsókn sýnir, sem bendir til þess að offita sé ekki síður vandamál á landsbyggðinni. Niður-stöður bæði frá Svíþjóð og Finnlandi (16-18) sýna að fólk sem býr á höfuðborgarsvæðum þessara landa er yfirleitt grennra en fólk sem býr á landsbyggðinni en engar upplýsingar eru til um slíkt hér á landi.

Niðurstöður þessarar rannsóknar eru síður en svo einsdæmi því hlutfall ofþyngdar og offitu hefur aukist víða á Vesturlöndum, oft með geigvænlegum hraða (19). Sú er raunin í Bretlandi en þar tvöfaldaðist hlutfall offitu á tímabilinu 1980-1991 (20). Erfitt getur þó reynst að bera saman hlutfall of feitra milli landa þar sem gjarnan er um að ræða ólíka aldurshópa og eins eru skilgreiningar fyrir ofþyngd og offitu ekki alltaf þær sömu. Einnig skiptir máli yfir hvaða tímabil rannsókn nær þar sem hlutfall of feitra breytist ört í flestum löndum. Rannsókn sem gerð var í Hollandi á sama aldurshópi og hér um ræðir sýndi svipað hlutfall offitu á árunum 1987-1991 og í þessari rannsókn (21). Hlutfallið hér er hins vegar lægra en í Bandaríkunum þar sem 29% karla og 36% kvenna á aldrinum 50-59 ára voru of feitir á árunum 1988-1994 (22). Í Svíþjóð er hlutfall offitu lægra en hér á landi (16,17).

Ástæður þessarar þróunar eru fólgnar í breyttum lífsháttum, annaðhvort breyttu mataræði og/eða hreyfingu. Tvær kannanir á mataræði hafa verið

gerðar í Reykjavík á þessu tímabili, sú fyrri árið 1979, sú seinni 1990 en hún náði til alls landsins (23,24). Séu niðurstöður þessara tveggja kannana bornar saman kemur í ljós að heildarorka hefur lítið breyst en hlutfall fitu hefur heldur minnkað. Tölur um fæðuframboð sýna svipaðar niðurstöður, framboð orku hefur lítið breyst en hlutfall fitu minnkað lítillega á tímabilinu (15). Mettuð fita hefur að vísu minnkað töluvert en ómettuð fita komið í staðinn. Framboð á sykri hefur lítið breyst á tímabilinu og nánast staðið í stað frá árinu 1956. Aukin þyngd og offita verður því vart skýrð með breyttu mataræði. Rannsóknir benda til þess að fituríkt fæði auki líkur á offitu (25). Innbyrðis hlutfall orkugjafa í fæðunni hefur bæði áhrif á temprun neyslu og orkunotkun (26-28). Rannsóknir á fólki, sem borðar að vild mismunandi samsett fæði, sýna að það innbyrðir að jafnaði færri hitaeiningar á kolvetna- og prótínríku fæði en á fituríku, hugsanlega vegna mikillar orku-þéttni fitu og minni sedduáhrifa í hlutfalli við orku-gildi (26, 28, 29). Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að orkunotkun eykst á prótín- og kolvetnaríku fæði, bæði vegna örvunar grunnefnaskipta og varmataps eftir máltíð (26). Ennfremur hefur komið í ljós að fólk grennist alla jafna ef hlutfall prótína og kolvetna er aukið á kostnað fitu og umframorka úr fitu leiðir til meiri fitusöfnunar en umframorka úr kolvetnum vegna minna varmataps eftir neyslu kolvetna en fitu (30-32). Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna sýna að meðal þjóða þar sem kolvetnaneysla er hvað mest í heiminum hefur offita verið fátíð (25). Hins vegar hafa hóprannsóknir á fólki ekki sýnt beint samband milli offitu og fituneyslu umfram önnur orkuefni (33,34).

Nærtækasta skýringin á aukinni offitu hér á landi er því minni hreyfing fólks við daglegar athafnir og störf. Þeir Prentice og Jebb (20) og Heini og Weinsier (35) hafa bent á að hreyfingarleysi skipti ekki síður máli en mataræði í þróun offitu og vegi jafnvel þyngra ef eitthvað er. Finnsk ferilrannsókn komst að sömu niðurstöðu, að lítil hreyfing væri enn mikilvægari áhættuþáttur en mataræði fyrir aukinni líkamsþyngd og offitu (36).

Margt bendir til þess að verulega hafi dregið úr vinnutengdri hreyfingu og daglegri áreynslu hér á landi á undanförnum áratugum. Samkvæmt upplýs-ingum frá Hagstofunni hefur erfiðisvinnustörfum fækkað hlutfallslega en æ fleiri stunda kyrrsetustörf (37). Á sama tíma hafa flest störf orðið áreynslu-minni vegna aukinnar vél- og tæknivæðingar en rann-sóknir hafa sýnt að orkunotkun yfir daginn eykst verulega við smávægilegar vinnutengdar hreyfingar (38). Bílaeign landsmanna hefur stóraukist svo og sjónvarpseign (37) og með auknum fjölda sjónvarps-stöðva hefur sjónvarpsáhorf aukist. Rannsóknir Prentice og Jebb hafa sýnt að bílaeign og sjónvarps-áhorf eru góður mælikvarði á hreyfingarleysi og tengjast fremur breytingum á offitu en orku- og fituneysla (20). Á hinn bóginn sýna niðurstöður Hjartaverndar að hlutfall þeirra sem hreyfa sig reglulega í frístundum hefur aukist til muna frá 1970 til ársins 2000 (39). Sömuleiðis sýna rannsóknir Hjartaverndar jákvæð áhrif hreyfingar í frístundum á heilsufar, sérstaklega lækkar dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og líkur á heilaáföllum lækka einnig (40,41). Líkamsræktarstöðvum hefur fjölgað og svo virðist sem margir verji frístundum sínum til gönguferða, útivistar og íþrótta. Það er hins vegar ástæða til að ætla að slík íþróttaiðkun nái ekki nægilegri útbreiðslu meðal þeirra sem eru í mestri áhættu að fitna. Eins nær hún vart að vega upp á móti minni áreynslu við dagleg störf nema líkamsræktin sé því meiri. Sem dæmi um mikilvægi daglegra athafna má nefna að orkuþörfin fjórfaldast við að ganga á meðalhraða borið saman við að sitja í bíl og áttfaldast við að ganga upp stiga (41).

Samantekt

Hlutfall ofþyngdar og offitu jókst meðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-1994. Trúlegasta skýr-ingin er sú að ekki hafi tekist að aðlaga neyslu orku-efna að minni orkuþörf sem fylgir minni áreynslu nútíma lifnaðarhátta. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við. Leggja þarf áherslu á forvarnir og stuðla að heilbrigðari lifnaðarháttum með því að hvetja til hollari neysluvenja og aukinnar hreyfingar.

Heimildir

1. World Health Organization (WHO). OBESITY, Preventing and Managing the Global Epidemic. Report of the WHO Consultation on Obesity, Geneva 3-5 June 1997. Geneva: WHO; 1998.

2. World Health Organization (WHO). Physical status: the use and interpretation of anthropometry. Report of a WHO expert committee. Geneva: WHO (World Health Organization Technical Report Series; 854); 1995.

3. Kannel WB, D’Agostino RB, Cobb JL. Effect of weight on cardiovascular disease. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 419S-422S.

4. McCarron DA, Reusser ME. Body weight and blood pressure regulation. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 423S-425S.

5. Pi-Sunyer FX. Weight and non-insulin-dependent diabetes mellitus. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 426S-429S.

6. Ballard-Barbash R, Swanson CA. Body weight: estimation of risk for breast and endometrial cancers. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 437S-441S.

7. Shike M. Body weight and colon cancer. Am J Clin Nutr 1996; 3/Suppl: 442S-444S.

8. Felson DT. Weight and osteoarthritis. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 430S-432S.

9. Torfason B, Davíðsson D, Sigfússon N, Björnsson OJ. Líkams-hæð, líkamsþyngd og þyngdarstuðull íslenskra karla á aldrinum 34-61 árs. Hóprannsókn Hjartaverndar 1967-’68. Skýrsla A XV. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjartaverndar; 1978.

10. Davíðsson D, Sigurbergsson F, Guðmundsson G, Sigfússon N, Björnsson OJ, Ólafsson Ó. Líkamshæð, líkamsþyngd og þyngdar-stuðull íslenskra kvenna á aldrinum 34-61 árs. Hóprannsókn Hjartaverndar 1968-’69. Rit A XXVI. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjartaverndar; 1983.

11. Björnsson OJ, Davidsson D, Ólafsson H, Ólafsson Ó, Sigfusson N, Thorsteinsson Th. Health survey in the Reykjavík area. Men. Stages I-III, 1967-1968, 1970-1971 and 1974-1976. Participants, invitation, responses etc. Report ABC XVIII. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjartaverndar; 1979.

12. Björnsson G, Björnsson OJ, Davidsson D, Kristjánsson BTh, Ólafsson Ó, Sigfusson N, Thorsteinsson Th. Health survey in the Reykjavík area. Women. Stages I-III, 1968-1969, 1971-1972 and 1976-1978. Participants, invitation, responses etc. Report abc XXIV. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjartaverndar; 1982.

13. Guðmundsson KÞ, Harðarson Þ, Sigvaldason H, Sigfússon N. Samband menntunar og áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Lækna-blaðið 1996; 82: 505-15.

14. Sigfússon N, Guðmundsdóttir II, Stefánsdóttir I, Sigvaldason H. The MONICA Iceland Study 1981-1992. Heilbrigðisskýrslur Fylgirit nr. 2. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Landlæknisembættið; 1997.

15. Þorgeirsdóttir H. Per capita supply of food in Iceland, 1956-1995. Reykjavík: Háskóli Íslands; 1999.

16. Kuskowska-Wolk A, Bergström R. Trends in body mass index and prevalence of obesity in Swedish women 1980-89. J Epidemiol Community Health 1993; 47: 195-9.

17. Kuskowska-Wolk A, Bergström R. Trends in body mass index and prevalence of obesity in Swedish men 1980-89. J Epidemiol Community Health 1993, 47: 103-8.

18. Pietinen P, Vartainen E, Männisto S. Trends in body mass index and obesity among adults in Finland from 1972 to 1992. Int J Obesity 1996; 20: 114-20.

19. Seidell JC, Rissanen AM. Time trends in the worldwide prevalence of obesity. In: Bray GA, Bouchard C, James WPT, eds. Handbook of obesity. New York: Marcel Dekker; 1998: 79-91.

20. Prentice AM, Jebb SA. Obesity in Britain: gluttony or sloth? BMJ 1995; 311: 437-9.

21. Seidell JC, Verschuren WMM, Kromhout D. Prevalence and trends of obesity in The Netherlands 1987-1991. Int J Obesity 1995, 19: 924-7.

22. Flegal KM, Carroll MD, Kuczmarski RJ, Johnson CL. Over-weight and obesity in the United States: prevalence and trends, 1960-1994. Int J Obesity 1998; 22: 39-47.

23. Ragnarsson JO, Stefánsdóttir E. Neyslukönnun Manneldisráðs Íslands 1979-1980. Reykjavík: Fjölrit RALA nr. 74; 1981.

24. Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ægisdóttir S. Könnun á mataræði Íslendinga 1990. 1. Helstu niðurstöður. Reykjavík: Rannsóknir Manneldisráðs Íslands III; 1991.

25. Brey GA, Popkin BM. Dietary fat intake does affect obesity! Am J Clin Nutr 1998; 68: 1157-73.

26. Westerterp-Plantenga MS, Rolland V, Wilson SAJ, Westerterp KR. Satiety related to 24h diet-induced thermogenesis during high protein/carbohydrate vs high fat diets measured in a respiration chamber. Eur J Clin Nutr 1999; 53: 495-502.

27. Mikkelsen PB, Toubro S, Astrup A. Effect of fat-reduced diets on 24-h energy expenditure: comparisons between animal protein, vegetable protein, and carbohydrate. Am J Clin Nutr 2000; 72: 1135-41.

28. Lissner L, Levitsky DA, Strupp BJ, Kalwarf HJ, Roe DA. Dietary fat and the regulation of energy intake in human subjects. Am J Clin Nutr 1987; 46: 886-92.

29. Thomas CD, Peters JC, Reed GW, Abumrad NN, Sun M, Hill JO. Nutrient balance and energy expenditure during ad libitum feeding of high-fat and high-carbohydrate diets in humans. Am J Clin Nutr 1992; 55: 934-42.

30. Astrup A, Ryan L, Grunwald GK, Storgaard M, Saris W, Melanson E, et al. The role of dietary fat in body fatness: evidence from a preliminary meta-analysis of ad libitum low-fat dietary intervention studies. Br J Nutr 2000; 83/Suppl 1: S25-32.

31. Skov AR, Toubro S, Ronn B, Holm L, Astrup A. Randomized trial on protein vs carbohydrate in ad libitum fat reduced diet for the treatment of obesity. Int J Obes 1999; 23: 528-36.

32. Horton TJ, Drougas H, Brachey A, Reed GW, Peters JC, Hill JO. Fat and carbohydrate overfeeding in humans: different effects on energy storage. Am J Clin Nutr 1995; 62: 19-29.

33. Willet WC. Is dietary fat a major determinant of body fat? Am J Clin Nutr 1998; 67/Suppl: 556S-562S.

34. Seidell JC. Dietary fat and obesity: an epidemiologic perspec-tive. Am J Clin Nutr 1998; 67/Suppl: 546S-50S.

35. Heini AF, Weinsier RL. Divergent Trends in Obesity and Fat Intake Patterns: The American Paradox. Am J Med 1997; 102: 259-64.

36. Rissanen AM, Heliovaara M, Knekt P, Reunanen A, Aromaa A. Determinants of weight gain and overweight in adult Finns. Eur J Clin Nutr 1991; 45: 419-40.

37. Hagstofa Íslands. Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík: Hagstofa Íslands; 1997.

38. Levine JA, Schleusner SJ, Jensen MD. Energy expenditure of nonexercise activity. Am J Clin Nutr 2000; 72: 1451-4.

39. Hjartadagur. Reykjavík: Hjartavernd; 2000: 19.

40. Agnarsson U, Björnsson B, Þorgeirsson G, Sigvaldason H, Sig-fússon N, Guðnason V. Áhrif áreynslu og íþrótta á dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og heildardánartíðni. Reykja-víkurrannsókn Hjartaverndar [ágrip]. Læknablaðið 2000; 86/Fylgirit 39: 20.

41. Agnarsson U, Thorgeirsson, G, Sigvaldason H, Sigfusson N. Effects of leisure-time physical activity and ventilatory function on risk for stroke in men: The Reykjavik Study. Ann Intern Med 1999; 130: 987-90.

42. Ainsworth BE, Haskell WL, Leon AS, Jacobs DR Jr, Montoye HJ, Sallis JF, et al. Compendium of physical activities: classifica-tion of energy costs of human physical activities. Med Sci Sports Exerc 1993; 25: 71-80.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica