Umræða fréttir
Áhættureiknivél Hjartaverndar
Sérfræðingar Hjartaverndar hafa þróað reiknivél sem á að gefa fólki hugmynd um í hvernig áhættu það er, með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og er hún á heimasíðu samtakanna www.hjarta.is. Vélin er byggð á líkani sem reiknar út líkurnar á að fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum. Forsendurnar eru fengnar úr niðurstöðum mælinga í hóprannsókn Hjartaverndar.
Reiknivélin virkar þannig að fólk getur sett inn sínar eigin mælingarniðurstöður eins og kólesteról í blóði, blóðþrýstingsgildi, hæð og þyngd sem og lífsstílsþætti eins og reykingar og hvort menn stunda reglulega hreyfingu. Vélin er miðuð við fólk á aldrinum 35-75 ára en niðurstöður eru ekki marktækar fyrir þá sem hafa fengið kransæðastíflu, farið í hjartaaðgerð eða í kransæðaútvíkkun.
Á heimasíðunni segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar að baráttunni gegn kransæðastíflu sé engan veginn lokið því enn fái yfir 1000 Íslendingar þennan sjúkdóm á hverju ári og eru karlmenn í meirihluta. Af þeim deyja um 200 manns skyndidauða árlega.
Um reiknivélina segir Vilmundur meðal annars: "Reikningarnir byggja á áhættulíkani sem unnið er útfrá niðurstöðum úr Hóprannsókn Hjartaverndar sem staðið hefur í meir en 35 ár og eru þannig miðaðar við íslenskar aðstæður. Rétt er að benda á að áhættan er byggð á líkum og er engan veginn sjúkdómsgreining heldur einungis vísbending. Í þessu reiknilíkani er einnig unnt að skoða hvernig líkurnar breytast með því að breyta áhættuþáttunum eins og að hætta að reykja eða lækka kólesterólið svo dæmi séu tekin.
Markmiðið með þessari reiknivél er þannig að auka vitund fólks um áhættuþætti kransæðasjúkdóms og hvernig hægt er að hafa áhrif á þessa áhættu með breytingu á áhættuþáttunum." -ÞH
Reiknivélin virkar þannig að fólk getur sett inn sínar eigin mælingarniðurstöður eins og kólesteról í blóði, blóðþrýstingsgildi, hæð og þyngd sem og lífsstílsþætti eins og reykingar og hvort menn stunda reglulega hreyfingu. Vélin er miðuð við fólk á aldrinum 35-75 ára en niðurstöður eru ekki marktækar fyrir þá sem hafa fengið kransæðastíflu, farið í hjartaaðgerð eða í kransæðaútvíkkun.
Á heimasíðunni segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar að baráttunni gegn kransæðastíflu sé engan veginn lokið því enn fái yfir 1000 Íslendingar þennan sjúkdóm á hverju ári og eru karlmenn í meirihluta. Af þeim deyja um 200 manns skyndidauða árlega.
Um reiknivélina segir Vilmundur meðal annars: "Reikningarnir byggja á áhættulíkani sem unnið er útfrá niðurstöðum úr Hóprannsókn Hjartaverndar sem staðið hefur í meir en 35 ár og eru þannig miðaðar við íslenskar aðstæður. Rétt er að benda á að áhættan er byggð á líkum og er engan veginn sjúkdómsgreining heldur einungis vísbending. Í þessu reiknilíkani er einnig unnt að skoða hvernig líkurnar breytast með því að breyta áhættuþáttunum eins og að hætta að reykja eða lækka kólesterólið svo dæmi séu tekin.
Markmiðið með þessari reiknivél er þannig að auka vitund fólks um áhættuþætti kransæðasjúkdóms og hvernig hægt er að hafa áhrif á þessa áhættu með breytingu á áhættuþáttunum." -ÞH