Umræða fréttir
Deilt um lóð undir lækningaminjasafn við Nesstofu
Nokkrar umræður hafa orðið í fjölmiðlum vegna þeirra fyrirætlana bæjarstjórnarinnar á Seltjarnarnesi að reisa hjúkrunarheimili á lóð sem úthlutað var fyrir alllöngu undir lækningaminjasafn. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform og bent á að lóðinni hafi ekki verið skilað, auk þess sem bygging hjúkrunarheimilis brjóti í bága við skipulag á svæðinu vestast á Seltjarnarnesi.
Bygging Nesstofusafns kom til umræðu á aðalfundi Læknafélags Íslands í ágúst í fyrra. Þar var samþykkt að "leggja ekki að svo stöddu frekari fjármuni úr sjóðum félagsins til Nesstofusafns". Jafnframt var stjórn LÍ falið að senda bæjarstjórn Seltjarnarness erindi "þess efnis að lóð, sem úthlutað var fyrir lækningaminjasafn í Norðurtúni verði haldið til haga fyrir byggingu væntanlegs safns". Það gerði stjórnin 28. ágúst og er það bréf birt hér á síðunni.
Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun félagsins að taka fyrir fjárveitingar til safnsins var sú að engin hreyfing hafði verið á málefnum þess um allmörg ár. LÍ hafði þá þegar lagt umtalsverðar fjárhæðir til byggingar safnsins en fundurinn taldi rétt að félagið héldi að sér höndum þar sem "ríkissjóður hafi nú tilefni til og skyldur til að skipuleggja framtíð lækningaminjasafnsins á grundvelli laga um þjóðminjar," eins og segir í greinargerð með samþykkt aðalfundar. Hins vegar er tekið fram í greinargerðinni að í samþykktinni felist "ekki yfirlýsing um að Læknafélag Íslands skuli ekki styrkja Nesstofusafn frekar" en að "frekari fjármunum verði ekki varið úr sjóðum félagsins að svo stöddu, - heldur þegar tilefni verður talið til þess síðar...".
Þessu máli er alls ekki lokið því hugmyndin um hjúkrunarheimilið hefur ekki hlotið endanlega afgreiðslu í bæjarstjórn Seltjarnarness. Jafnframt hafa Þjóðminjaráð og menntamálaráðuneytið mótmælt þessari ráðstöfun lóðar sem þessar stofnanir telja sig hafa umráð yfir, enda hafi þær ekki afsalað sér henni.
-ÞHFyrra bréf stjórnar LÍ
Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar
Sigurgeir Sigurgeirsson bæjarstjóri
Austurströnd 2
170 Seltjarnarnes
Kópavogi 28. ágúst 2000
Svo sem bæjarstjórninni er kunnugt þá afhenti Læknafélag Íslands nú í ágúst ríkissjóði f.h. Nesstofusafns verulega fjármuni sem stafa frá Jóni Steffensen, prófessor og var skilyrtur arfur til félagsins, auk framlags úr sjóðum félagsins til hagsbóta fyrir lækningaminjasafnið.
Við móttöku gjafarinnar minnti Björn Bjarnason, menntamálaráðherra á samkeppni um nýtt hús fyrir lækningaminjasafn á Seltjarnarnesi fyrir tveimur árum og sagði að ekki væri unnt á næstunni að ráðast í byggingu þess vegna annarra verkefna. Ráðherra sagði hins vegar hvergi nærri horfið frá þeim hugmyndum.
Á grundvelli samþykktar aðalfundar Læknafélags Íslands, sem haldinn var á Ísafirði dagana 25. og 26. ágúst s.l., beinir stjórn Læknafélags Íslands þeirri eindregnu ósk til bæjarstjórnar Seltjarnarness að lóð, sem úthlutað var fyrir lækningaminjasafn í Norðurtúni verði haldið til haga fyrir byggingu væntanlegs safns.
Með kveðju
f.h. stjórnar Læknafélags Íslands
Sigurbjörn Sveinsson
formaður
Síðara bréf stjórnar LÍ
Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar
Sigurgeir Sigurgeirsson bæjarstjóri
Austurströnd 2
170 Seltjarnarnes
Stjórn Læknafélags Íslands ræddi á fundi sínum í gær fyrirhuguð áform um að reisa hjúkrunarheimili á lóð þeirri við Nesstofu, sem tekin hefur verið frá fyrir byggingu lækningaminjasafns.
Stjórnin mótmælir þessari ráðstöfun lóðarinnar, enda liggja fyrir teikningar að lækningaminjasafni, sem urðu til í kjölfar samkeppni um bygginguna á lóðinni. Stjórn LÍ minnir á bréf sitt til bæjarstjórnarinnar frá 28. ágúst fyrra árs, þar sem þeirri ósk er komið á framfæri "að lóð, sem úthlutað var fyrir lækningaminjasafn í Norðurtúni verði haldið til haga fyrir byggingu væntanlegs safns". Studdist bréfið við ályktun aðalfundar Læknafélags Íslands frá 26. ágúst 2000 um sama efni.
Stjórn Lí vill einnig leyfa sér að minna á, að við afhendingu erfðafjár Jóns Steffensen til Þjóðminjasafnsins í ágústmánuði fyrra árs og að viðstöddum fulltrúum bæjarstjórnarinnar, lýsti menntamálaráðherra því yfir að með því að þiggja húsnæði undir safnmuni, væri ekki verið að leggja áform um að byggja safnið við Nesstofu til hliðar.
Með kveðju
f.h. stjórnar Læknafélags Íslands
Sigurbjörn Sveinsson
formaður
Bygging Nesstofusafns kom til umræðu á aðalfundi Læknafélags Íslands í ágúst í fyrra. Þar var samþykkt að "leggja ekki að svo stöddu frekari fjármuni úr sjóðum félagsins til Nesstofusafns". Jafnframt var stjórn LÍ falið að senda bæjarstjórn Seltjarnarness erindi "þess efnis að lóð, sem úthlutað var fyrir lækningaminjasafn í Norðurtúni verði haldið til haga fyrir byggingu væntanlegs safns". Það gerði stjórnin 28. ágúst og er það bréf birt hér á síðunni.
Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun félagsins að taka fyrir fjárveitingar til safnsins var sú að engin hreyfing hafði verið á málefnum þess um allmörg ár. LÍ hafði þá þegar lagt umtalsverðar fjárhæðir til byggingar safnsins en fundurinn taldi rétt að félagið héldi að sér höndum þar sem "ríkissjóður hafi nú tilefni til og skyldur til að skipuleggja framtíð lækningaminjasafnsins á grundvelli laga um þjóðminjar," eins og segir í greinargerð með samþykkt aðalfundar. Hins vegar er tekið fram í greinargerðinni að í samþykktinni felist "ekki yfirlýsing um að Læknafélag Íslands skuli ekki styrkja Nesstofusafn frekar" en að "frekari fjármunum verði ekki varið úr sjóðum félagsins að svo stöddu, - heldur þegar tilefni verður talið til þess síðar...".
Þessu máli er alls ekki lokið því hugmyndin um hjúkrunarheimilið hefur ekki hlotið endanlega afgreiðslu í bæjarstjórn Seltjarnarness. Jafnframt hafa Þjóðminjaráð og menntamálaráðuneytið mótmælt þessari ráðstöfun lóðar sem þessar stofnanir telja sig hafa umráð yfir, enda hafi þær ekki afsalað sér henni.
-ÞH
Fyrra bréf stjórnar LÍ
Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar
Sigurgeir Sigurgeirsson bæjarstjóri
Austurströnd 2
170 Seltjarnarnes
Kópavogi 28. ágúst 2000
Svo sem bæjarstjórninni er kunnugt þá afhenti Læknafélag Íslands nú í ágúst ríkissjóði f.h. Nesstofusafns verulega fjármuni sem stafa frá Jóni Steffensen, prófessor og var skilyrtur arfur til félagsins, auk framlags úr sjóðum félagsins til hagsbóta fyrir lækningaminjasafnið.
Við móttöku gjafarinnar minnti Björn Bjarnason, menntamálaráðherra á samkeppni um nýtt hús fyrir lækningaminjasafn á Seltjarnarnesi fyrir tveimur árum og sagði að ekki væri unnt á næstunni að ráðast í byggingu þess vegna annarra verkefna. Ráðherra sagði hins vegar hvergi nærri horfið frá þeim hugmyndum.
Á grundvelli samþykktar aðalfundar Læknafélags Íslands, sem haldinn var á Ísafirði dagana 25. og 26. ágúst s.l., beinir stjórn Læknafélags Íslands þeirri eindregnu ósk til bæjarstjórnar Seltjarnarness að lóð, sem úthlutað var fyrir lækningaminjasafn í Norðurtúni verði haldið til haga fyrir byggingu væntanlegs safns.
Með kveðju
f.h. stjórnar Læknafélags Íslands
Sigurbjörn Sveinsson
formaður
Síðara bréf stjórnar LÍ
Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar
Sigurgeir Sigurgeirsson bæjarstjóri
Austurströnd 2
170 Seltjarnarnes
Stjórn Læknafélags Íslands ræddi á fundi sínum í gær fyrirhuguð áform um að reisa hjúkrunarheimili á lóð þeirri við Nesstofu, sem tekin hefur verið frá fyrir byggingu lækningaminjasafns.
Stjórnin mótmælir þessari ráðstöfun lóðarinnar, enda liggja fyrir teikningar að lækningaminjasafni, sem urðu til í kjölfar samkeppni um bygginguna á lóðinni. Stjórn LÍ minnir á bréf sitt til bæjarstjórnarinnar frá 28. ágúst fyrra árs, þar sem þeirri ósk er komið á framfæri "að lóð, sem úthlutað var fyrir lækningaminjasafn í Norðurtúni verði haldið til haga fyrir byggingu væntanlegs safns". Studdist bréfið við ályktun aðalfundar Læknafélags Íslands frá 26. ágúst 2000 um sama efni.
Stjórn Lí vill einnig leyfa sér að minna á, að við afhendingu erfðafjár Jóns Steffensen til Þjóðminjasafnsins í ágústmánuði fyrra árs og að viðstöddum fulltrúum bæjarstjórnarinnar, lýsti menntamálaráðherra því yfir að með því að þiggja húsnæði undir safnmuni, væri ekki verið að leggja áform um að byggja safnið við Nesstofu til hliðar.
Með kveðju
f.h. stjórnar Læknafélags Íslands
Sigurbjörn Sveinsson
formaður