Umræða fréttir
Lyfjamál 88: Vaxandi notkun statína á Íslandi. Spor í rétta átt
SíÐustu ár hafa margar rannsóknir sÝnt að minnka má mjög sjúkleika og dánartíðni einstaklinga í mikilli hættu á kransæðasjúkdómum. Þessu má ná með réttri meðferð og forvörnum þar sem notkun blóðfitulækkandi lyfja er ein af mörgum leiðum. Oft heyrist að þessi eða hinn lyfjaflokkurinn sé allt of kostnaðarsamur fyrir þjóðfélagið.
Þegar litið er á statín verður að hafa í huga að með réttri notkun þeirra má minnka kostnað í öðrum geirum heilbrigðiskerfisins og bæta verulega heilsu. Í nýlegum leiðbeiningum um þetta efni hefur verið ráðlagt að meta heildaráhættu hvers einstaklings á hjartasjúkdómi og beina meðferð að þeim sem eru í mestri hættu. Við hvaða áhættu er miðað er nokkuð breytilegt en til að gera sér grein fyrir hvar við stöndum má til dæmis bera okkur saman við tölur frá Skotlandi. Þar hefur verið áætlað, að verði allir með áhættu sem er 3% eða meiri á hverju ári (á að fá kransæðastíflu eða deyja vegna kransæðasjúkdóms) meðhöndlaðir séu það um 9,3% af íbúm á aldrinum 35 til 64 ára. Miðað við þessa áhættutölu, sem margir telja of háa og vilja miða við 1,5%, fannst að af þessum 9,3% voru allir sem þegar voru með kransæðasjúkdóm (7,8%) og að auki 1,5% sem ekki höfðu þekktan kransæðasjúkdóm. Til samanburðar má líta á íslensku tölurnar þar sem um 36% þjóðarinnar eru á aldrinum 35 til 64 ára og sé miðað við að nær allir sem eru á statínum í dag séu á þessu aldursbili má sjá að við erum að meðhöndla 9,2% af þessum aldurshópi. Verði hins vegar miðað við lægri áhættu (til dæmis 1,5%) má ætla að þessi tala hækki ekki úr hófi því langstærsti hópurinn sem þarfnast meðhöndlunar er sá sem er með þekktan kransæðasjúkdóm og ætti í raun að vera nú þegar á meðferð.
Sjá nánar heimasíðu landlæknisembættisins um þetta efni:
http://www.landlaeknir.is/default.asp?lang=is&skjal=06,05,01
Þegar litið er á statín verður að hafa í huga að með réttri notkun þeirra má minnka kostnað í öðrum geirum heilbrigðiskerfisins og bæta verulega heilsu. Í nýlegum leiðbeiningum um þetta efni hefur verið ráðlagt að meta heildaráhættu hvers einstaklings á hjartasjúkdómi og beina meðferð að þeim sem eru í mestri hættu. Við hvaða áhættu er miðað er nokkuð breytilegt en til að gera sér grein fyrir hvar við stöndum má til dæmis bera okkur saman við tölur frá Skotlandi. Þar hefur verið áætlað, að verði allir með áhættu sem er 3% eða meiri á hverju ári (á að fá kransæðastíflu eða deyja vegna kransæðasjúkdóms) meðhöndlaðir séu það um 9,3% af íbúm á aldrinum 35 til 64 ára. Miðað við þessa áhættutölu, sem margir telja of háa og vilja miða við 1,5%, fannst að af þessum 9,3% voru allir sem þegar voru með kransæðasjúkdóm (7,8%) og að auki 1,5% sem ekki höfðu þekktan kransæðasjúkdóm. Til samanburðar má líta á íslensku tölurnar þar sem um 36% þjóðarinnar eru á aldrinum 35 til 64 ára og sé miðað við að nær allir sem eru á statínum í dag séu á þessu aldursbili má sjá að við erum að meðhöndla 9,2% af þessum aldurshópi. Verði hins vegar miðað við lægri áhættu (til dæmis 1,5%) má ætla að þessi tala hækki ekki úr hófi því langstærsti hópurinn sem þarfnast meðhöndlunar er sá sem er með þekktan kransæðasjúkdóm og ætti í raun að vera nú þegar á meðferð.
Sjá nánar heimasíðu landlæknisembættisins um þetta efni:
http://www.landlaeknir.is/default.asp?lang=is&skjal=06,05,01