12. tbl. 111. árg. 2025

Umræða og fréttir

Meira flækjustig þó tilgangurinn sé mikilvægur

Nýir kjarasamningar hafa haft víðtæk áhrif á skipulag vinnu og náms hjá sérnámslæknum á bæði skurð- og kvenna-/fæðingarlæknisfræðisviðum Landspítala. Þó að meginmarkmið samninganna hafi verið að bæta vinnuumhverfi, stytta vinnuviku og tryggja meiri hvíld, hefur útfærslan leitt til aukins flækjustigs, álags á kennslu og breytinga á námstækifærum.

Á skurðdeild Landspítala hefur breytingin haft veruleg áhrif á dagvinnu og kennslu. Með því að telja vaktir inn í 36 stunda vinnu-skyldu hefur tiltækum læknum fækkað og hver sérnámslæknir með færri dagvinnutíma. Kennsla og handleiðsla verða erfiðari í framkvæmd, því flest námsverkefni og aðgerðir fara fram á daginn. Minni hluti af vinnutíma þeirra í er dagvinnu eða þeir eiga frí vegna styttingar og missa því af kennslutímum og handleiðslu.

Kennslustjórar segja að þetta geti haft áhrif á framvindu námsins; það geti tekið lengri tíma að ná markmiðum og afla nauðsynlegrar færni. Þá hefur skipulag vaktaplans orðið mun flókn-ara og tímafrekara. Einnig eru heimildir til að skipta vöktum eða taka aukavaktir orðnar mjög takmarkaðar og dregið hefur úr sveigjanleika, mönnun erfiðari og möguleiki á -viðbótartekj-um skertur.

Fjöldi stöðugilda hefur aukist til að mæta nýjum kröfum, en það hefur ekki bætt dagvinnumönnun né létt á kennsluálagi. Flókið er í framkvæmd hvernig eigi að taka út stytt-ingu vinnuvikunnar þar sem samræmist illa starfi á skurðsviði að taka út hálfa daga. Mörg hafa ekki tekið út sína styttingu og sum eiga ekki inni hvíldar-tíma þrátt fyrir fulla vinnu. Það hefur skapað óánægju og ójafnvægi milli starfsfólks. Sumir stjórnendur telja að útfærslan á Landspítala sé flóknari en nauðsyn krefur og að úrbætur þurfi fremur í framkvæmd en í samningunum sjálf-um.

Í sérgrein fæðinga- og kvensjúkdóma hefur styttingin verið innleidd samkvæmt kjarasamn-ingum. Þó þetta hafi vissulega gert vaktaskem-un að meiri áskorun, hefur þetta á sama tíma skilað jákvæðum breytingum, svo sem auknum fjölda og fjölbreytileika göngudeilda innan sviðs kvensjúkdóma sem og mæðraverndar.

Aukin mönnun og styttri vinnutími hefur þó einnig áhrif á hversu oft hver náms-lækn-ir kemst í ákveðin verkefni eins og vinnu á fæðingargangi og skipulagða keisaradaga. Rétt mönnun samkvæmt kjarasamningi dregur úr fjölda vakta og aukavakta og getur það hægt á færnimyndun þó mikilvægt sé að taka fram að ekki hefur verið hægt að sýna fram á það í þeim árlegu frammistöðumötum sem farið hafa fram á árinu og skammur tími frá innleiðslu.

Þrátt fyrir aukna áherslu á hvíld og bóklegt nám eru sérnámslæknar vanir miklu vinnu-álagi og eiga erfitt með að aðlagast breyttum vinnuháttum. Það hefur skapað ákveðið ósam-ræmi milli sérgreina því sumar sérgreinar glíma enn við undirmönnun og fá sérnámslækn-ar þeirra deilda meiri dagvinnu, eru kallaðir inn úr styttingu og fá aukavaktir. Það leiðir til hærri útborgaðra launa samanborið við sérnámslækna á til dæmis Kvennadeild, þar sem mönnun er samkvæmt kjarasamningi, lítið um aukavaktir eða innköllun úr styttingu.

Á sérgrein kvensjúkdóma- og fæðingarlækn-inga var stöðugildum fjölgað um tvö til að mæta kröfum nýs kjarasamnings. Að auki eru stöðugildin í sérgreininni hlutfallslega fleiri en í öðrum sérgreinum og liggur skýringin í háu hlutfalli þungana í hópnum á hverjum tíma og áskorunum í síbreytilegum starfsmannahópi.

Sumir sérnámslæknar hafa áhyggjur af því að styttingin leiði til lengra sérnáms, þar sem færni byggist á endurteknum aðgerðum og reynslu. Kennslustjórar telja þó að hægt sé að mæta þessu með markvissara skipulagi og betri rammastýringu námsins. Þeir minna á að íslenskir sérnámslæknar séu almennt vel undirbúnir og standi jafnfætis kollegum sínum erlendis.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica