09. tbl. 99.árg. 2013

Umræða og fréttir

Eldri læknar á yfirreið um Vestfirði

Öldungadeild Læknafélags Íslands efndi til ferðar um Vestfirðina dagana 22.-25 ágúst. Fararstjóri var Magnús Jónsson sem gjörþekkir Íslendingasögurnar  og sögusvið þeirra. Hópurinn hafði talsverða yfirferð, gist var tvær nætur á Ísafirði og farið um söguslóðir í Önundarfirði, Dýrafirði og Arnarfirði. Lögð var sérstök áhersla á að kynnast sögusviði Gísla sögu Súrssonar. Leikarinn Elvar Logi Hannesson flutti hópnum einleik sinn um Gísla Súrsson í gamla félagsheimilinu að Gíslastöðum í Dýrafirði. Þá var siglt með víkingaskipi á slóðir Gísla í Geirþjófsfirði og minjar um mannvist í Selárdal skoðaðar.

Á Hrafnseyri var minning Hrafns Sveinbjarnarsonar læknis og goða heiðruð, en þar fór fram ráðstefna í tilefni af því að í ár eru 800 ár frá því að Hrafn var tekinn af lífi.

Eftir gistingu á Patreksfirði var ekið á Rauðasand og þaðan heimleiðis til Reykjavíkur eftir vel heppnaða ferð. Þátttakendur í ferðinni voru 37 auk fararstjórans.


Þátttakendur í Vestfjarðaferð öldungadeildar Læknafélagsins ásamt fararstjóra á Hrafnseyri við
Arnarfjörð. Mynd: Sigurður Jónsson frá Reynistað í Skagafirði.Þetta vefsvæði byggir á Eplica