05. tbl. 99. árg. 2013

Umræða og fréttir

Formannafundur og málþing

Formannafundur Læknafélags Íslands var haldinn í húsakynnum félagsins í Kópavogi þann 19. apríl. Formannafundir eru haldnir að vori ár hvert og hafa þann tilgang að kynna formönnum svæðafélaganna starf stjórnar og stofnana félagsins milli aðalfunda. Hefð er fyrir því að eftir formannafundinn sé efnt til málþings um eitthvað efni sem brennur á læknum. Í ár var efni málþingsins: Efnahagsmál í aðdraganda kjarasamninga. Fyrirlesarar voru Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ og Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.


Á myndinni eru í efri röð frá vinstri: Hrönn Garðarsdóttir formaður Læknafélags Austurlands, Magdalena Ásgeirsdóttir í stjórn LÍ, Salome Á. Arnardóttir í stjórn LÍ, Gróa B. Jóhannesdóttir fulltrúi Læknafélags Akureyrar, Dóra Lúðvíksdóttir formaður Fjölskyldu- og styrktarsjóðs LÍ, Ómar S. Gunnarsson formaður FAL, Guðrún J. Georgsdóttir í stjórn LÍ , Tómas Guðbjartsson í ritstjórn Læknablaðsins, Sveinn Kjartansson formaður samninganefndar LÍ.

Neðri röð frá vinstri: Unnsteinn I. Júlíusson formaður Læknafélags Norðurlands eystra, Þórarinn Ingólfsson í stjórn LÍ , Jörundur Kristinsson formaður Orlofssjóðs, Þorbjörn Jónsson formaður LÍ, Steinn Jónsson formaður LR, Sigurður E. Þorvaldsson formaður Öldungadeildar, Andrés Magnússon formaður Læknafélags Norðvesturlands.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica