10. tbl 92. árg. 2006

Umræða og fréttir

Dreifibréf Landlæknisembættisins

Tilkynning frá sóttvarnalækni

Efni: Bólusetning gegn inflúensu

Þrígild bóluefni gegn inflúensu (A og B stofni) á norðurhveli fyrir tímabilið 2006-2007 hafa verið framleidd samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

(WHO Weekly Epidemiological Record, 2006;81: 81-88).

Talsverðir erfiðleikar hafa verið á framleiðslu inflúensubóluefna á þessu ári sem rekja má til lítils afraksturs í ræktun veiru sem mælt var með að nota. Þetta hefur leitt til þess að búast má við töfum á afgreiðslu bóluefnanna. Fyrstu skammtarnir berast væntanlega ekki fyrr en um og upp úr miðjum októbermánuði nk.

Það eru eindregin tilmæli sóttvarnalæknis að áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar á þessu hausti.

 

Áhættuhóparnir eru:

  •  Allir einstaklingar eldri en 60 ára.
  •  Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

 

Þá er einnig óskað eftir því að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og aðrir þeir sem daglega annast fólk með aukna áhættu njóti forgangs.

Heilsugæslustöðvarnar eru hvattar til að panta bóluefni sem fyrst og kalla fyrst og fremst ofannefnda áhættuhópa inn til bólusetningar.

Sóttvarnalæknir vill einnig minna á tilmæli um bólusetningu gegn pneumókokkasýkingum hjá eftirtöldum hópum:

  •  Öllum eldri en 60 ára, á 10 ára fresti.
  •  Einstaklingum með aspleniu eða aðra ónæmisbælandi sjúkdóma, á 5 ára fresti.

 

SóttvarnalæknirÞetta vefsvæði byggir á Eplica