07/08. tbl 92. árg. 2006

Umræða og fréttir

"Af því að ég get það"

Jórunn Viðar Valgarðsdóttir (1969) er heim­il­islæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel­fossi, en hún hóf þar störf ásamt eiginmanni sínum, Arnari Þóri Guðmundssyni, í september 2005 eftir að hafa búið fjögur ár í Skövde í Svíþjóð þar sem þau voru bæði í framhaldsnámi í heimilislækningum.

"Ég hef hlaupið tvisvar heilmaraþon, á Mý­vatni og í Reykjavík. Svo hef ég farið hálfmaraþon nokkrum sinnum, nú síðast í ár Gautaborgarvarvet, www.goteborgsvarvet.se virkilega skemmtilegt hálf­maraþon með 26 þúsund þáttakendum, var nr. 170 af konunum (sem voru fjórðungur þátttakenda). Það var svakalega góð stemmning í hlaupinu, götupartý í borginni og 35 hljómsveitir sem spiluðu meðfram hlaupaleiðinni. Þetta var mjög vel skipulagt hlaup eins og við er að búast þegar Svíar eru annars vegar. Að auki hef ég tvisvar hlaupið hinn dásamlega Laugaveg frá Landmannalaugum inn í Þórsmörk, últramaraþon 55 km, 1998 og 1999. Ég stefni á að hlaupa Laugaveginn 15. júlí í ár líka, ef allt gengur að óskum. Það kemur í ljós."

www.friskirfloamenn.comÞetta vefsvæði byggir á Eplica