07/08. tbl 92. árg. 2006
Umræða og fréttir
Vísindadagskrá
Í tilefni af merkisafmæli Guðmundar Þorgeirssonar héldu samstarfsmenn hans og lærisveinar vísindadagskrá honum til heiðurs í Hringsal Landspítala 2. júní síðastliðinn. Á mælendaskrá voru samverkamenn Guðmundar til lengri eða skemmri tíma, starfandi í ýmsum deildum heilbrigðiskerfisins, en umræðuefni allra var mannshjartað og sá vökvi sem það knýr, umferðaræðar blóðsins ásamt mörgum þeim efnum sem þar eru á kreiki. Eftirtaldir lögðu hönd á plóginn: Andrés Magnússon, Haraldur Halldórsson, Magnús Karl Magnússon, Páll Torfi Önundarson, Emil L. Sigurðsson sem jafnframt stýrði fundi, Axel F. Sigurðsson, Karl Kristjánsson, Anna Guðmundsdóttir og Anna Helgadóttir.
Guðmundur Þorgeirsson sat í ritstjórn Læknablaðsins árin 1983-1990 og blaðið flytur honum og hans fólki hugheilar kveðjur með þökkum fyrir farsælt og gott samstarf í tímans rás. VS
Fyrir síðustu skáldsögu sína, Sumarljós og svo kemur nóttin, hlaut höfundurinn Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005. Þar vegur þyngst einstök frásagnargáfa hans en andi Williams Heinesen og García Márquez svífur yfir vötnum.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir teknar við þetta tækifæri.